Feykir


Feykir - 10.03.2021, Blaðsíða 4

Feykir - 10.03.2021, Blaðsíða 4
Blönduósbær auglýsir stöðu leikskólastjóra lausa til umsóknar. Stefnt er að því að ráða í stöðuna frá og með 1. júní næstkomandi eða eftir nánara samkomulagi. Leitað er að faglegum leiðtoga með mikinn metnað sem leggur áherslu á velferð og framfarir barna í góðu samstarfi við starfsfólk og foreldra, er lausnamiðaður og hefur skýra framtíðarsýn um að viðhalda öflugu leikskólastarfi. Leikskólinn er fimm deilda skóli með um 70 leikskólabörn frá 8 mánaða aldri. Einkunnarorð leikskólans er leikur – gleði – virðing. Barnabær hefur unnið með þróunarverkefnið Málþroski og læsi – færni til framtíðar og innleiðir nú hugmyndafræðina um jákvæðan aga. Haustið 2021 munu starfsmenn leik- og grunnskóla í Austur Húnavatnssýslu innleiða þróunarverkefnið Lærdómssamfélagið. Helstu verkefni og ábyrgð: • Stýrir og ber ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi leikskóla • Faglegur leiðtogi sem mótar framtíðarsýn í samræmi við skólastefnu Blönduósbæjar, aðalnámskrá leikskóla og lög um leikskóla • Ber ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, starfsþróun og vinnutilhögun • Tekur þátt í samstarfi við aðila skólasamfélagsins Menntunar og hæfniskröfur: • Leyfisbréf leikskólakennara, skv. núgildandi lögum, er skilyrði • Viðbótarmenntun á sviði stjórnunar- og/eða menntunarfræða. • Kennslureynsla á leikskólastigi • Leiðtoga- og stjórnunarhæfni, reynsla af stjórnun kostur • Framúrskarandi samkiptahæfni og jákvætt viðmót • Sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði og faglegur metnaður • Þekking á rekstri, áætlanagerð og fjármálastjórnun kostur • Almenn tölvukunnátta og góð íslenskukunnátta • Hreint sakavottorð, skv. lögum um leikskóla Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ (Félags stjórnenda leikskóla). Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf sem tilgreinir m.a. ástæður umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Afrit af prófskírteini og leyfisbréfi skal fylgja umsókn. Umsækjendur af öllum kynjum eru hvattir til þess að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 25. mars 2021 Nánari upplýsingar um starfið veitir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar. Umsókn ásamt fylgigögnum skal skila á netfangið valdimar@blonduos.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Leikskólastjóri óskast til starfa við leikskólann Barnabæ á Blönduósi N Ý P R EN T eh f. | 0 32 02 1 Hnjúkabyggð 33 I 540 Blönduósi I Sími 455 4700 I blonduos.is CMYK% Cyan = 100 / Magenta = 75 / Yellow = 2 / Black = 18 Cyan = 45 / Magenta = 14 / Yellow = 0 / Black = 0 GRÁSKALI Black = 40% Black = 100% PANTONE PANTONE 278 C PANTONE 287 C Logo / merki BJÖRGVIN SIGURÐSSON | GRAPHIC DESIGNER FÍT ÁSVEGI 17 | 104 REYKJAVÍK | ICELAND T: +354 588 3436 | M: +354 663 0677 | E: 2b@internet.is Bæjarskrifstofa Blönduósbæjar Hnjúkabyggð 33 540 Blönduós Sími: 455 4700 blonduos.is Aðalfundur Félags kúabænda í Austur-Húnavatnssýslu var haldinn 18. febrúar síðastliðinn í sal Búnaðarsambandsins. Venjuleg aðalfundarstörf, verðlaunaafhending og erindi gesta voru á fundinum. Á Húni.is kemur fram að Margrét Gísladóttir, fram- kvæmdastjóri LK, hafi mætt á fundinn og hefur með erindi um nýtt félagskerfi og fleira. Auður Ingimundardóttir hjá RML var með erindi upp úr skýrsluhaldinu á landsvísu. Formannaskipti urðu í félaginu og lét Linda Björk Ævarsdóttir, Steinnýjarstöðum, af störfum og Ingvar Björnsson á Hólabaki tók við. Verðlaun voru veitt fyrir árið 2019 sem veita átti á uppskeruhátíð bænda síðastliðið haust sem var felld niður. Afurðahæsta bú síðasta árs var Brúsastaðir en meðalnyt eftir 47,0 árskýr var 8.292 kg. Þyngsta nautið var í eigu Eiðs Magnússonar, Miðhúsum, og reyndist fallþungi 394,1 kg og flokkaðist í UN R+ 3-. Hæst dæmda kýrin var Glóð 0453 á Hólabaki með 94,2 stig og sú nythæsta reyndist vera Korna á Brúsastöðum með 12.210 kg. Sjá nánar á Huni.is. /PF Félag kúabænda í Austur-Húnavatnssýslu Brúsastaðir afurðahæsta búið Í lok febrúar var fjórum kindum komið til byggða af Auðkúluheiði en þær fundust fyrir algera tilviljun. Á Facebooksíðu Jóns Kristófers Sigmarssonar, bónda á Hæli á Ásum í Húnavatnshreppi, voru þar á ferð tvær mórauðar gimbrar, einn hvítur lamb- hrútur og golsóttur sauður. Voru þær í óvenju góðu standi. Jón Kristófer segir í samtali við Feyki að fjölskyldan hafi farið rúnt á snjósleðum fram að Réttarhól, sem er þó nokkuð langt fram á heiði, og hafi kindurnar allt í einu rokið upp við Fellakvísl. Líklega hafi þær verið að naga í bakkanum. Jón segist ekki hafa haft nein tök á að taka kindurnar þá en fór við annan mann daginn eftir og tókst að ná þeim fljótlega á sleða og þeim keyrt heim. „Þær hafa verið á beit í Melbrigðu, eins og kallað er. Melbrigða er ófær mýri eða votlendi að sumri til en störin stendur upp úr og svo standa skepnurnar á ísnum og éta störina ofan af og var kannski líkt og Björn Eysteinsson beitti í gamla daga er hann bjó á Réttarhóli. En skepnurnar voru í ótrúlega góðu standi miðað við það að ekki var í dökkan díl að sjá þegar ég kom þarna fyrri daginn,“ segir Jón Kristófer. Hann segir um algjöra tilviljun að ræða með fjárheimturnar en segist þó alltaf á útkíkki þegar farið er upp á heiði og einnig hafi það komið á óvart að rjúpnaskyttur skyldu ekki verða varar við féð. /PF Fjórar kindur af Auðkúluheiði Í óvenju góðu standi „Lengi von á einni,“ skrifar Jón Kristófer á Facebooksíðu sína en hér sjást kindurnar fjórar sem heimtust af fjalli á dögunum. MYND: JÓN KRISTÓFER SIGMARSSON. Mánudaginn 1. mars síðast- liðinn skrifaði Verkís verkfræði- stofa undir leigusamning við Ámundakinn ehf. vegna skrifstofuhúsnæðis að Húnabraut 13 á Blönduósi. Þar hefur Verkís nú þegar opnað skrifstofu og er stefnt að því að hún verði opin einu sinni í viku að jafnaði og jafnvel oftar ef þörf þykir. Starfsmaður Verkís á Sauðárkróki, Magnús Ingvars- son, mun sinna skrifstofunni til að byrja með en ætlunin er að ráða starfsmann sem hefur aðsetur á Blönduósi og að skrifstofan verði því opin alla daga vikunnar. Þessir starfs- menn eru síðan studdir öflugum starfsmönnum Verkís, annars staðar á landinu, sem gerir þeim þannig kleift að veita þjónustu á breiðum grunni í fjölbreyttum verkefnum, bæði stórum sem smáum. Verkís hefur horft sérstaklega til þess að efla þjónustu sína á Norðurlandi vestra á undan- förnum misserum og er opnun skrifstofu á Blönduósi liður í þeirri viðleitni. /Fréttatilkynning Blönduós Verkís opnar skrifstofu Jóhannes Torfason, framkvæmdastjóri Ámundakinnar, afhendir Ragnari Bjarnasyni, útibússtjóra Verkís á Norðurlandi, lykla að húsnæðinu. AÐSEND MYND.IS Í úthlutun Framkvæmda- sjóðs ferðamannastaða fyrir árið 2021 fékk Húnavatns- hreppur 51.500.000.- kr. til uppbyggingar á Þrístöpum, aðkomusvæði, bílastæði, stígagerð og fræðsluskilti. Á heimasíðu sveitarfélags- ins kemur fram að styrkurinn sé veittur til að ganga frá aðkomuplani með grjót- pollum, cortenstálhliði og girðingu, hellulögn og tilheyrandi jarðvinnu. Hlað- inn verður 23 metra langur og 0,8 m hár veggur við áningarstaðinn og hellulagður áningarstaður með náttúru- steini. Göngustígur um minjasvæðið verður hellu- lagður og fræðsluskilti sett upp. /PF Framkvæmdasjóður ferðamannastaða Þrístapar fá styrk Ert þú áskrifandi? 4 10/2021

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.