Nesfréttir - 01.04.2022, Blaðsíða 2

Nesfréttir - 01.04.2022, Blaðsíða 2
ÚT GEF ANDI: Borgarblöð ehf, Eiðistorgi 13-15, 172 Seltjarnarnes, Pósthólf 171. S: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298 RITSTJÓRI: Krist ján Jó hanns son • ÁBYRGÐAR MAÐUR: Krist ján Jó hanns son BLAÐAMAÐUR: Þórður Ingimarsson UM BROT: Valur Kristjánsson NETFANG: borgarblod@simnet.is • HEIMASÍÐA: borgarblod.is Nesfréttir koma út mánaðarlega og er dreift frítt í hvert hús á Seltjarnarnesi 2 Nesfrétt ir www.borgarblod.is Að sækja á ríkið Þrír framboðslistar verða til bæjarstjórnarkosninga á Seltjarnarnesi. Listi Sjálfstæðisflokksins, listi Samfylkingarinnar og óháðra og listi Framtíðarinnar. Kosningabaráttan er rétt að hefjast. Frídagavikurnar sem helgast af páskum og fyrsta sumardegi hafa tafið baráttuandann eða ef til vill heft hann. Stundum er sagt að kosningar til sveitarstjórna snúist um að vilja gera allt og gera það strax. Þannig hafa kosningaloforð oft hljómað víða um land. Sveitarstjórnum eru á hinn bóginn settar takmarkaðar skorður af löggjafans hálfu til að láta pólitískar óskir stjórna gjörðum sínum. Sveitarstjórnarmál snúast einkum um rekstur þeirrar grunn­ þjónustu sem sveitarfélögum er lögboðið að sinna. Á undanförnum árum hafa fleiri og fleiri málum verið ýtt til sveitar félaganna. Slíkt kynni að vera af hinu góða ef fjármunir hefðu fylgt með. Það hefur ekki orðið af ríkisins hálfu. Því verður baráttumál margra ef ekki allra nýkjörinna sveitar­ stjórna að sækja á ríkið um viðunandi rekstraraðstæður. Í dag eru þær ekki fyrir hendi. Leið ari Íbúaþing um skólamál Velheppnað íbúaþing um skólamál á Seltjarnarnesi var haldið í Valhúsaskóla á laugardaginn. Þátttakan var góð með afar líflegum og uppbyggilegum umræðum. Unnið var í vinnuhópum sem skiluðu af sér fjölda gagnlegra ábendinga sem nú verður unnið áfram með. Öllum sem þátt tóku er sérstaklega þakkað fyrir að leggja sitt af mörkum við endurmótun menntastefnu bæjarins fyrir skóla­ og frístundastarf. Baldri Pálssyni, Hildigunni Gunnarsdóttur og Sigrúnu Eddu Jónsdóttur sem höfðu veg og vanda að skipulagningu íbúaþingsins eru einnig þakkir færðar fyrir alla umsýsluna og mjög góða vinnu sem og Jóni Torfa Jónassyni sem hélt stutta hugvekju í upphafi þingsins. Myndir voru teknar á íbúaþinginu. www.systrasamlagid.is

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.