Vesturbæjarblaðið - Apr 2021, Page 15
15VesturbæjarblaðiðAPRÍL 2021
www.kr.is
Ægir Jarl Jónasson leikmaður mfl.ka KR
í fótbolta hefur framlengt samning sínum til
tveggja ára.
Ægir kom til KR frá Fjölni eftir tímabilið 2018
og hefur leiki 40 leiki í KR búningnum í deild og
bikar og skorað í þeim 10 mörk.
Ægir Jarl framlengir
um tvö ár
GETRAUNIR.IS
107
GETRAUNANÚMER KR
Þór ir Guðmundur Þor
bjarnarson eða Tóti Túrbó eins
og hann er stundum kallaður
mun spila með KR í Dominos
deildinni í körfubolta á loka
kafla tímabilsins. Þetta kemur
fram á karfan.is
Þórir hefur spi lað með
Nebraska Cornhuskers í fyrstu
deild bandaríska háskólakörfu
boltans undanfarin ár. Þórir er
22 ára gamall en hann var hluti
af þremur Íslandsmeistaraliðum
KRinga á árunum 2015, 2016 og
2017 áður en hann fór út í skóla.
Á síðasta tímabili sínu með KR
þá var Þórir með 10,2 stig og
3,5 fráköst að meðaltali á 22,1
mínútu í leik. Þórir spilaði 92 leiki
með Nebraska Corn huskers á
síðustu fjórum árum en átti sitt
besta tímabil í fyrra. Þá var hann
með 8,8 stig og 4,8 fráköst í leik
og hitti úr 37 prósent þriggja
stiga skota sinna. Í vetur var
hann með 3,9 stig og 3,1 fráköst
að meðaltali í leik en hann hitti
úr 29 prósent þriggja stiga
skotanna og 77 prósent vítanna.
Þórir er hávaxinn bakvörður og
spilar á vængnum. Hann býr nú
af fjögurra ára reynslu af banda
ríska háskólaboltanum og verður
góður liðstyrkur fyrir KRliðið.
Þórir með KR á lokakaflanum
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson.
Nýr KR búningur
frumsýndur
KR treyjan fyrir sumarið 2021 er komin. Hægt er að nálgast
treyjuna í KR búðinni og Jóa Útherja.
Leikmenn meistaraflokks karla og kvenna voru fengin til að
máta treyjuna og hér má sjá útkomunan.
BÍLAVIÐGERÐIR
GRANDA
FISKISLÓÐ 83 - 101 REYKJAVÍK
S: 562 5999 S: 669 5999
FALLEGIR LEGSTEINAR
Verið velkomin
Opið: 11-16
alla virka daga
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is