Feykir


Feykir - 22.09.2021, Síða 13

Feykir - 22.09.2021, Síða 13
Skógræktin og Landgræðslan óska eftir stuðningi lands- manna við að breiða út birkiskóga landsins. Í haust sem leið var safnað umtals- verðu magni af birkifræi sem var að hluta dreift haustið 2020 en í vor var afganginum dreift á valin, beitarfriðuð svæði. Söfnunarátakið í fyrra gekk afar vel og áhugi almennings var mikill. Í Skagafirði taka Skagfirðinga- búð og Olís-Varmahlíð á móti fræi, á Blönduósi að Efstu- braut 5 og Vallarbraut 2 á Skagaströnd. Þegar fræ á birki hefur þroskast er hægt að hefja söfnun fræsins og á heimasíðu Landgræðsl- unnar kemur fram að á sumum stöðum megi gera ráð fyrir að birkireklar verði fullþroskaðir fyrir eða um miðjan september. Í fyrra safnaðist mest á Suður- og Vesturlandi en þar var með eindæmum gott fræár en frekar lélegt á Norður- og Austurlandi. Núna hefur þetta snúist þannig að á Norðurlandi, og víða á Austurlandi, er fræ- magn á trjám með ágætum en mun lakara fyrir sunnan og vestan. Ekki er óalgengt að fræ- þroski sé mismikill á milli ára en í fyrra var tekið á móti 274 kg af birkifræi. Í frétt Land- græðslunnar segir að mjög margir hafi dreift fræinu sjálfir sem þeir söfnuðu í fyrra. „Átakið er liður í því að útbreiða á ný birkiskóglendi sem þakti a.m.k. fjórðung landsins við landnám. Á rýru landi er gjarnan kolefnislosun því þar er gamall jarðvegur enn að rotna. Ef landið klæðist birkiskógi stöðvast þessi losun og binding hefst í staðinn. Svona verkefni eru því líka loftslagsverkefni,“ segir Áskell Þórisson, kynningar- og upp- lýsingafulltrúi Landgræðsl- unnar. Birkið er frumherjategund sem sáir sér mikið út á eigin spýtur ef hún fær til þess frið og heldur því starfinu áfram ef vel tekst til að koma því af stað á nýjum svæðum. Í haust verður fræbox að finna í verslunum Bónus um land allt en einnig getur fólk fengið box á starfsstöðvum Landgræðslunnar og Skóg- ræktarinnar. Hægt er að skila fræjum í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki, Olís í Varmahlíð, á Blönduósi að Efstubraut 5 og Vallarbraut 2 á Skagaströnd. Þá eru fræsöfnunartunnur í Bónus og í starfsstöðvum Landgræðslunnar og Skóg- ræktarinnar er tekið á móti fræi. Í fyrra skiluðu margir fræi í bréfpokum og eða pokum úr taui og segir Áskell að setja þurfi miða með upplýsingum um söfnunarstað og dagsetn- ingu í pokana og muna að loka þeim vel. „Ekki nota plast- poka því nýtínd og rök fræ skemmast mjög fljótt. Án efa eru sumir tilbúnir til að sauma fræpoka. Svona pokar eru til- valin tækifærisgjöf!“ /PF Nú er tíminn til að safna birkifræi Vilja útbreiða birkiskóglendi á ný MYND: ÁSKELL ÞÓRISSON Í bókinni rekur Þórður Skúlason þróun byggðar á Hvammstanga frá 1898 til 1972. Þórður er gjörkunnugur byggð og mannlífi á þessum gamla verslunarstað, enda borinn þar og barnfæddur. Hann hefur víða leitað fanga, bæði í opinberum gögnum og óbirtum heimildum, en þó ekki síst með samtölum við eldri og yngri Hvammstangabúa. Í bókinni er rakin saga um 180 húsa á Hvamms- tanga sem enn standa og einnig þeirra sem hafa horfið af sjónarsviðinu í tímans rás. Sagan er krydduð með kátlegum mannlýsingum og fróð- legum lýsingum á mannlífi fyrri tíðar á Hvamms- tanga. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda af húsum og umhverfi, bæði gömlum og nýjum. Þórður Skúlason er fæddur á Hvammstanga árið 1943. Hann bjó og starfaði á Hvammstanga í 47 ár, sat í hreppsnefnd Hvammstangahrepps og gegndi starfi sveitarstjóra hreppsins í samtals 20 ár. Á búsetuárum sínum á Hvammstanga öðlað- ist hann yfirgripsmikla og milliliðalausa þekkingu á sögu og þróun byggðar á Hvammstanga. Þórður hefur ritað fjölmarg- ar greinar í blöð og tímarit, fyrst og fremst um sveitarstjórnar- mál en einnig um söguleg efni sem tengjast Hvammstanga. Ýmislegt hefur hann ritað um sögu staðarins og héraðsins sem ekki hefur birst á prenti. Árið 2013 kom út þýðing hans á skáldsögunni Heimsins besti bær eftir finnska rithöf- undinn Arto Paasilinna. Bókina er hægt að kaupa á heimasíðu Skriðu www. skridabokautgafa.is, í Kaupfé- lagi Vestur-Húnvetninga og í Bardúsu á Hvammstanga. Bókin er 287 bls. og prýdd fjölda mynda. Hönnun annaðist Magnús Karel Hannesson. /PF Hús og híbýli á Hvammstanga Húsaskrá 1898-1972 eftir Þórð Skúlason Kápa bókarinnar. MYND AÐSEND 36/2021 13

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.