Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 18.06.2022, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.06.2022, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2022 Kirkjuvörður - hlutastarf Sóknarnefnd Árbæjarkirkju óskar eftir kirkjuverði í 50% starf, unnið er aðra hverja viku og annan hvern sunnudag. Óskað er eftir ábyrgum, jákvæðum, sam- viskusömum einstakling sem á auðvelt með að vinna með öðrum og hefur áhuga á starfi kirkjunnar. Rík áhersla er lögð á trúmennsku í starfi og metnað í að takast á við mismunandi verkefni. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt. Hæfniskröfur eru stundvísi, vinnu- semi, tillitsemi og létt lund. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun ágúst 2022. Helstu verkefni og ábyrgð • Undirbúningur fyrir messur, kyrrðarstundir og aðrar athafnir. • Útleiga á kirkju vegna ýmissa viðburða. • Aðstoð presta við margvísleg störf innan kirkjunnar. • Aðstoð við fullorðinsstarf og æskulýðsstarf. • Umhirða, létt þrif og annað í kirkjunni og umhverfi hennar. • Hreint sakavottorð er skilyrði. Umsækjendur sendi inn kynningarbréf og ferilskrá fyrir 10. júlí á arbaejarkirkja@arbaejarkirkja.is. Nánari upplýsingar gefur formaður sóknarnefndar Konráð Gylfason í síma 787-2700 eða í ofangreint netfang. Sveitarstjóri Skaftárhrepps Skaftárhreppur óskar eftir að ráða sveitarstjóra. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir framsækni, krafti og metnaði til að stýra starfsemi sveitarfélagsins og leiða áframhaldandi uppbyggingu þess. Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) í síma 511 1225. Umsóknarfrestur er til og með 4. júlí 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og með henni þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. • Ábyrgð á framkvæmd ákvarðana sveitarstjórnar • Yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins • Daglegur rekstur sveitarfélagsins og starfsmannamál • Undirbúningur og upplýsingagjöf á fundum sveitar- stjórnar og nefnda • Hagsmunagæsla og samskipti við íbúa, stofnanir, samtök og fyrirtæki • Leiða uppbyggingu og eflingu atvinnulífs á svæðinu • Vinna að stefnu og framtíðarsýn í málefnum sveitarfélagsins Starfssvið sveitarstjóra: Skaftárhreppur býr yfir fjölbreyttum tækifærum í leik og starfi fyrir fólk á öllum aldri. Í Skaftárhreppi er samfélagið fjölskylduvæntmeð um650 íbúa, þar af 212manns í þéttbýlinu á Kirkjubæjarklaustri. Þar má finna alla nauðsynlega þjónustu, s.s. verslun, heilsugæslustöð, hjúkrunar- og dvalarheimili, leikskóla, grunnskóla, bókasafn, kaffihús og íþróttamiðstöð með glæsilegu íþróttahúsi, sundlaug og tækjasal. Skaftárhreppur er frábær staður til að njóta útivistar þar sem stutt er í margar þekktustu náttúruperlur á Íslandi. Einkunnarorð Skaftárhrepps eru: virðing, samstaða, jákvæðni og sjálfbærni. Nánari upplýsingar má finna á www.klaustur.is. • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Farsæl reynsla af stjórnun, rekstri og fjármálum • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg • Reynsla af störfum á sveitarstjórnarstigi er æskileg • Þjónustulund ásamt framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Leiðtogahæfni, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð • Áhugi og reynsla á uppbyggingu og eflingu atvinnulífs • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti Menntunar- og hæfniskröfur: Tækniteiknari Norconsult ehf. leitar að tækniteiknara í teymið Helstu kostir: Viðurkennt próf í tækniteiknun Þekking á ritvinnslu-, teikni-, og hönnunarforritum Þekking á þrívíddarvinnu og BIM Sjálfstæð vinnubrögð Hæfni í mannlegum samskiptum Norconsult ehf. er dótturfyrirtæki norska ráðgjafafyrirtækisins Norconsult AS sem er stærsta verkfræðifyrirtæki Noregs. Starfsmenn samsteypunnar eru um 4.800 talsins víðs vegar um heiminn þar sem verkefnin spanna frá skipulagi innviða til verkfræði og arkitektúrs. Á Íslandi vinna starfsmenn Norconsult að ýmsum spennandi verkefnum bæði innanlands og utan. Í boði eru "ölbreytt og áhugaverð verkefni sem spanna allt frá hönnun raforku- !utningsmannvirkja til hugbúnaðarþróunar. Nánari upplýsingar veitir: Hjalti Sigursveinn Helgason: hjalti.helgason@norconsult.com Umsóknir berist til: Birnu Eggertsdóttur: birna.eggertsdottir@norconsult.com Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsókn skal skila inn fyrir 10. júlí. Norconsult á Íslandi bætir við sig starfsfólki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.