Nesfréttir - 01.04.2022, Blaðsíða 3

Nesfréttir - 01.04.2022, Blaðsíða 3
Samfylking og óháðir vilja byggja upp betri bæ fyrir börn með því að: • Tryggja gott húsnæði og skólalóðir á öllum skólastigum sem styður við fagstarf, skólaþróun og vellíðan barna og starfsfólks. Ráðast í uppbyggingu á nýjum leikskóla og stórbæta skólalóð Grunnskóla Seltjarnarness. • Taka markviss skref strax við að innleiða farsældarfrumvarpið í þjónustu við börn á Seltjarnarnesi. Því fylgir aukin áhersla á snemmtækan stuðning við börn, markviss úrræði og betri yfirsýn sem tryggir að ekkert barn falli á milli kerfa og öll börn fái tækifæri til að blómstra. • Skapa framúrskarandi umhverfi fyrir börn til að stunda íþróttir og fjölbreytt tómstundastarf með því að hækka tómstundastyrk upp í 75.000 krónur á hvert barn 5 ára og eldri og snúa við niðurskurði í félagsmiðstöðinni Selinu og forvarnarmálum. Samfylking og óháðir vilja byggja upp öflugan og lifandi miðbæ með því að: • Endurskipuleggja Eiðistorg með svipuðum hætti og gert var á Garðatorgi. Þar var bílastæðið rammað betur inn með nýjum húsum þar sem verslun er á jarðhæð og íbúðir á efri hæðum. Bílastæði eru færð neðanjarðar að hluta, íbúum fjölgar og ný og spennandi verslunarrými verða til sem snúa beint út á götu. • Íbúðirnar sem rísa á miðbæjarsvæðinu eiga að vera fjölbreytt blanda af húsnæði sem hentar fyrstu kaupendum, fjölskyldufólki sem og eldri borgurum sem vilja minnka við sig. Samfylking og óháðir vilja byggja upp betri bæ fyrir eldri borgara með því að: • Efla þjónustu við eldri borgara í nærumhverfinu og vinna stefnumótun utan um þjónustu við eldri borgara sem unnin verður í samráði við íbúa, öldungaráð og félag eldri borgara á Seltjarnarnesi. • Styðja við og efla íþrótta- og tómstundastarf eldri borgara með það að markmiði að gefa eldri borgurum á Seltjarnarnesi tækifæri til að rækta líkama og sál í öflugri aðstöðu og góðum félagsskap. Betri bær fyrir okkur öll Guðmundur Ari Sigurjónsson Sigurþóra Bergsdóttir Bjarni Torfi Álfþórsson Karen María Jónsdóttir 2. 3. 4.1.

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.