Nesfréttir - 01.04.2022, Side 19

Nesfréttir - 01.04.2022, Side 19
Nesfrétt ir 19 „Breytingar eru lög lífsins. Og þau sem horfa eingöngu til fortíðar munu örugglega missa af framtíðinni“ sagði John F. Kennedy árið 1963. Hafi breytingar verið örar þá – hvað þá nú? Mjög hefur hægst á þróun þjónustu á Seltjarnarnesi. Íbúarnir finna þetta í skólunum, í umhirðu bæjarins og tjá skoðun sína árlega í viðhorfskönnun sem Gallup framkvæmir fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Á meðan ánægja mælist stöðug og vaxandi í Garðabæ, Kópavogi, Hafnarfirði og Mosfellsbæ – þá dvín hún á Seltjarnarnesi. Hvers vegna situr Seltjarnarnes eftir? Á kjörtímabilinu sem er að líða hef ég ítrekað bent á hversu glæfralegt það er af meirihluta Sjálfstæðisflokksins að ríghalda í eldgamla hugmynd um Seltjarnarnes sem einhverskonar skattaparadís. Hugmyndin hefur reynst okkur dýr, en, er líka svarið við spurningunni hér að ofan. Bærinn tapar peningum, þjónustan versnar og íbúarnir eru minna ánægðir. Haldi þessi þróun áfram getur hún valdið bænum og bæjarbúum gífurlegum skaða. Skoðum svart á hvítu hvað þessi hugmynd hefur kostað bæinn. Frá 2015 nemur hallarekstur bæjarins 1.540 milljónum. Þessi fjárhæð nemur fjórðungi skulda bæjarins (25%) , sem voru 6 milljarðar um síðustu áramót. Skuldirnar námu um 1,5 milljarði árið 2015. Hvernig liti myndin út ef bæjarstjórn hefði haft kjark til að hækka útsvarið í upphafi þessa tímabils í samræmi við t.d. Kópavog? Svarið við því er einfalt. Hallarekstur næmi 360 milljónum í stað 1.540 milljónum króna. Svigrúmið til að bæta þjónustuna og byggja til framtíðar hefði því verið talsvert, ef horfið hefði verið frá skattaparadísarhugmynd Sjálfstæðisflokksins. Á þetta hef ég ítrekað bent á yfirstandandi kjörtímabili. Raunar gerðust þau undur og stórmerki að einn bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sá ljósið við gerð síðustu fjárhagsáætlunar og samþykkti hækkun útsvar um 0,39% um síðustu áramót. Ég hef ekki orðið var við fjöldamótmæli bæjarbúa vegna þessa. Enda er þessi hækkun ekki stórfelld eignaupptaka, eins og hörðustu frjálshyggjumennirnir kunna að halda fram. Hversu margar krónur eru 0,39% hækkun útsvars? 0,39% af meðallaunum Íslendings eru 715 krónur á viku. Það dugir fyrir stórum ís í brauðformi á Huppu (án dýfu) eða einum latté á Örnu. Ekki há upphæð fyrir flesta. En yrir fjárhag bæjarins skiptir þessi hækkun hinsvegar miklu, því þegar allur ísinn kemur saman eru þetta yfir 100 milljónir á þessu ári. Með þessu skapast svigrúm til að bæta þjónustu skóla, leikskóla og malbika Nesveginn, svo eitthvað sé nefnt. Framtíðin er hópur fólks sem hefur um skeið rætt saman um framfaramál fyrir Seltjarnarnes. Velvilji gagnvart samfélaginu á Seltjarnarnesi er það sem sameinar hópinn, frekar en trú á stjórnmálastefnu í eina átt eða aðra. Við teljum að rjúfa verði þá stöðnun sem einkennt hefur bæinn undanfarinn áratug. Það verður ekki gert með því að stóla á lausnir fortíðar. Framtíðin verður að vera betri og þjónusta bæjarins við íbúa sína framsæknari. Á komandi vikum mun Framtíðin kynna stefnumál sín og kynnast íbúum á skemmtilegum viðburðum sem standa fyrir dyrum. Framtíðarhópurinn er sammála um að rjúfa verði þá stöðnun sem legið hefur yfir þjónustu Seltjarnarnesbæjar við íbúana. Við stólum á Seltirninga að veita okkur umboð til breytinga. Því að breytingar eru lögmál lífsins og fortíðin geymir engin gild svör. Karl Pétur Jónsson oddviti á lista Framtíðarinnar á Seltjarnarnesi. Tími fyrir breytingar STUÐ STUÐ 0 STUÐ 1 » Þarf stærri heimtaug? » Hvaða lausn hentar best? » Er kerfið búið álagasstýringu? » Sjálfvirkt greiðslu- og innheimtukerfi? Er hleðsla rafbíla hausverkur í húsfélaginu? Við aðstoðum við að leysa málið með hagsmuni húsfélagsins að leiðarljósi Hlutlaus úttekt og ráðgjöf fyrir húsfélög um fyrirkomulag rafbílahleðslu og framkvæmdaáætlun. Útvegum og berum saman tilboð og aðstoðum við styrkjaumsóknir. thjonusta@eignaumsjon.is | eignaumsjon.is Karl Pétur Jónsson. www.borgarblod.is

x

Nesfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.