Morgunblaðið - 15.06.2022, Page 10

Morgunblaðið - 15.06.2022, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2022 Þ að er ýmislegt að sjá og gera á Vest- urlandi. Maturinn hér er einnig ein- stakur því hann er ræktaður heima í héraði og er á boðstólum bæði á veit- ingahúsum og sveitamörkuðum,“ segir Björk Júlíana Jóelsdóttir, verkefnastjóri hjá Sam- tökum sveitarfélaga á Vesturlandi. Hún bendir á að þar sem sjósókn er víða á Snæfellsnesi sé það staðurinn til að gæða sér á ljúffengu sjáv- arfangi. „Ég mæli með fyrir alla að prófa matinn á veitingahúsum sem bjóða upp á matvæli beint úr Breiðafirðinum. Vesturland er einnig mikið landbúnaðarsvæði sem gefur vel af sér í sauð- fjár- og kúabúskap. Það er svo gott að rækta grænmeti á þeim svæðum sem búa yfir mikl- um jarðhita eins og finna má í Borgarfirðinum en svo hafa Vestlendingar líka verið hug- myndaríkir og duglegir að nota hráefnið sem þeir hafa ræktað og gera úr því fallegt matar- handverk.“ Matarhátíð varð að farandmarkaði Matarauður Vesturlands er eitt af áherslu- verkefnum Sóknaráætlunar Vesturlands sem varð til vegna allra þeirra möguleika sem landshlutinn býr yfir í mat og drykk. „Einn angi af Matarauði Vesturlands er matarhátíð sem haldin var á Hvanneyri haust- ið 2019 þar sem smáframleiðendur fengu tæki- færi til að kynna vörur sínar og keppa í Ask- inum, Íslandsmeistarakeppni í matarhand- verki. Hátíðin gekk svo vel að við skipulögðum svipaðan viðburð haustið 2021. Við þurftum því miður að fella hann niður vegna kórónuveir- unnar en með allan þennan undirbúning að baki og mikinn áhuga brugðum við á það ráð, á síðustu stundu, að snúa vörn í sókn og snúa há- tíðinni upp í farandmarkað heima í héraði,“ segir Björk og útskýrir hvernig þetta var út- fært. „Við leigðum bíl og fylltum hann af gómsætu matarhandverki og keyrðum með það um allt Vesturland. Þetta vakti mikla lukku hjá bæði heimamönnum og smáframleiðendum og bætti okkur upp vonbrigðin með frestun hátíðar- innar. Það má því segja að allir hafi fengið eitt- hvað fyrir sinn snúð í þessari ferð.“ Á heimasíðu Matarhátíðar má lesa um Mat- arbúr Vesturlands þar sem finna má hvar hægt er að kaupa vestlenskar matvörur allt ár- ið um kring eða á sérstökum viðburðum. „Á farandmarkaðnum síðast tóku þátt Mýranaut; Háafell – geitfjársetur með geita- afurðir; sauðfjárbúið Ytra-Hólmi; Olivia’s Gourmet og Narfasel var með grænmeti svo eitthvað sé nefnt. Rjómabúið Erpsstaðir var með mjólkurafurðir og Hafkaup með fiskbíl. Ég held að það kæmi landsmönnum á óvart hversu mikil matarkista Vesturland er,“ segir Björk. Mælir með að taka sér góðan tíma í ferðalagið Hvert myndir þú fara í draumaferðalaginu þínu um Vesturland? „Það eru náttúruperlur hér víða og af- þreying af ýmsu tagi. Hér er menning mikil og sagan líka og sögustaðir svo merkilegir að ég myndi hafa ferðalagið langt og taka mér tíma til að skoða allt. Jafnvel skipta því niður í nokkur skipti. Það er ótrúlega erfitt að velja uppáhaldsáningastaðina því þeir eiga sér allir ákveðinn sjarma. Til að nefna eitthvað þá er sem dæmi Þjóð- garðurinn alltaf í uppáhaldi en þangað myndi ég fara bæði vegna náttúrunnar en einnig vegna nærveru Snæfellsjökuls af því að hann býr yfir þessari mögnuðu orku sem margir finna sem heimsækja hann og umhverfið í kring. Strandlengjan á Snæfellsnesi er líka heillandi, fíni sandurinn í bland við stórbrotnar klettamyndanir. Það er magnað hvernig and- stæðurnar mynda stórkostlegt landslag sem breytist sífellt eftir því sem lengra er farið. Það er skyldustopp á Kirkjufelli að mínu mati enda er það eitt frægasta fjall á landinu. Stað- urinn er mikill segull á ferðamenn og fullkomið dæmi um Instagram-vænan áningarstað. Í Borgarfirðinum eru mínir mestu uppá- haldsfossar á landinu og má þar nefna Hraun- fossa og Barnafoss og auðvitað Deildar- tunguhver, sem er ekki bara fallegur áningar- staður heldur einnig vatnsmesti hver í allri Evrópu. Ég mæli með að heimsækja þessa staði og auðvitað hraunhellana á Snæfellsnesi og í Borgarfirðinum og ísgöngin í Langjökli sem eru sannkölluð upplifun. Góð ganga upp að Glym í Botnsdal svíkur engan og kyrrðin, frið- urinn og sögustaðirnir allir í Dölunum draga að. Svo má ekki gleyma þéttbýlisstöðunum sem allir hafa sinn sérstaka ljóma hver um sig,“ segir Björk. Allir finna eitthvað að sínum smekk Aðspurð um uppáhaldsveitingastaðinn sinn segir hún að þeir séu nokkrir. „Ég á erfitt með að nefna einn stað sérstak- lega en ég á uppáhaldsstaði á hverjum stað. Smekkur fólks er ólíkur og þori ég að lofa að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi á þessum stöðum. En ég mæli með fyrir fólk að muna að sjávarréttir einkenna Snæfellsnesið. Í Dölum, Hvalfirði og Borgarfirði eru landbúnaðar- afurðirnar einstaklega góðar og svo má ekki gleyma Erpsstöðum í Dölunum þar sem fram- leitt er alls konar, meðal annars ís og ostar.“ Þegar Vesturland er heimsótt er gott að hafa í huga að sumt er betra að gera á vissum árstíma. „Sem dæmi er mælt með því að fara á hest- bak, í bátsferðir, fuglaskoðun og aðra utan- dyraafþreyingu að sumri til en Vesturland er aðgengilegt allan ársins hring þó veðrið geti alltaf sett sitt mark á ferðaáætlanir. Við erum með alls konar söfn sem ég get mælt með fyrir alla. Enda gerðist landnáms- sagan mikið til á Vesturlandi.“ „Hér er búið til fallegtmat- arhandverk“ Ef marka má Björk Júlíönu Jóelsdóttur er gott að gefa sér nokkra daga til að heimsækja Vesturlandið og skoða listasöfn og alla staðina sem gera mat úr héraði. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Björk Júlíana Jóelsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. Hraunfossar í Borgarfirði eru sérstakt náttúruvætti og þykja með fegurstu náttúruperlum landsins. Þar streymir lindárvatn hvítfyssandi undan Hallmundarhrauni og niður í Hvítá. Langisandur á Akranesi er að margra mati ein besta bað- og sandströnd landsins. Kirkjufell við Grundarfjörð á Snæfellsnesi er 463 m og eitt af sérkennilegustu og fegurstu fjöllum á svæðinu. Sagan segir að það sé mest myndaða fjall landsins og hefur setið á lista yfir 10 fallegustu fjöll heims. Það er skyldustopp á Kirkjufelli að mínumati enda er það eitt frægasta fjall á landinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.