Vesturbæjarblaðið - mar. 2022, Blaðsíða 2

Vesturbæjarblaðið - mar. 2022, Blaðsíða 2
2 Vesturbæjarblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Eiðistorgi 13-15 • 172 Seltjarnarnes • Pósthólf 171 Rit stjóri: Þórður Ingimarsson • Sími: 893 5904 Netfang: thordingimars@gmail.com Auglýsingasími: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298 Heimasíða: borgarblod.is Net fang: borgarblod@simnet.is Framkvæmda- og aug lýs inga stjóri: Krist ján Jó hanns son Um brot: Valur Kristjánsson Prentun: Landsprent ehf. Dreif ing: Póstdreifing ehf. 3. tbl. 25. árgangur Vesturbæjarblaðinu er dreift í hvert hús í póstnúmerum 107, 102 og 101. Kynntar hafa verið niðurstöður úr verðlaunasamkeppni um framtíðarskipulag Lækjartorgs. Í tillögunum birtist glæsileg framtíðarsýn fyrir þennan borgarhluta sem árum saman hefur verið afskiptur. F lest bendir til að þessar hugmyndir muni verða að veruleika á næstu árum. Endurgerð Lækjartorgs er liður í því verkefni að endurreisa Miðborgina. S jávarsíðan hefur tekið miklum breytingum. Samfelld borgarbyggð ofan frá Rauðará vestur í Örfirisey hefur orðið til í stað götóttra borgarhluta. Með hugmyndum um endurgerð og framtíð Lækjartorgs verður enn fyllt í þá miðborgarmynd sem skapast hefur á umliðnum árum. Breyttur heimur Í upphafi ársins 2022 breyttist heimurinn. Um liðin aldamót virtist friðvænlegra í veröldinni en oft áður. Átaka svæði voru í Austurlöndum nær og arabíska vorið kom síðan en rann að mestu út í sandinn. Í upphafi árs réðust Rússar með hervaldi inn í nágrannaríkið Úkraínu. Þótt margir hafi trúað að Rússland yrði hluti hins friðsama heims eftir fall Sovétríkjanna var um skeið farið er bera á óróleika stjórnenda í Moskvu og einkum Pútsins forseta og hins innsta hring. Pútin og félagar voru farnir að sýna leynt og ljóst að hugur þeirra stæði til að ná einhverjum hluta hinna gömlu Sovétríkja undir Rússland. Þeir vildu forðast Vesturlönd og létu í ljósi sviða undan falli Sovétsins. Og nú varð ekki lengur beðið. Pútin að verða sjötugur sem er hár meðalaldur rússneskra karlmanna. Hann sá að hann hefði ef til vill ekki mikinn tíma til að ná markmiðum sínum um leppríki eða beina landvinninga. Og herinn var sendur af stað til að brjóta frjálsa Úkraínu á bak aftur. Nú er barist með grimmum og óhugnanlegum hætti í heitu stríði. Hvort sem því lýkur með sigri eða samningum er heimurinn breyttur. Rússland hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða. Langan tíma mun taka að vinna aftur það traust sem það þó naut. Lækjartorg MARS 2022 ALHLIÐA MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR www.husavidgerdir.is/hafa-samband info@husavidgerdir.is - Sími 565-7070 Finndu okkur á Fegrun og lenging líftíma steyptra mannvirkja er okkar áhugamál. Við höfum náð góðum árangri í margs konar múr- og steypuviðgerðum, múrfiltun, steiningu og múrklæðningum. Hafðu samband Við skoðum og gerum tilboð! Lengi hefur verið deilt um lóðir nokkurra einbýlishúsa við Einimel í Vesturbænum í Reykjavík. Sögu þessara deilna má rekja til þess að nokkrir húseigendur við götuna tóku landskika í fóstur eins og það er kallað. Þessar lóðir snúa að sundlaugartúninu við Vesturbæjarlaugina. Hugtakið að taka land í fóstur þýðir ekki eignarétt og geta lóðarhafar umræddra lóða því ekki skotið sér á bak við eignaréttarhugtakið. Lóðarhafar hafa þreifað fyrir sér um að fá lóðir sína stækkaðar sem nemur því landi sem þeir hafa tekið í fóstur og afmarkað með girðingum. Afstaða Reykjavíkurborgar til þess hefur þó verið neikvæð. Nú víkur svo við að borgin hyggst koma til móts við lóðarhafa og eigendur þessara húsa að nokkru leyti. Í nýlegri fundargerð skipulagsráðs Reykjavíkur var lögð fram tillaga að deiliskipulagi Vesturbæjarlaugar. Í tillögunni felst að lóðarmörk við Einimel 18 til 26 eru færð út sem nemur 3,1 metra og minnkar lóð Vesturbæjarlaugar sem því nemur samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdrætti frá Eflu frá 27. janúar 2022. Samkvæmt fundargerð skipulags- og samkomuráðs virðist ánægja með þess lausn meðal borgarfulltrúa á margra ára deilumáli og samþykkt hefur verið að vísa henni til borgarráðs. Ekki allir sammála Þessu eru ekki allir sammála. Hugmyndir að nýju deiliskipulag við Vesturbæjarlaugina er umdeilt á meðal íbúa sem sumir hverjir telja að verið sé að taka af borgarlandi og afhenda handhöfum einkalóða hluta af landi sem þeir hafa aðeins haft í fóstri. Með því sé verið að minnka sundlaugartúnið en einnig að í þessu felist verðmæt gjöf til handhafa þessara lóða. Íbúum í Vesturbæjarhópnum finnst til dæmis mörgum að borgin hefði átt að taka allt landið til baka án þess að lengja lóðir fólksins aðeins á móti. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, segir: „Við höfum litið svo á að þetta sé borgarland, þannig að samkomulagið snýst um að þetta hopi næstum því að lóðamörkunum sem við töldum vera og þau hafi þá heimild til að setja upp nýtt grindverk á hinum nýju lóðamörkum.“ Umdeild sáttatillaga við Einimel Sundlaugartúnið og Einmelurinn. Á myndinni sést hvernig íbúar þriggja húsa við Einimel hafa tekið land í fóstur. Um réttmæti þess hefur verið deilt. Einnig er deilt um þá tillögu skipulagsráðs að lóðamörk við Einimel 18 til 26 verði færð út sem nemur 3,1 metra. HÚSVERNDARSTOFA Fræðslustofa um viðhald og viðgerðir eldri húsa Ókeypis ráðgjöf í Árbæjarsafni alla miðvikudaga kl. 15 – 17 um viðhald og viðgerðir eldri húsa og á sama tíma í síma 411 6333

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.