Vesturbæjarblaðið - mar. 2022, Blaðsíða 10

Vesturbæjarblaðið - mar. 2022, Blaðsíða 10
10 Vesturbæjarblaðið MARS 2022 Bolludagur, sprengi- dagur og öskudagur Bolludagur, sprengidagur og öskudagur eru hátíðardagar í grunnskólunum. Í Vesturbæjarskóla mættu flestir í grímubúningi á öskudag, sem var miðvikudaginn 2. mars. Kennarar skipulögðu eitt og annað skemmtilegt í heimastofum og svo var skemmtun á Sólvöllum. Á öskudag voru hamborgarar í hádegismat og er öllum börnum skólans boðið í mat. Á bolludaginn máttu allir sem vildu koma með bollu í nesti í skólann og á sprengidag, þriðjudaginn 1. mars var saltkjöt og baunir í hádegismat en það er gamall þjóðlegur réttur Íslendinga. Frá Öskudeginum í Vesturbæjarskóla. Hundrað daga hátíð í Grandskóla Hundrað daga hátíð var haldið í Grandskóla á dögunum. Þá höfði sex ára nemendur eða fyrstubekkingar verið 100 daga í Grandaskóla. Farið var í skrúðgöngu um skólann, fjör var í íþróttasalnum, horft var saman á mynd og pizzuveisla í lokin. Hundrað daga hátíðin er ein af hefðum Grandaskóla. Skóla- og frístundaráð Reykja- víkur efnir til hvatningar- verðlauna fyrir leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarf á vegum borgarinnar ár hvert. Hagaskóli hlaut verðlaun fyrir verkefnið Lesskilning- ur. Verðlaunin voru afhent í byrjun mars á öskudagsráð- stefnu grunnskólakennara og stjórnenda. Forsaga þess er að á alþjóð­ legum degi læsis var nýju gagn­ virku lesskilningsverkfæri hleypt af stokkunum í Hagaskóla. Hug­ myndin að baki verkefninu er að til verði gagnvirkur lesskilnings­ vefur sem er í senn matstæki fyrir kennara og skólayfirvöld og æfinga tæki fyrir nemendur. Verkefnið byggir á þeim grunni að nemend ur séu alltaf að lesa texta við hæfi og geti með virkni unnið sig áfram í þrepum. Dómnefnd telur að leggja beri áherslu á lesskilning nemenda alla skólagönguna því hann er grunnur að öllu bóklegu námi. Hér er á ferðinni áhugaverð leið til að einstaklingsmiða þjálfun og leiðbeinandi mat á lesskiln­ ingi nemenda sem gefur bæði kennurum, skólayfirvöldum og nemendum upplýsingar um stöðu nemenda í lesskilningi og hvaða þætti þurfi að þjálfa betur. Markmið hvatningarverð­ launanna er að vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fram fer í skólum borgarinnar. Verðlaunin eiga að veita starfs­ fólki jákvæða hvatningu, ásamt því að við halda og stuðla að nýbreytni­ og þróunarstarfi. Verðlaunin eru viðurkenning fyrir vel unnin verk í þágu náms og kennslu og staðfesting þess að starfið sé fyrirmynd annarra. Að þessu sinni bárust 14 tilnefning­ ar vegna jafn margra verkefna. Tilnefningar nar sem bárust bera merki um þá miklu grósku sem er í skóla­ og frístundastarfi í borg­ inni þrátt fyrir erfiðar aðstæður í heimsfaraldrinum. Fulltrúi Hagaskóla tekur við viðurkenningunni. Hagaskóli hlaut hvatningarverðlaun Þrír nemendur Landakotsskóla hlutu íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmennta- borginni Reykjavík 2021. Þau eru Ágúst Minelga Ágústsson í 10. bekk, Anya Sara Ratanpal í 7. bekk og Ragnheiður Hafstein í 3. bekk. Verðlaunin voru afhent í Hörpu mánudaginn 21. febrúar. Í tilnefningu Ágústar til verðlaunanna segir: Fyrir miklar framfarir í íslensku og afar góðan lesskilning á þungum texta, til dæmis Gísla sögu Súrssonar. Í tilnefningu Önju til verðlaunanna segir: Fyrir góðan skilning á íslensku sem kemur fram í tilfinningu hennar fyrir flóknum hugtökum í ýmsum námsgreinum. Í tilnefningu Ragnheiðar til verðlaunanna segir: Fyrir að hafa náð að tileinka sér ólíka nálgun í textaskrifum og hafa ótrúlega gott vald á tungumálinu þrátt fyrir ungan aldur. Allir 67 verðlaunahafarnir fengu viðurkenningarskjal og bókina Ljóðaúrval með ljóðum Jónasar Hallgrímssonar í samantekt Böðvars Guðmundssonar. Afhending verðlaunanna er venjulega á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember en fór að þessu sinni fram á Alþjóða degi móður­ málsins 2022 þar sem fresta þurfti henni vegna heimsfaraldurs. Ágúst , Anya Sara og Ragnhe iður með viðurkenningarnar. Þrír hlutu íslenskuverðlaun Landakotsskóli Anna F. Gunnarsdóttir Löggiltur fasteignasali Lista og innanhús Stílisti 892 8778 anna@valholl.is Sturla Pétursson Löggiltur fasteignasali 899 9083 sturla@valholl.is Hrafnhildur B. Baldursdóttir Löggiltur fasteignasali BA í stjórnmálafræði 862 1110 hrafnhildur@valholl.is Nútímaleg, kraftmikil og framsækin fasteignasala sem byggir á áratuga reynslu starfsmanna! Snorri Snorrason Löggiltur fasteignasali 895 2115 snorri@valholl.is Pétur Steinar Jóhannsson Aðstoðarm. fasteingasala Snæfellsnesi 893 4718 petur@valholl.is Heiðar Friðjónsson Sölustjóri, löggiltur fasteignasali B.Sc 693 3356 heidar@valholl.is Ingólfur Geir Gissurarson Framkvæmdastjóri, lögg. fasteignasali, leigumiðlari 896 5222 ingolfur@valholl.is Hildur Harðardóttir Lögfræðingur, löggiltur fasteignasali, skjalagerð 897 1339 hildur@valholl.is Hólmfríður Björgvinsdóttir Ritari 588 4477 ritari@valholl.is Elín Viðarsdóttir Löggiltur fasteignasali 695 8905 elin@valholl.is Reykjavík | Snæfellsbæ | Höfn Hornafirði Síðumúla 27 | 588 4477 | www.valholl.is Fagleg þjónusta - Vönduð vinnubrögð

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.