Vesturbæjarblaðið - apr. 2021, Blaðsíða 6

Vesturbæjarblaðið - apr. 2021, Blaðsíða 6
6 Vesturbæjarblaðið APRÍL 2021 Tillaga skipulagsfulltrúa hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur að nýju deiliskipulagi fyrir Nýja Skerjafjörð var vísað til endanlegrar af greiðslu borgarstjórnar á fundi borgarráðs 25. mars sl. Gert er ráð fyrir að uppbygging Nýja Skerja fjarðar muni eiga sér stað í tveimur áföngum. Í fyrri áfanga verða 685 íbúðir auk leikskóla, grunnskóla, miðlægu bílageymsluhúsi, verslun, þjónustu og útivistarsvæðum. Samkvæmt til l ögunni verða nýjar vegtengingar til austurs, suður fyrir Reykjavíkurflugvöll, sem verða eingöngu ætlaðar almenningssamgöngum, gangandi og hjól andi vegfarendum. Nokkrar breytingar voru gerðar á deiliskipulags­ tillögunni eftir að athugasemdafresti lauk. Þær eru meðal annars að íbúðum var fækkað úr 690 í 685. Leiksvæðum var bætt við inn á uppdrætti og í skýringar. Hjólastígar voru útfærðir frekar. Sér afnotafletir eiga nú við um fleiri húsagerðir en raðhús. Skuggavörp voru uppfærð miðað við minni byggingarmassa svo auka mætti birtustig í inngörðum. Grasþökum í sérskilmálum var gefið meira svigrúm með vali á sjávarmöl og mýrargróðri í takt við náttúrulegt umhverfi á svæðinu. Nýja hverfinu fylgja einnig kostir fyrir eldri byggð í Skerjafirði þar sem það mun bjóða upp á ýmsa þjónustu sem ekki hefur verið til staðar. Má þar nefna verslun, skóla og félagsmiðstöð. Bílastæði í miðlægu bílastæðahúsi Öll bílastæði lóða verða í miðlægu bílastæðahúsi þar sem matvöruverslun og þjónusta verða á jarðhæð. Áætluð bílastæðaþörf í Nýja Skerjafirði gerir ráð fyrir einungis 0,7 bílastæði á íbúð enda gert ráð fyrir samnýtingu. Engin bílastæði verða innan lóða heldur í miðlægu bílastæðahúsi. Núverandi umferð um Einarsnes er um 3.000 bílar á sólarhring við vegamót Suðurgötu og Einarsness. Miðað við áætlaðan fjölda einkabíla í fullbyggðu hverfi má gera ráð fyrir að umferðin nemi um 9.000 bílum á sólarhring á sama stað sem telst hæfileg umferð og innan marka. Landfylling og tenging við almenningssamgöngur Í seinni áfanga er gert ráð fyrir mótun nýrrar strandar með landfyllingu og landmótun. Í hinu nýja skipulagi er lögð áhersla á forgang gangandi og hjólandi vegfaranda, hæga umferð og öflugar tengingar við almenningssamgöngur. Ný tenging fyrir Strætó verður lögð eftir framlengdu Einarsnesi suður fyrir flugbrautina við Fossvogsbrú og að Háskólanum í Reykjavík Skerðir ekki starfsemi Reykjavíkurflugvallar Nýi Skerjafjörður mun hvorki skerða starfsemi né nýtingu Reykjavíkurflugvallar. Húsin rísa á randbyggðum reitum á tveimur til fimm hæðum og laga sig þannig að hindrunarfleti flugvallarins. Samkvæmt rannsóknum EFLU og hollensku flug­ og geimferðastofnunarinnar mun íbúabyggðin ekki raska þjónustustigi flugvallarins nema að óverulegu leyti líkt og á við um núverandi byggð umhverfis flugvöllinn. Nýr Skerjafjörður í tveimur áföngum Þannig myndi nýr Skerjafjörður líta út fullbyggður. Opið virka daga 9 - 18 og helgar 10 - 18. Eiðistorgi 15 facebook.com/arnaisogkaffi Sjóvarnargarðurinn við Ánanaust endurbættur Á næst unni verður ráðist í end ur bætur sjóvarn argarðsins með fram Ánanaust um í vest ur bæ Reykja vík ur. Skipu lags full- trúi hef ur veitt Reykja vík ur borg fram kvæmda leyfi en fram- kvæmd ir eiga að hefjast í júní. Um er að ræða fram hald fyrri áfanga en sjóvarn argarður við Eiðsgranda var end ur bætt ur í fyrra haust. Þær fram kvæmd ir sem nú verður ráðist í ná til sjóvarn argarðsins þar sem hann ligg ur meðfram skólp dælu stöð og mót töku stöð Sorpu allt að at hafna­ svæði Lýs is hf. Vegna sjógangs hef ur göngu stíg ur inn við Sorpu verið lokaður und an far in miss eri. Útfærsl an á end ur gerð garðsins felst í upp rifi á nú ver andi sjóvarn argarði. Hann verður rifinn upp og því grjóti sem er þegar í garðinum verður endurraðað. Auk þess verður flutt meira grjót að garðinum svo unnt verði að byggja hann upp til sam ræm is við verkteikn ing ar. Upp rifið efni verður flokkað og end ur nýtt í bland við aðflutt efni frá ná læg um lag er um. Unnið við endurgerð sjóvarnargarðs við Eiðsgranda.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.