Feykir


Feykir - 22.09.2021, Side 20

Feykir - 22.09.2021, Side 20
Allir með Feyki! Það er mikilvægt að halda úti fjölmiðli sem segir fréttir og fjallar um fólk af Norðurlandi vestra. Það gerir Feykir. Áskrifendur eru Feyki nauðsynlegir. Er ekki upplagt að gerast áskrifandi að góðu blaði og fréttum af þínu fólki? Hafðu samband í síma 455 7171 eða sendu póst á feykir@feykir.is BORGARFLÖT 1 | 550 SAUÐÁRKRÓKUR | SÍMI 455 7176 | FEYKIR.IS Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 36 TBL 22. september 2021 41. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Gangnamenn úr Vatnsdal og Þingi vígðu á dögunum nýjan gangnamannaskála á Grímstunguheiði. Hann kemur í stað þriggja eldri skála á leitarsvæði þeirra. Húnavatnshreppur fjár- magnar þessar fram- kvæmdir. Í tilefni vígslunnar sunnudaginn 5. september klæddu menn sig upp á og nutu veislufanga í boði Birgis Ingþórssonar, gangnaforingja í undanreið. Að sögn Jóns Gíslasonar á Hofi í Vatnsdal gistu allir gangnamenn á Grímstungu- og Haukagilsheið- um í skálanum, um 40 manns, og voru sammála um að með tilkomu hans hefði verið tekið stórt framfaraskref inn í 21. öldina hvað varðar aðbúnað í göngum. Í skálanum eru 27 eins og tveggja manna herbergi en auk þess er matsalur í skálanum og Gangnamannaskáli á Grímstunguheiði Mikil ánægja með nýja skálann Hafnar eru framkvæmdir við stækkun gagnavers Etix Everywhere Borealis á Blönduósi en um er að ræða byggingu á nýju húsi sem hannað er til að hýsa fjölbreyttar þarfir viðskiptavina gagnaversins á öruggan og umhverfisvænan máta. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að snjallnetslausnir verði nýttar til að tryggja rekstraröryggi og auka nýtni orkuflutnings. „Það er okkar bjargfasta trú að Blönduós sé einstakt svæði til uppbyggingar á gagnaversþjónustu. Samspil nágrennis og landfræðilegra þátta við Blönduvirkjun, ásamt framsýni og stefnu sveitarfélagsins gerir svæðið eitt það besta sem völ er á fyrir slíka uppbyggingu. Ísland er góður staður fyrir aðila sem leita eftir öruggum og umhverfisvænum gagnaverslausnum. Við teljum okkur vera að mæta þessum kröfum með gagnaverinu á Blönduósi,“ segir Björn Brynjúlfsson, framkvæmdastjóri Etix Everywhere Borealis. Áætlað er að framkvæmdum ljúki í lok þessa árs en það hefur reynst félaginu vel að vinna með öflugum verktökum á svæðinu. Unnið hefur verið með hönnuðum og sérfræðingum frá EcoCooling, Arkís, Verkís og Beka við útfærslu á gagnaverinu. /PF Framkvæmdir hafnar við stækkun gagnavers Etix Everywhere Borealis á Blönduósi Sprækir gangnamenn við vígslu nýja skálans. MYNDIR: JÓN GÍSLASON nokkur baðherbergi. „Það var sko vel þegið að geta farið í sturtu eftir daginn,“ segir Jón. Auk þess er líka nýtt hesthús við skálann, en hann hefur ekki ennþá fengið formlegt nafn. Göngur gengu ágætlega og vel viðraði alla gangnadagana. Réttað var í Undirfellsrétt 10. og 11. september, féð leit vel út og lömbin virtust væn. /ÓAB Ýmsar sagnir um uppruna álfa Margar eru sagnir um álfa og upphaf tilveru þeirrar, en sú er almennust sem er í Árnaskjali. Önnur er saga um þá föllnu anda er lentu í loftinu millum himins og jarðar (loftanda), þá sem lentu á jörðunni, í sjó og vötn, en þeir sem stríddu við guð, í undirdjúpin. Þá er um Álf og Álfvöru og loksins bætist við sú frásaga sem stendur í kvæði einu er Skriftarminning heitir, orkt 1620 af Þorleifi Þórðarsyni (Galdra-Leifa; f. 1560) þannig: Eftir það Kain sló Abel bróður sinn í hel syrgði Adam hann í þrjátíu ár. Á þeim tíma setti Adam Evu konu sinni fjærvistir, en tapaði þá allt um það ekki eðli sínu, heldur féll sæðið frá honum í óhentugan stað, gat því engan líkama fengið og þar af urðu álfar og ósýnilegir. /PF Þjóðsögur Jóns Árnasonar Álfar

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.