Morgunblaðið - 15.06.2022, Page 14
U
ppáhaldsstaðurinn minn á Vest-
urlandi er Hótel Búðir á sumrin.
Allt það umhverfi undir Snæ-
fellsjökli er að mínu mati alveg
einstakt og fullt af orku. Ég tek alltaf
hringinn í kring á leið til baka og stoppa í
kringum Kirkjufell og borða hádegismat á
Stykkishólmi á Sjávarpakkhúsinu. Ef veðr-
ið er gott tek ég Hvalfjörðinn heim. Ég
lærði að meta hann þegar ég var ekki til-
neyddur að keyra hann. Svo finnst mér
gaman að taka Kjósina upp að Þingvallaaf-
leggjaranum og Nesjavallaleið heim. Þetta
er sú leið sem ég beini öllum erlendum
gestum að fara þegar þeir eru á þessum
slóðum,“ segir Styrmir.
Hótel Búðir er í uppáhaldi
Styrmir Bjartur Karlsson fasteignasali hefur gaman af því að
keyra um Snæfellsnesið. Hótel Búðir er í uppáhaldi hjá honum
þegar hann ferðast um Vesturland.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Hótel Búðir á
Snæfellsnesi.
Kirkjufellið á Snæfellsnesi
er reisulegt og fallegt.
Styrmir Bjartur Karlsson er hér ásamt
móður sinni, Ester Ólafsdóttur, sem
oft er kennd við Pelsinn. Myndin var
tekin í New York.
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2022
H
araldur er fæddur í Reykjavík en
bjó fyrsta árið sitt í Kópavogi áð-
ur en fjölskyldan fluttist til Ísa-
fjarðar. Hann ólst upp á Vest-
fjörðum til ellefu ára aldurs. Frá þeim tíma
á hann bara góðar minningar. Hann segir
að það hafi verið erfitt að flytja aftur í bæ-
inn því frelsið var mikið og hamingjustund-
urnir fyrir vestan fjölmargar.
„Ég hef síðan þá búið í Reykjavík fyrir
utan nokkur ár í Keflavík og á Bifröst þar
sem ég var við nám. Svo hef ég reynslu af
því að búa í Skotlandi þar sem ég kláraði
meistaranámið mitt á sínum tíma. En það
jafnast fátt á við Ísafjörð það verð ég að
segja.“
Simbahöllinni á Þingeyri kemur á óvart
„Frelsið var einstakt og ekki í líkingu við
það að vera barn í Reykjavík. Á veturna
vorum við á skíðum og égeyddi öllum frí-
stundum uppi í fjallinu. Á sumrin þvæld-
umst við um allan bæinn, niður í Neðsta-
kaupstað, út á bryggjuna og inn í
Tungudal,“ segir hann.
Skemmtilegustu ferðalögin sem voru far-
in á þessum tíma voru tjaldúti-
legurnar með fjölskyldunni um
Vestfirði en hann fór líka í
bátsferðir inn á Hesteyri
og í Vigur.
Haraldur fer reglu-
lega vestur.
„Í fyrra keyrðum
við til Ísafjarðar og
gistum þar í þrjá
daga. Við tókum svo
einn dag þar sem
keyrt var að Dynjanda
með stoppi á Hrafnseyri
þar sem við skoðuðum safn
Jóns Sigurðssonar. Það var
magnað að upplifa Dynjanda og
kraftinn sem þar er. Á leiðinni til baka var
stoppað í Simbahöllinni á Þing-
eyri, þar sem ég fékk eina bestu
belgísku vöfflu sem ég hef smakkað. Ég
mæli hiklaust með að koma við á Þing-
eyri,“ segir Haraldur.
Þegar hann er beðinn um að mæla með
fleiri hlutum fyrir vestan nefnir hann
Tjöruhúsið.
„Ef þú vilt eiga góða og skemmtilega
kvöldstund og borða góðan mat þá mæli
ég með Tjöruhúsinu. Það toppar það ekk-
ert sem og stemningin sem Hauki tekst að
búa til þar.“
Þegar Haraldur ferðast er hann mikið
með vinum sínum en einnig fjölskyldu.
„Við fjölskyldan förum alltaf tvisvar á ári
í Svarthöfðann að veiða. Það er ógleyman-
legar stundir sem verða til í þeirri ferð.“
Mælir með að ferðast um á Campervan
„Eftir að ég byrjaði að vinna hjá Cam-
pEasy uppgvötaði ég hvað það er geggjað
að ferðast um á campervan. Það er ekkert
vesen og hægt er að fara á marga astaði án
þess að þurfa að tjalda og fara í gegnum
allt umstangið sem fylgir því,“ segir Har-
aldur sem er mikill sælkeri og góður í að
finna sniðugan mat að borða á ferðalögum.
Hvað finnst þér þá um sjoppumat?
„Hann er ágætur þegar maður er á hrað-
ferð.“
Hvað gerir þú listatengt á ferðalögum?
„Ég hef gaman af því að skoða arkitekt-
úr. Að ganga um og skoða gömul hús. Það
er sérstaklega gaman að sjá hvað er búið að
endurbyggja mikið af gömlu húsunum í
gamla bænum og Neðstakaupstað.“
Hvað með sundlaugar og náttúrulaugar
fyrir vestan?
„Við fórum nokkrum sinnum í Hellulaug
við Flókalund, svo er það sundlaugin við
Drangsnes. Ég get mælt með þeim heils-
hugar,“ segir hann.
Hvað hefurðu aldrei gert fyrir vestan?
„Ég hef aldrei farið á „Aldrei fór ég suð-
ur“-hátíðina. Sem er eiginlega skömm að
segja frá en gott að mun að þá gerir maður
bara eitthvað í því.“
„Ein besta belgíska
vaffla sem ég hef smakkað“
Haraldur Líndal Haraldsson, sam-
félagsmiðlastjóri
CampEasy í Keflavík, ólst upp á Ísa-
firði en faðir hans, Haraldur Líndal,
var bæjarstjóri þar um tíma. Hann
hugsar alltaf hlýlega til Ísafjarðar og
á sína uppáhaldsstaði þar.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Haraldur Líndal
Haraldsson, sam-
félagsmiðlastjóri
hjá CampEasy í
Keflavík, mælir með
ferðalögum vestur í
sumar.
Simbahöllinn var áður Sigmundarbúð. Hún var stofnuð árið 1916 og var lokað 1970 þegar
Sigmundur og Fríða kona hans fluttu til Reykjavíkur.
Ljósmynd/Simbahöllin
Belgíska vafflan á matseðli Simbahallarinnar
á Þingeyri er sú allra besta að mati Haraldar.
Á Þingeyri má finna
ýmislegt gott fyrir
sultugerð.