Feykir - 10.03.2021, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F
Lið Tindastóls hefur spilað tvo
leiki síðustu vikuna og fylgdi
tapi gegn Stjörnunni eftir með
töpum gegn ÍR og KR. Liðið er
enn í áttunda sæti Dominos-
deildarinnar með tíu stig en þrjú
lið eru með átta stig og því
kristaltært að Tindastólsmenn
þurfa að fara vinna leiki ef ekki á
illa að fara. Næstu tveir leikir eru
úti gegn Njarðvík og Val.
ÍR – Tindastóll 91–69
Síðastliðinn fimmtudag spiluðu
strákarnir gegn liði ÍR í Breið-
holtinu, mikilvægur leikur og í
raun ekkert annað en sigur á
dagskránni. En það er því miður
varla hægt að segja að Stólarnir
hafi mætt til leiks og heimamenn
unnu þægilegan 22 stiga sigur
sem var aldrei í hættu. Lokatölur
voru 91-69.
Stólarnir héldu í við gestina
fyrstu fimm mínúturnar en
síðan skildu leiðir. Varnarleikur
Tindastóls hefur ekki verið til
útflutnings í vetur og það
versnar í því þegar skytturnar
virðast ekki sjá körfuna en skjóta
samt. Staðan var 31-17 að lokn-
um fyrsta leikhluta og það var
ekki mikið í spilunum sem benti
til þess að Stólarnir næðu að
klóra í bakkann lengi framan af
öðrum leikhluta. ÍR náði 15
stiga forystu, 38-23, en körfur
frá Brodnik og Pétri löguðu
stöðuna og þristur frá Tomsick
kom muninum undir tíu stigin
fyrir hálfleik. Staðan 45-37.
Einhverjir vonuðust efalaust
til þess að ágætar mínútur undir
lok fyrri hálfleiks væru bara
byrjunin á góðum leik Tinda-
stóls en því fór fjarri, þriðji
leikhluti var því miður nánast
kópering á þeim fyrsta.
Jaka Brodnik var atkvæða-
mestur í liði Tindastóls með 17
stig og átta fráköst, Tomsick var
með 15 stig, öll eftir 3ja stiga
skot en Nick var nánast eini
Stóllinn með lífsmarki utan 3ja
stiga línunnar. Aðrir leikmenn
settu niður tvær 3ja stiga körfur
í 22 tilraunum og liðið með 18%
nýtingu utan 3ja stiga línunnar.
Tindastóll – KR 99–104
KR-ingarnir hans Darra Atla-
sonar mættu í Síkið nú á sunnu-
daginn og vonuðust stuðnings-
menn Tindastóls til þess að sínir
menn hristu af sér slenið. Það
má raunar segja að þeir hafi gert
það en dugði þó ekki til að þessu
sinni því Vesturbæingar fóru
heim með stigin tvö eftir að hafa
sigrað 99-104.
Leikurinn var fjörugur, hníf-
jafn og æsispennandi og lá við
að liðin væru í endalausu
faðmlagi allan leikinn. Það voru
þó gestirnir sem voru yfirleitt
skrefinu á undan. Lið Tindastóls
komst nokkrum sinnum yfir í
leiknum en Vesturbæingarnir
voru jafnan fljótir að grípa
frumkvæðið á ný. Staðan í
hálfleik var 43-49 en Tinda-
stólsmenn sýndu góðan leik í
þriðja leikhluta, komust fjórum
stigum yfir, 63-59, upp úr
miðjum leikhlutanum og voru
enn yfir þegar fjórði leikhluti
hófst, 75-73. Bjössi Kristjáns og
Tyler Sabin voru Stólunum
erfiðir í byrjun fjórða leikhluta
og náði KR átta stiga forystu
eftir fjögurra mínútna leik.
Mestur varð munurinn ellefu
stig þegar tvær mínútur voru
eftir en tveir snöggir þristar frá
Tomsick hleyptu spennu í leik-
inn. Brodnik fékk síðan tvö víti
og minnkaði muninn í þrjú stig,
95-98, en Stólarnir voru ekki
nógu skynsamir í varnarleikn-
um í næstu sókn KR og gestirnir
sigldu sigrinum í höfn.
Flenard Whitfield, nýr Kani
Tindastóls, var nokkuð óvænt
mættur til leiks og átti fínan leik.
Þær 27 mínútur sem hann
spilaði vann lið Tindastóls með
tíu stiga mun. Kappinn gerði 22
stig og hirti 16 fráköst. Tomsick
var þó stigahæstur með 27 stig,
þar af setti hann niður sjö þrista
í 14 tilraunum. Skotnýting Stól-
anna utan 3ja stiga línunnar var
ágæt í leiknum, 40%, en eyði-
merkurganga Péturs utan land-
helginnar hélt því miður áfram í
gær. Pétur var með sex stig í
leiknum en níu fínar stoðsend-
ingar. Shawn Glover var ekki á
skýrslu hjá liði Tindastóls. Tyler
Sabin átti frábæran leik fyrir KR
og virðist hafa gaman af því að
spila gegn Stólunum. Hann
gerði 36 stig í leiknum.
Lið Tindastóls sýndi á köfl-
um ágætan leik en þeir voru
ekki nógu góðir til að vinna
sprækt lið KR. Í viðtali við
Körfuna kvaðst Helgi Rafn
fyrirliði viss um að þetta færi að
smella hjá Stólunum, hann var
ósáttur við að fá á sig 104 stig og
fúll yfir því að KR skoraði 31 stig
í fjórða leikhluta. Hann sagði að
Flenard liti vel út en félagar hans
hittu hann fyrst tveimur tímum
fyrir leik að lokinn sóttkví. Síðan
smellti fyrirliðinn í eitt gamalt
og gott áfram gakk! /ÓAB
Dominos-deildin
Þrjú töp Tindastóls í röð
Flenard Whitfield sýndi góða takta í Síkinu á sunnudagskvöldið en það dugði ekki til. MYND: HJALTI ÁRNA
Það var fjör á KS-vellinum á
Króknum á laugardag þegar
kvennalið Tindastóls tók á
móti liði FH í Lengjubik-
arnum. Leikurinn minnti
svolítið á sumarið 2019 hjá
Stólastúlkum, þær skoruðu
helling af mörkum og fengu
helling á sig en lokatölur, eftir
mikla dramatík á lokamínút-
unum þar sem víti fór í
súginn, voru 4-5 fyrir gestina.
Lið FH komst snemma
leiks í 0-2 en Bryndís Rut
minnkaði muninn. FH svar-
aði í hvelli en Murielle sá til
þess að staðan var 2-3 í hálf-
leik. Gestirnir voru snöggir að
bæta við tveimur mörkum í
síðari hálfleik en heimastúlk-
ur gáfust ekki upp. Laufey
setti boltann í þverslá úr
aukaspyrnu en stuttu síðar
skoraði Krista Sól fínt mark.
Fimm mínútum síðar nýtti
María Dögg sér mistök mark-
varðar gestanna og minnkaði
muinn í eitt mark, 4-5. Í upp-
bótartíma klikkaði María á
víti og stigin fóru suður í
Hafnarfjörð.
Nágrannaslagur
Tindastóll og Knattspyrnu-
félag Fjallabyggðar mættust í
B-deild Lengjubikarsins á KS-
vellinum á sunnudag. Leikið
var við skínandi fínar að-
stæður en það voru gestirnir
sem voru heldur sterkari
aðilinn í leiknum en lið KF
spilar í 2. deild en Stólarnir í
þeirri þriðju. Jafnt var í hálf-
leik en eftir æsilegan kafla um
miðjan síðari hálfleik fækkaði
í liði Tindastóls og gestirnir
náðu að landa sigri, 2-3.
Það var Addi Ólafs sem
gerði bæði mörk Tindastóls í
leiknum en Oumar Diouck
gerði sömuleiðis tvö mörk
fyrir KF. Atli Snær gerði
sigurmark leiksins um tíu
mínútum fyrir leikslok. /ÓAB
Lengjubikarinn í knattspyrnu um helgina
Aftur tvö töp Tindastóls
Það var hörkuleikur í Síkinu
þegar Stólastúlkur tóku á
móti liði Grindavíkur í 1. deild
kvenna í körfunni. Leikurinn
var allan tímann jafn og
spennandi en mesti
munurinn á liðunum var átta
stig, Grindvíkingum í vil, í
upphafi fjórða leikhluta.
Stólastúlkur snéru taflinu við í
framhaldinu og unnu lokaleik-
hlutann 21-13 og það dugði til
mikilvægs sigurs. Lokatölur
62-59.
Feykir spurði Árna Eggert,
þjálfara Tindastóls, að því
hvort þetta hefði verið
sæmilegur leikur og svarið lét
ekki á sér standa: „Já hann var
virkilega flottur. Ég gæti ekki
verið stoltari af þeim en ég er
akkúrat núna!“
Eva Rún var stigahæst með
20 stig, Marín Lind gerði 16
stig auk þess sem hún skilaði
sjö fráköstum og fimm stoð-
sendingum. Eva Wium var
nýstigin upp úr veikindum og
hún skilaði 11 stigum en
spilaði rétt rúmlega hálfan leik.
Þá tók Inga Sólveg tíu fráköst í
leiknum. Sennilega má segja
að leikurinn hafi unnist á
vítalínunni þar sem heima-
stúlkur nýttu 13 af 15 víta-
skotum sínum á meðan gest-
irnir settu aðeins niður 14 af 25
vítum sínum. Þá unnu Stóla-
stúlkur frákastabaráttuna 49-
38 og munar um minna. /ÓAB
1. deild kvenna | Tindastóll – Grindavík 52– 59
Flottur sigur Stólastúlkna
á liði Grindavíkur
Addi Ólafs gerði bæði mörk Tindastóls og átti fína spretti.
MYND: ÓAB
10/2021 5