Feykir


Feykir - 27.01.2021, Blaðsíða 8

Feykir - 27.01.2021, Blaðsíða 8
 Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Ingólfur Ómar sem leggur okkur til fyrstu vetrarvísurnar í þennan þátt. Garri tíðum gellur hátt galdur stríðan þylur. Veldur kvíða virkir mátt vonsku hríðarbylur. Geisar víða vonskuhríð veldur tíðum streði. Vetrartíð og veirustríð varnar lýðum gleði Foldin stynur föl á brá frostið læsir klónum. Emja freðin ýlustrá úti í köldum mónum. Er svo heppinn að eiga í dóti mínu ágætar vísur eftir okkar góða vísnavin og gleðimann, Reyni Hjartarson. Læt nú loks verða af því að gera þeim nokkur skil. Þegar hann, eins og stundum er sagt, komst nálægt því að nálgast aldur launamanna varð þessi til: Létt hefur á lífsins raun ei lengur þarf að bíða. Ég er að fara á ellilaun og engu þarf að kvíða. Þegar við, Íslandsbörn, þurftum að lifa ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur orti Reynir: Ó, þessi blessuð bifukolla bláhvítan sinn hristir haus. Hún er eins og riðurolla röltir um þingið sinnulaus. Einhverju sinni þegar nálgaðist alþingiskosningar orti Reynir: Ég atkvæðinu varla veld veðrin seint mun rofa því allir svíkja að ég held öllu sem þeir lofa. Á góðum degi fór Reynir með vinafóki á veitingastað. Einn úr hópnum þurfti skyndilega að fara á salerni og er hann kom til baka var þessi vísa tilbúin hjá Reyni: Kom hann til baka úr kamarsför kátur af brenndum vínum, gyrtur í brækur með glott á vör gangandi í hægðum sínum. Síðastliðna vetur hefur blossað upp hugsjón sem kennd er við Mottumars sem er átak á vegum Krabbameinsfélagsins. Hvatt var þar til þess að karlar söfnuðu skeggi en lítið minnst á konur í því sambandi. Tek heilshugar undir þessa tillögu Reynis. Nú finnst mér skeggið fyrir bí og flest þar hrunið kringum því komi næst að keppt sé kvenna þríhyrningum. Það er Sigurlína Hermannsdóttir sem segir í næstu limru frá sannsögulegum atburði. Vísnaþáttur 776 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) frida@feykir.is Heillaður starð´ann á Hrönn sem var helvíti lekker og grönn. Hann stökk hana svo stelpunni brá og þá vöfðust þeim tungur um tönn. Kannski er nútímafólk hætt að kunna þessa þekktu vísu gamla Matthíasar Jochums- sonar: Bráðum kveð ég fold og Frón fer í mína kistu, rétt að segja sama flón sem ég var í fyrstu. Sigurður Jónsson frá Haukagili var þekktur hagyrðingur og vísnasafnari á sinni tíð. Bróðir hans, Björn, var einnig góður hagyrðingur og mun þessi eftir hann, sem glöggt má sjá að gerð er í svörtu skammdegi. Muna þyngir minn, er sest myrkur kringum hreysið en tvíllaust þvinga tel ég mest tilbreytingarleysið. Jónas Jónasson er sagður höfundur að þessari skrýtnu hringhendu Hug við vendum varúðar virðum bendum fremur, fyrr en endir ævinnar oss að hendi kemur. Trúlega er þetta skammdegisvísa sem kemur hér næst. Höfundur Lára Árnadóttir frá Húsavík. Langar nætur ljósið brást lítið bætir trúin. Festi rætur eitruð ást öll er kæti flúin. Það er Einar Karl, áður bóndi á Fljótsbakka, sem er höfundur að þessari. Veit því miður ekki tilefni hennar. Sér í Moggann Bjarni brá bjó til stiklur þvert um svaðið. Stökum, hálum steinum á staulaðist yfir hundasvaðið. Sá góði vinur og félagi hér áður fyrr á mótum hagyrðinga, Jakob Jónsson á Varmalæk, mun hafa verið á heimleið frá jarðarför er hann orti svo: Í fjarska heyrði ég óminn af innantómu tali um trú og von og kærleik og Drottins gullnu sali. En einhvern veginn fundust mér vera þörfust verkin að vekja upp þann dauða en moka yfir klerkinn. Gott er enn að ná því marki að setja saman þátt fyrir blaðið okkar. Gott að enda nú með þessari auðskildu vísu Ragnhildar Einarsdóttur: Ef þú vaknar volandi og vömbin eitthvað skrýtin. Fjandi er það freistandi að fá sér þá einn lítinn. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 Nú þegar tvítugsafmælið mitt nálgast óðum, ásamt fleiri tímamótum, þá hef ég mikið verið að hugsa til baka. Það er eflaust undarlegt fyrir marga að velta sér upp úr slíku um tvítugt þegar maður er rétt að komast á fullorðinsárin, en ég held það sé mikilvægt upp á hvað maður velur að taka með sér áfram út í lífið. Ég er langyngst systkina minna og ólst því upp sem eina barnið á heimilinu. Ég fór heldur ekki í leikskóla, sem hafði sína kosti og galla. Það olli til dæmis mikilli tilvistarkreppu þegar ég var sex ára og var að byrja í skóla, þá áttaði ég mig á þeirri hræðilegu ÁSKORENDAPENNINN | palli@feykir.is Þórdís Eva Einarsdóttir Grænuhlíð Austur–Húnavatnssýslu Tímamót Þórdís Eva Einarsdóttir. MYND AÐSEND þær voru nokkrar en ég kláraði nú reyndar enga af þeim. Ætli það hafi samt ekki sýnt sig mest í vinafjölskyldunni sem ég átti. Ég hef heyrt því fleygt að kannski hafi þetta verið huldufólk en ég efast nú um það, þau eru allavega fyrir löngu hætt að heimsækja mig. Þetta var mjög stór fjölskylda sem ég varði miklum tíma með. Foreldrarnir hétu Holdigobbi og Karotta og áttu 16 börn. Ég man ekki nöfnin á börnunum nema einni unglingsstelpunni sem hét Tunga. Þau óku um á rútu sem var svo stór að þegar hún beygði heim afleggjarann fannst mér sem afturendinn sveiflaðist út fyrir veginn. Þau áttu hvorki meira né minna en tvö hesthús heima og skiptu þeim á milli sín. Til að komast í hesthúsið hennar Karottu þurfti ég að labba á milli stólpanna á rafmagnsstaur niðri á túni, þar voru dyrnar sem gengið var inn í hesthúsið. Hesthúsið hans Holdigobba var undir heyvagni og fór ég oftar þangað. Þetta var indælisfólk. Þegar ég hugsa til baka er óhjákvæmilegt að hugsa um pabba minn, en hann dó árið 2017, þegar ég var 16 ára. Þær minningar sem mér hefur fundist vega mest eru frá því ég var lítil, smáatriði og hversdagslegar venjur. Eins og að fara saman að gefa kindunum, vera með honum í bæði traktor og bíl þar sem hann kenndi mér ýmsar barnavísur sem ég svo lærði utan að og fór oft með. Eitt vorið í traktornum kenndi hann mér lagið um lóuna og ég söng það hástöfum fyrir hann. Þegar ég var mjög lítil rúlluðum við bolta á milli okkar á eldhúsgólfinu og ég man hvað mér fannst gaman þegar ég hljóp í fangið á honum og hann lyfti mér hátt upp í loft. Það er því í raun ekki flókið hvað það er sem ég tek með mér inn í fullorðinsárin, ég tek pabba minn með mér. - Ég skora á Gunnlaugu Kjartansdóttur að verða næsti penni. staðreynd að ég myndi aldrei aftur hafa heilan vetur þar sem ég gæti bara leikið mér. Þegar ég var að alast upp þurfti ég því að reiða mig á sjálfa mig og ímyndunaraflið. Ímyndunaraflið sýndi sig til dæmis í bókunum sem ég byrjaði að skrifa, 8 04/2021

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.