Feykir


Feykir - 27.01.2021, Blaðsíða 4

Feykir - 27.01.2021, Blaðsíða 4
Hrafnhildur Guðnadóttir, eða Rabbý eins og hún er ævinlega kölluð, hefur reynt ýmislegt á knattspyrnuvellinum. Barnsskónum sleit hún á Siglufirði og sparkaði fótbolta í gríð og erg fyrir KS í yngri flokkum en aðeins 16 ára gömul var hún farin að leika í efstu deild með sameiginlegu liði Þórs Ak., KA og KS áður en hún kom á Krók- inn og lék með Stólum nokkur tímabil þar til hún munstraði sig árið 2009 í Pepsi-deildarlið KR. Þar lék hún sjö leiki og skoraði eitt mark. Ferilinn endaði hún svo í liði Tindastóls árið 2011, þá búinn að leika 96 leiki með þessum þremur liðum. Það er því ekkert undarlegt að hún hafi fengið þá spurningu í síðasta þætti hvort hún ætli að taka þátt í Pepsi Max ævintýri Tindastóls þetta tímabilið. Rabbý býr á Sauðárkróki og starfar sem hársnyrtir. Hvert er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? -Liverpool. Þegar ég byrjaði að fylgjast með fót- bolta var Robbie Fowler alveg frábær og þess vegna varð Liverpool fyrir valinu. Hvernig spáir þú gengi liðsins á tímabilinu? -Liverpool tekur titilinn annað árið í röð! Ertu sátt við stöðu liðsins í dag? -Já já, ágætlega sátt, það eru reyndar búin að vera alltof mörg jafntefli í leikjum sem þeir eiga að vinna. Svo er nú búið að vera ansi mikið um meiðsli í liðinu en vonandi fer þetta að lagast og þeir klára seinni hluta tímabilsins með stæl! Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? -Nei nei, það halda nú flestir í kringum mig með réttu liði, nema það að ég hef stundum þurft að ræða mjög alvarlega við son minn. Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? -Verð auðvitað að nefna Robbie Fowler (enda áhrifavaldur í mínu lífi:) en svo er það líka Messi. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? -Nei ekki ennþá. Ég fór til Barcelona 2015 að sjá hitt uppáhaldsliðið mitt spila og það var geggjað en ég stefni klárlega á að fara á Anfield næst. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? -Bara eitthvað smádót, trefil og könnu. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? -Sem betur fer hélt Helgi Rafn með Liverpool þegar við kynntumst svo uppeldið á börnunum átti að verða mjög auðvelt. En það hefur nú ekki alveg verið þannig því sá elsti er búinn að vera með vesen og þykist halda með einhverju öðru liði, miðjan okkar er Poolari og sá yngsti lofar góðu. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? -Nei, Liverpool verður alltaf liðið mitt. En mér finnst reyndar gaman að fylgjast með Wolves spila og held alltaf pínu með þeim. Uppáhalds málsháttur? -Sér grefur gröf þótt grafi. Einhver góð saga úr boltanum? -Þegar ég var 16 ára bjó ég á Sigló en var að spila með m.fl. Þórs á Akureyri og þurfti að mæta á æfingar þar þrisvar í viku og svo auðvitað leikir í hverri viku líka. Til að láta þetta ganga upp þá fékk ég mér vinnu í Rækjunni og tók bara næturvaktir allt sumarið. Við vorum fjórar stelpur frá Sigló sem spiluðum með Þór og fengum Yaris til að ferðast á saman. Þetta sumar er mjög eftirminnilegt og eitt af því skemmtilegasta. En svo verð ég að nefna að öll keppnisferðalögin sem maður hefur farið í með liðsfélögum voru jafn mikilvæg og skemmtileg eins og fótboltinn sjálfur. Einhver góður hrekkur sem þú hefur framkvæmt eða orðið fyrir? -Nei nei, ekkert sem mér dettur í hug til að segja frá. Spurning frá Konna Sigga Donna: -Ætlar þú að taka fram takkaskóna núna? Vera með í Pepsi Max ævintýrinu? -Það væri reyndar geggjað! ... en ég held að takkaskórnir mínir séu orðnir of gamlir og rykugir fyrir Pepsi Max. Hvern myndir þú vilja sjá svara þessum spurningum? -Halldór Halldórsson Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? -Er stefnan að horfa á næsta HM í fótbolta í Drangey? ( LIÐIÐ MITT ) palli@feykir.is Takkaskórnir of gamlir og rykugir fyrir Pepsi Max Hrafnhildur Guðnadóttir heldur með Liverpool Mikil íþróttafjölskylda, Rabbý, ein af bestu leikmönnum Stólanna í fótbolta, og kapteinninn í körfuboltaliði, Tindastóls Helgi Rafn Viggósson. Afleggjararnir, Rannveig Kara, Guðni Bent og Hlynur Orri, eiga eflaust eftir að gera góða hluti hjá Stólunum í framtíðinni. MYND AÐSEND AÐSENT | Steinn Kárason skrifar Eitt hundrað og tuttugu ár eru nú frá fæðingu Eyþórs Stefánssonar – tónskáldsins í Fögruhlíð. Eyþór Stefáns- son fæddist á Sauðárkróki 23. janúar 1901 og lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks 3. nóvember 1999, 98 ára að aldri. Eiginkona hans var Sigríður Anna Stefánsdóttir sem fæddist 29. september 1905 og lést 20. júní 1992. Um Sigríði eiginkonu sína sagði Eyþór á áttræðis- afmæli sínu að honum hefði hlotnast það happ að hafa eiginkonu við hlið sér öll þau ár sem mest á reið: „Konan mín stóð mér aldrei að baki,“ sagði hann, „hún stóð ætíð við hlið mér í öllum mínum störfum og studdi mig með ráðum og dáðum alla tíð.“ Faðir Eyþórs hét Stefán Sigurðsson og móðir hans hét Guðrún Jónasdóttir, þau voru systkinabörn, af svo- kallaðri Borgarætt. Eyþór var í barnaskóla og unglinga- skóla á Krókum og lærði að synda í sundpollinum í Sauðárgili. Sökum fátæktar og ann- arra aðstæðna átti Eyþór engan kost á að afla sér frekari menntunar, fyrr en veturinn 1928, að hann nam tónlist og leiklist í Reykjavík. Árið 1934 lá leið Eyþórs til Þýskalands til að læra tónlist, leiklist og „myndlist“. Eyþór Stefánsson hóf að semja tónlist rúmlega tvítug- ur. Hann hefur samið um 70 sönglög og aðra tónlist af ýmsu tagi. Hjá Ríkisútvarp- inu eru skráðar yfir 200 upptökur að lögum hans. Eyþór var frímúrari og einn af stofnendum Frí- múrara – fræðslustúkunnar Mælifells á Sauðárkróki. Hann starfaði innan vé- banda St. Jóh. St. Rúnar á Akureyri og samdi stúkulag Rúnar. Árið 1941 tókst Eyþóri og félögum að stofna nýtt leik- félag á Króknum, sem þó má segja að sé endurvakning Leikfélags Sauðárkróks, sem var stofnað 13. apríl 1888. Eyþór var afburða upples- ari og hafði hljómfagra rödd. Hann lék og leikstýrði fjölda verka til ársins 1976 er hann steig síðast á svið en þá hafði hann leikið 118 hlutverk fyrir Leikfélag Sauðárkróks. Eyþór var á langri ævi einn helsti menningarfröm- uður Sauðkrækinga og Skagfirðinga allra og var sýndur margháttaður sómi um ævina. Hann var heiðursborgari Sauðárkróks og var heiðursfélagi í mörg- um félögum á Sauðárkróki og í Tónskáldafélaginu. Hann var sæmdur gullmerki frá Félagi íslenskra leikara og stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að menningarmálum á Sauðárkróki Steinn Kárason Eyþór Stefánsson – tónskáldið í Fögruhlíð Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og KPMG bjóða til gagnvirks fræðslufundar um COVID úrræði stjórnvalda næst- komandi föstudag, 29. janúar. Flutt verður stutt framsaga um helstu úrræðin sem eru í boði auk þess sem þátttakendum gefst færi á að spyrja sérfræðinga KPMG út í einstök atriði. Hugmyndin er að takmarka fjölda þátttakenda við 30 manns í von um gagnvirkt samtal þátttakenda og sérfræðinga KPMG. Sjá nánar á ssnv.is þar sem skráning fer fram. /FE SSNV Fróðleiksfundur um COVID úrræði stjórnvalda 4 04/2021

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.