Breiðholtsblaðið - 01.04.2022, Síða 15
15BreiðholtsblaðiðAPRÍL 2022
Áfram Ír
ALLTAF FULLT BORÐ
AF FERSKUM FISKI
OG FISKRÉTTUM
Opið alla virka daga kl. 9 – 18:30.
Keilukrakkar ÍR hafa verið
sigursælir á keppnistímabilinu
en keppni er lokið þetta
tímabilið hjá ungmennum
í keilu.
Í lokaumferð í Meistarakeppni
KLÍ voru fimm umferðir leiknar
yfir tímabilið þar sem krakkarnir
leika sex leiki í fyrsta til þriðja
flokki en krakkarnir í fjórða og
fimmta flokki leika þrjá leiki
hvert sinn. Bestu fjórar umferðir
telja síðan til stigakeppninnar
sem nær yfir tímabilið. Í fyrsta
flokki pilta átti ÍR efstu þrjá
keppendurnar á verðlaunapalli,
annað sætið í fyrsta flokki
stúlkna, fyrsta sætið í öðrum
flokki pilta og einnig í öðrum
flokki stúlkna. Þá varð mikil
fjölgun í keppendahópi í fjórðu og
fimmtu flokkum.
Keilukrakkarnir sigursælir
Tvær mannabreytingar urðu í aðalstjórn ÍR aðalfundi
félagsins félagsins sem fór fram 5. apríl síðast liðinn.
Lísa Björg Ingvarsdóttir, varaformaður, gaf ekki kost
á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og Lilja María
Norðfjörð, meðstjórnandi, gaf heldur ekki kost á sér til
áframhaldandi stjórnarsetu.
Guðbrandur Daníelsson og Sigurður Gunnar Kristinsson
koma nýir inn í stjórn sem meðstjórnendur. Aðrar breytingar
á stjórninni eru þær að Auður Sólrún Ólafsdóttir tekur við
stöðu varaformanns og Guðmundur Óli Björgvinsson við
stöðu ritara. Veittar voru tvær heiðursorður fyrir vel unnin
störf hjá félaginu. Arndís Ólafsdóttir fékk afhent silfurmerki og
Ingigerður H. Guðmundsdóttir fyrrum formaður félagsins fékk
afhent gullmerki.
Mannabreytingar í
stjórn og heiðurs-
merki á aðalfundi ÍR Ef þarf að skipta út gleri,
bæta þéttingu glugga og hurða,
lagfæra glugga og hurðir
eða skipta því út fyrir nýju
erum við réttu mennirnir.
Við höfum góða reynslu í þessum efnum.
smidavik@smidavik.is
sími 898-0503
Guðlaugur
Sigursælir krakkar í keilunni hjá ÍR. Voffsalega skemmtileg gældudýrabúð!
Ögurhvarfi 2
joserabudin.is
Joserabúðin
HeimasÍða Ír: www.ir.is
Arndís og Inga hlutu hlutu heiðurs
orður ÍR fyrir vel unnin störf.
Í lok mars lauk keppni á
Íslandsmóti einstaklinga 2022
í keilu. Voru það þau Hafþór
Harðarson og Linda Hrönn
Magnús dóttir bæði úr ÍR sem
urðu Íslandsmeistarar.
Hafþór var að ná sínum 6.
Íslandsmeistaratitli þar af annan í
röð og jafnar þar með met annars
ÍRings hans Magnúsar Magnús
sonar en þeir tveir bera höfuð og
herðar annarra karla á Íslands
mótinu. Linda Hrönn var að ná
sínum fyrsta Íslandsmeistara titli
einstaklinga en hún hefur samt
sigrað Íslandmót öldunga (50+)
auka annarra móta á sínum ferli.
Linda sem er á 63. aldursári
er einnig elsti einstaklingurinn
sem sigrar þetta mót. Spilaði hún
úrslitaleikinn með því að ná 238
pinna af 300 mögulegum, stór
glæsilegt hjá henni. Í öðru sæti
hjá konunum varð Ástrós Péturs
dóttir einnig úr ÍR og í 3. sæti í
karlakeppninni varð Einar Már
Björnson ÍRingur. Hafþór sigraði
úrslitakeppnina örugglega en
hann náði þar 235 pinnum gegn
164 hjá Arnari Davíð úr KFR.
Tvöfaldur ÍR sigur á Íslandsmóti
Hafþór Harðarson og Linda Hrönn Magnúsdóttir bæði úr ÍR sem urðu
Íslandsmeistarar.