Feykir


Feykir - 22.09.2021, Qupperneq 9

Feykir - 22.09.2021, Qupperneq 9
Eyjólfur Ármannsson Oddviti í Norðvesturkjördæmi Hleypum lífi í sjávarbyggðirnar! Leyfum frjálsar handfæraveiðar. Þær setja fiskastofna aldrei í hættu. Stórátak í samgöngum. Bættar samgöngur efla atvinnulíf og auka hagvöxt. Útrýmum fátækt. Afnemum tekjuskerðingar á elli- og örorkulífeyri. Krefjumst réttlætis fyrir alla í ríku landi. Guðni Þór og Óskar Smári í spjalli „Umgjörð liðsins verið til fyrirmyndar“ Þjálfarar kvennaliðs Tindastóls, Guðni Þór og Óskar Smári, eftir síðasta leikinn í Pepsi Max deildinni. Fall staðreynd en menn stoltir af liðinu engu að síður. MYND: ÓAB Í síðustu viku varð ljóst að hvorugur þjálfara kvennaliðs Tindastóls yrði áfram með liðið. Guðni Þór Einarsson er fluttur suður en síðan tók stjórn knattspyrnudeildar þá ákvörðun að endurnýja ekki samning við Óskar Smára Haraldsson. Feykir ræddi við þá báða og birti ítarleg viðtöl við þá á netinu. Guðni var m.a. spurður um hvað væri eftirminnilegast frá þeim fjórum árum sem hann kom að þjálfun liðsins og það stóð ekki á svari. „Þegar við tryggðum okkur sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins og okkar tími í efstu deild verður lengi í minnum hafður. Eftir sumarið stendur ómetanleg reynsla fyrir alla sem koma að liðinu. Það höfðu ekki margir trú á okkur fyrir tímabilið og okkur spáð miklum hrakförum en þrátt fyrir þá spádóma þá höfðum við mikla trú á að við gætum haldið sæti okkar í deildinni. Við teljum okkur hafa sannað að liðið eigi heima í efstu deild og það var frábært að sjá okkar uppöldu heimastelpur sanna sig sem góðir efstu- deildarleikmenn. Fyrir félagið í heild ætti þetta að vera góð hvatning til að halda áfram þessari góðri uppbyggingu sem átt hefur sér stað síðustu ár. Það er góður efniviður í yngri flokkum félagsins og framtíðin getur verið mjög björt ef haldið er rétt á spilunum.“ Hver telur þú að hafi verið mikilvægasti þátturinn í þessu óvænta ævintýri Stólastúlkna, hvers vegna náðist þessi árangur? „Það þarf samspil margra þátta til að svona ævintýri verði að veruleika og undirbúningurinn tók mörg ár að þróast með góðu yngri flokka starfi í gengum árin. Ákveðin hugarfarsbreyting átti sér stað og unnið var markvisst að því að skapa gott umhverfi til að halda áfram uppbyggingu liðsins.“ Guðni segir að uppbygging leikmannahópsins hafi verið annar mikilvægur þáttur. „Í bland við unga efnilega leik- menn eru reynsluboltar sem hafa spilað saman í mörg ár og svo fengum við frábæra styrk- ingu í erlendum leikmönn- unum sem hafa fylgt okkur síðustu ár sem hafa gefið mikið af sér til allra leikmanna liðsins. Svo hefur umgjörð liðsins verið til fyrirmyndar og hefur öflugt kvennráð starfað í kringum liðið undir forystu Helgu Eyjólfs sem hefur unnið ómetanlegt starf fyrir félagið.“ Ofboðslega gaman! Eins og kunnugt er féll lið Stólastúlkna úr efstu deild í haust. Óskar Smári var spurður að því hvort það hafi verið eitthvað sem þjálfurunum fannst að þeir hefðu getað gert betur. „Já, alveg klárlega. Við tókum okkur reglulega í naflaskoðun, fórum yfir hvað við hefðum getað gert betur og reyndum að lagfæra það. Við vissum fyrir sumarið að þetta yrði erfitt tímabil, það yrðu erfiðir leikir en okkur fannst stelpurnar standa sig feikilega vel og eiga allt það hrós skilið sem þær hafa fengið.“ Hvernig fannst þér sumarið með Stólastúlkum, var þetta spennandi og skemmtilegt eða erfitt og stressandi? „Mér fannst þetta ofboðslega gaman. Vissulega mikill tilfiningarússi- bani oft á tíðum, við fórum hátt upp eftir sigra, langt niður eftir töp en þegar öllu er á botninn hvolft þá bara var þetta tímabil ofboðslega skemmtilegt með þessum frábæra hópi,“ segir Óskar Smári. Báðir vilja þeir Guðni og Óskar Smári koma á framfæri þökkum til allra sem komu að meistaraflokki kvenna í sumar; þjálfarateyminu, leikmönnum, sjúkraþjálfurum, kvennaráðinu og stuðningsmönnum. Ekki er að efa að Tindastólsfólk á eftir að sakna þessara góðu drengja og Feykir vill nota tækifærið og þakka þeim frábært samstarf. /ÓAB Norðurland vestra | Matvælasjóður Fjölmörg verkefni hlutu styrki Í síðustu viku veitti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðar-ráðherra, 566,6 milljónum úr Matvælasjóði en sjóðurinn styrkti 64 verkefni að þessu sinni. Alls bárust 273 umsóknir í fjóra styrkjaflokka Matvælasjóðsins og var sótt um tæplega 3,7 milljarða króna. Í umfjöllun á vef Stjórnarráðsins kemur fram að 93% umsókna hafi talist styrkhæfar. 14% þess fjármagns sem veitt var að þessu sinni rann til verkefna á Norðurlandi vestra. Meðal verkefna sem hlutu styrki á Norður- landi vestra má nefna þróun og markaðssetningu gæsaafurða (Birgir Þórðarson), aðlögun fram- leiðsluferlis jurtamjólkur að markaðsþörfum (Steindór Runiberg Haraldsson), vöruþróun og tilraunir með innmat úr lömbum (Brjálaða gimbrin), tilraunir og vöruþróun á ætum rósum (Starrastaðir) og vöruþróun og markaðssetning á handverksostum úr geita- og sauðamjólk (Stefanía Hjördís Leifsdóttir). Allir þessir styrkir voru þrjár milljónir eða eitthvað lægri. BioPol á Skagaströnd hlaut styrk upp á tæpar 11 milljónir vegna verkefnisins SOUL: Sustain- able Omega-3 oil from Underutilized Lumpfish. Fleiri verkefni á svæðinu hlutu styrki en þá í samstarfi við fleiri aðila víða að af landinu. Vefur SSNV greinir frá því að í samstarfi við Samtök smáframleiðenda matvæla hafi lands- hlutasamtökin og atvinnuþróunarfélög á öllu landinu lagt inn umsókn í Matvælasjóðinn og hlaut hún brautargengi og ríflega 5,3 milljón króna styrk. Verkefnið, sem kallast Matsjá – stuðningur við matarfrumkvöðla, snýr að því að veita smáframleiðendum stuðning með því að sníða aðferðarfræði úr verkefninu Ratsjá að matarfrumkvöðlum. /ÓAB 36/2021 9

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.