Feykir


Feykir - 22.09.2021, Síða 14

Feykir - 22.09.2021, Síða 14
Sumardagur í Glaumbæ Safnstjórinn bretti upp erm- arnar og skrifaði barnabók „Í þessari sögu fylgjum við ungum dreng, vinkonu hans og heimilishundinum einn dag í lífi þeirra. Sögusviðið er Glaumbær, prestsetur í Skaga- firði, sem taldist til efnameiri bæja með tilheyrandi umsvif- um. Sagan er að mestu byggð á raunverulegu fólki sem bjó í Glaumbæ og Skagafirði á 19. öld. Upplýsingar um heimilis- fólkið byggja á lýsingum í Skagfirzkum æviskrám og lýsingar á förufólkinu Myllu- Kobba, Rönku og Ropa- Katrínu eru ýmist fengnar úr hljóðskrám af ísmús.is eða ævisögunni Tvennir tímar, endurminningum Hólmfríðar Hjaltason eftir Elínborgu Lárusdóttur,“ segir Berglind Þorsteinsdóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga, en hún er höfundur bókarinnar. Í sögunni er leitast við að draga fram raunverulegar frásagnir og lýsingar út frá heimildum og gæða þær lífi. Ýmis þjóðlegur fróðleikur og atburðir, t.d. frásögnin um skapstyggu próventukerling- una í Gusu, eru byggðir á smáritum Byggðasafns Skag- firðinga eftir Sigríði Sigurðar- dóttur. Bókin endar á nokkr- um erindum úr Kvöldhugvekju eftir Sigurð Breiðfjörð (1798– 1846), eitt afkastamesta ljóða- og rímnaskáld 19. aldar. Berglind segir að hugmynd að verkefninu hafi kviknað er hún hitti Jérémy Pailler, þann sem málaði myndirnar í bók- inni, þegar hann var að vinna í Kakalaskála-verkefninu. Hann hafði tvisvar áður verið á Nes listamiðstöð og segir hún að óhætt sé að segja að hann sé með Íslands bakteríuna, heill- aður af landi og þjóð! „Hann kom ásamt öðrum listamönnum í Kakalaskála á safnið í Glaumbæ og varð mjög hrifinn af gamla bænum. Það kviknaði nánast strax hugmynd hjá honum um samstarfs- verkefni við okkur hjá safninu við Jérémy hafa verið sérlega gott og skemmtilegt. „Það var gaman að vinna með Jérémy þar sem við höfðum sömu sýn og væntingar til bókarinnar, það má í raun segja að allt hafi gengið eins og í sögu. Vissulega urðu tafir vegna Covid. Við þurftum að breyta ýmsum plönum þar sem hann gat ekki komið til landsins þegar áætl- að var en það blessaðist allt á endanum og styrktaraðilar okkar skilningsríkir hvað þetta varðar. Sannkallað augnakonfekt Til að gæta sanngildis í sög- unni segist Berglind hafa lagst í heimildarvinnu svo sagan og myndir yrðu í takt við þá tíma sem fjallað er um. „Einnig vildum við notast við raun- verulegar frásagnir og raun- verulegt fólk sem uppi var á þessum tíma, þ.e. við lok 19. aldar, enda eru margar þessar sögur stórskemmtilegar og áhugaverðar að það er því varla þörf á skáldskap. Til dæmis sagan af skapstyggu próventu- kerlingunni sem varð svo pirr- uð á hamagangi ungra drengja á ganginum að hún gusaði úr koppnum sínum yfir þá og alla tíð síðan hefur herbergið/húsið hennar verið kallað Gusa. Eins kemur Myllu-Kobbi við sögu sem hefur verið ótrúlegur karakter! Til eru lýsingar á honum um að hann hafi verið svo óþrifinn og lúsugur að það mátti sjá röð af lúsum ganga eftir frakkaræfli hans. Hann var með þrjá hatta á höfðinu, sama hvernig viðraði, og til er lýsing á því þar sem hann tekur ofan efsta hattinn, síðan þann næsta og þá stóðu hárin út um götin á þriðja hattinum. Í bókinni koma þessar lýsingar fram og einnig skráð tilsvör hans, sem og förukonu sem kölluð var Ropa-Katrín og er sagt frá í Tvennum tímum, endurminn- ingum Hólmfríðar Hjaltason, og fá þau að halda sér óbreytt.“ Þegar Berglind var búin að afla heimilda og komin með hugmynd um hvernig sagan ætti að vera settist hún niður eitt kvöld í presthúsinu og byrjaði að skrifa og segir hún að eiginlega mætti segja að sagan hafi skrifað sig sjálf. Brenda Prehal, starfsmaður safnsins, sá um að snara textanum yfir á ensku og þá hófst vinnan hjá Jérémy að skissa myndir. „Ég sendi honum alls kyns myndir til að styðjast við, t.d. af gripum, fatnaði, gamlar myndir af Glaumbæ, Myllu-Kobba og þess háttar sem passaði við tímabilið. Þegar við vorum sátt við skissurnar vatnslitamálaði hann listaverkin. Hann er alveg ótrúlega hæfileikaríkur lista- maður og hver mynd er augna- konfekt!“ segir Berglind. Auk þess að mála myndirnar sá Jérémy einnig um að setja bókina upp og þýða textann á frönsku og Evelyn Kuhne, á Lýtingsstöðum, þýddi bókina á þýsku. Inga Katrín Magnús- dóttir, Ylfa Leifsdóttir, Hrönn Birgisdóttir og Bryndís Zoëga lásu ótal sinnum yfir textann og segir Berglind þær hafa komið með ómetanlegar ábendingar. „Eins Sigríður Sigurðardóttir, Laufey Leifsdóttir, Vicki O´Shea og Guðmundur Stefán Sigurðarson. Við færum öllum þeim sem veittu dýrmæta aðstoð við gerð bókarinnar okkar bestu þakkir. Já, og ekki síst, börnunum mínum sem við fengum að prófa textann á – Jónu Karítas, Matthíasi og Katrínu.“ Í tilefni af útgáfu bókarinnar verður listasýning með verk- unum sem prýða blaðsíður bókarinnar í Áshúsinu í Glaumbæ en safnið er opið frá kl. 10-16 alla virka daga. Berglind vill minna á árskortin, þar sem íbúar Svf. Skagafjarðar og Akrahrepps þurfa einungis að greiða að- gangseyri einu sinni og fá þá miða sem gildir í heilt ár frá kaupum og geta í kjölfarið komið hvenær sem er og eins oft og þeir vilja, þeim að kostnaðarlausu. Út er komin bókin Sumardagur í Glaumbæ, sem er söguleg saga sem veitir börnum sem fullorðnum innsýn í líf og störf barna á Íslandi á seinni hluta 19. aldar. Í formála bókarinnar segir að þrátt fyrir að einungis séu um 140 ár frá því sagan á að hafa átt sér stað hefur daglegt líf fólks tekið gríðarlegum breytingum og er fátt sambærilegt í lífi fólks þá og nú. Sumt breytist þó ekki í tímans rás – eins og fjölskyldubönd, þörf fyrir öryggi, vinskap, gæðastundir og hlátur, og ekki síst ánægjan við að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. og hann vakti máls á því við mig, eftir nokkur samtöl næstu mánuðina þróaðist þessi hug- mynd að gera myndskreytta barnabók. Ég sótti um styrki, sem var forsenda þess að hægt væri að gera verkefnið, og við fengum styrki frá Uppbygg- ingasjóði SSNV og Safnasjóði til verkefnisins. Þá var ekkert annað að gera en að bretta upp ermarnar og hefja verkefnið.“ Berglind segir samstarfið UMFJÖLLUN Páll Friðriksson Mynd úr bókinni. MYND AÐSEND Frá útgáfuhófi í Áshúsi. MYND AÐSEND 14 36/2021

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.