Feykir


Feykir - 22.09.2021, Blaðsíða 19

Feykir - 22.09.2021, Blaðsíða 19
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU: :Kambur. Sudoku Krossgáta FEYKIFÍN AFÞREYING Feykir spyr... Hvað finnst þér skemmtilegast að baka? Spurt á Facebook UMSJÓN: klara@nyprent.is „Annað en umtöluð vandræði haha? Kannski bara kleinurnar hennar ömmu Góu.“ Lydía Ýr Gunnarsdóttir Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum: Ótrúlegt - en kannski satt... Augnablik getur verið teygjanlegt hugtak og fer eftir því við hvað er miðað. Brot úr sekúndu er eitt augnablik og sumir segja að mannsævin sé eitt augnablik í veraldarsögunni. Ótrúlegt, en kannski satt, er orðið „jiffy“ elsta tæknilega orðið sem notað var yfir þann tíma sem tekur ljósið að ferðast einn sentímetra í tómarúmi, eða u.þ.b. 33.3564 píkósekúndur. Tilvitnun vikunnar Heiðarleiki er besta stefnan – ef hægt er að græða á henni. – Mark Twain „Mér finnst skemmtilegast að baka skrautlegan marengs sem er þá bókstafur eða tölustafur.“ Guðrún Elísabet Guðmundsdóttir „Ég mundi segja bara allt mögulegt úr gerdeigi, súkkulaðikökur og bökur með góðum fyllingum.“ Rakel Sturludóttir LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Og svo nýta kosningaréttinn. F Útbúðu þitt eigið kosningakaffi... Já hvað er þjóðlegra en að fara í kosningakaffi á sjálfan kjördag, dressaður upp í fínasta púss, sjá mann og annan og spjalla. Það er fátt held ég... En um næstu helgi verður eitthvað lítið um kosningakaffi á þessu svæði og þá verður maður að redda sér sjálfur og henda í nokkrar Hnallþórur En smá pæling... af hverju eru svona rjómatertur kallaðar Hnallþórur? Ég fór á stúfana og fann út að þetta orð er komið frá persónunni Hnallþóru í bókinni Kristnihald undir Jökli eftir Halldór Laxness. Annað orð yfir kökur af þessu tagi er stríðs- tertur. En orðið hnallur er haft um barefli, kylfu eða lurk og einnig um tréáhald til að merja hráefni í matargerð. Hnallurinn er notaður með mortéli sem er ílát til að mylja í hörð efni. RÉTTUR 1 Gamaldags íslensk rjómaterta - tekið af alberteldar.com Svampbotnar – 2 stk 3-4 egg 2 dl sykur 11/2 dl hveiti (u.þ.b. einn bolli) 1/2 – 1 tsk lyftiduft 1 msk kartöflumjöl Aðferð: Þeytið egg og sykur saman. Bætið þurrefnunum var- lega saman við og hrærið vel. Setjið í tvö tertumót. Bakið við u.þ.b.. 180°C hita í um 30 mínútur. Kælið botnana. Til að setja á milli botnanna: 1 heil dós af koktelávöxtum 1 l rjómi Aðferð: Setjið annan botninn á tertudisk og dreifið hluta af safa af kokteilávöxtum á. Stífþeytið rjóma, blandið helmingnum af kokteilávöxtunum í rúmlega þriðjunginn af rjómanum og setjið á botninn. Látið hinn botninn ofan á, vætið með restinni af safanum. Skreytið með rjómanum og ávöxtum. RÉTTUR 2 Dísudraumur - tekið af alberteldar.com Svamtertubotn: 1 stk 2 egg 70 g sykur 30 g hveiti 35 g kartöflumjöl Aðferð: Eggin þeytt vel og sykri síðan bætt við. Deigið þeytt mjög vel. Hveiti og kartöflumjöl sigtað saman og blandað varlega við deigið. Sett í smurt tertuform með lausum botni. Bakað í 12 mínútur. Fyrstu 5 mínúturnar er deigið bakað við 200°C en síðan við 185°C. Marensbotn: 1 stk 3 eggjahvítur 150 g flórsykur Aðferð: Eggjahvíturnar þeyttar vel og flórsykrinum síðan bætt við og deigið þeytt vel þar til stíft. Bakað við 100°C í 2 klst. Krem: 4 eggjarauður 4 msk. flórsykur 50 g brætt suðusúkkulaði 1/2 l þeyttur rjómi Aðferð: Eggjarauður og flórsyk- ur þeytt saman. Suðusúkkulaði brætt og hrært saman við deigið. Þeyttum rjóma blandað varlega saman við með sleif. Að auki er ½ lítri af rjóma þeyttur til að setja á milli. Samsetning tertunnar: 1 svamptertubotn 1 sm lag rjómi 1 sm lag krem marensbotn 1 sm lag rjómi afgangur af kremi Hliðarnar eru annað hvort skreyttar með þeyttum rjóma eða búinn til stærri skammtur af kreminu og því smurt á hliðarnar í stað rjómans. Verði ykkur að góðu! ( FEYKIR MÆLIR MEÐ ) siggag@nyprent.is Gamaldags rjómaterta. MYND TEKIN AF ISLANDSMJOLL.IS „Það eru liklega kökur.“ Amelía Rún Jónsdóttir 36/2021 19 Vísnagátur Sveins Víkings Fjalls við brúnir ferlegur. Flókna lagða greiðir. Í ástabralli eldrauður. Ókind gráa veiðir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.