Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2022, Page 6
VETTVANGUR
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.4. 2022
M
iðborg Vilníus, höfuðborgar
Litháen, er sérlega
skemmtilegur staður fyrir
Íslendinga að heimsækja. Bærinn er
bæði fallegur, líflegur og glaðlegur.
Þá skemmir ekki að ein helsta gatan
heitir Íslandsstræti og er nefnd til
heiðurs fámennu þjóðinni sem fyrst
allra steig fram fyrir skjöldu og við-
urkenndi Litháen sem fullvalda og
sjálfstætt ríki árið 1991 gegn kröftug-
um mótmælum hnignandi, en mátt-
ugs, heimsveldis.
Í ferð minni til borgarinnar í síð-
ustu viku var mér ítrekað sagt hversu
miklu máli frumkvæði Íslands hefði
skipt litháísku þjóðina. Þegar ég
jánkaði og sagðist vera meðvituð um
þessa sögu hristu heimamenn stund-
um hausinn góðlátlega og sögðu að
það væri ólíklegt að
við Íslendingar
gerðum okkur fylli-
lega grein fyrir því
hversu djúp taug
lægi frá litháísku
þjóðarsálinni til Ís-
lands. Þótt rúm
þrjátíu ár séu liðin
frá því Ísland
reyndist Litháen vel
á ögurstundu, þá er það að sumu leyti
eins og gerst hafi í gær. Þannig kær-
leikar eru í sambandi þjóðanna að
dægurbylgjur í umræðum og tíðni
samskipta hafa engin áhrif á dýpt
samstöðu og vináttu, enda byggist
samband ríkjanna á dýrmætum sam-
eiginlegum hugsjónum og djúpri
virðingu.
Ömurleg heimssýn
Að ganga frjálslega um göturnar í
Vilníus á sæmilega veðurmildum degi
snemma á þessu vori er líka ágætis
áminning um það af hverju íbúar
landsins kunna Íslandi ennþá svo
miklar þakkir fyrir að viðurkenna
fyrstir hlut sem í dag þykir svo sjálf-
sagður. Ef hlutirnir hefðu æxlast
öðruvísi við lok kalda stríðsins má
auðveldlega ímynda sér þá stöðu að
Litháen hefði aldrei hlotið viðurkenn-
ingu sem sjálfstætt ríki, að það hefði
aldrei getað gengið í Atlantshafs-
bandalagið eða Evrópusambandið, að
Vilníus væri í dag höfuðborg héraðs í
Rússlandi undir oki stjórnvalda í
Kreml. Að þar hefði fólk takmark-
aðan aðgang að upplýsingum, ætti yf-
ir höfði sér 15 ára fangelsi fyrir að
segja sannleikann um stríðið í Úkra-
ínu og að litháískir feður og mæður
þyrftu að senda syni sína til þess að
berjast, drepa og deyja í glórulausu
stríði.
Ákvörðun Pútíns um að ráðast með
sinni gegndarlausu grimmd á Úkra-
ínu er ekki vegna þess að Úkraína
ógni Rússlandi. Hún er ekki vegna
þess að Atlantshafsbandalagið ógni
Rússlandi. Árásin snýst um þá öm-
urlegu heimssýn Pútíns að telja sér
ógnað með því að fólkið í Úkraínu og
leiðtogar þess horfi til þess að vilja
lifa í samfélagi þar sem mannréttindi
eru virt og fólk nýtur góðs af því ör-
yggi sem felst í réttarríkinu.
Kúgun eða réttarríki
Valkosturinn sem Pútín býður upp á
er samfélag sem byggist á niðurbæl-
ingu, ofbeldi og kúgun – þar sem
klíkuskapur ræður öllu um afdrif
fólks og orð eins manns eru máttugri
en lög landsins og stofnanir sam-
félagsins. Hinn valkosturinn, sá sem
forseti Úkraínu vill velja fyrir þjóð
sína, er samfélag þar sem mannrétt-
indi setja skorður á
vald ríkisins yfir
einstaklingnum, þar
sem réttarríkið sker
úr í deilumálum og
fer ekki í mann-
greinarálit, þar sem
fjölbreytni fær að
blómstra, þar sem
andstæðingar
ríkjandi stjórnvalda og stórra hags-
muna geta haft uppi gagnrýni sína og
mótmæli án ótta við refsingar ríkis-
valdsins, hvort sem slík gagnrýni er
sanngjörn eða ekki. Svoleiðis sam-
félög passa illa fyrir mann eins og
Pútín. Í hans heimsmynd er veröldin
eins og taflborð þar sem einungis er
pláss fyrir einn kóng, sem þolir helst
ekki að hafa neitt annað en peð í
kringum sig.
Samfélögin sem við teljum vera
„líkt þenkjandi“ í heiminum eru mörg
og misjöfn. Ekkert þeirra er full-
komið og í öllum þeirra er margt sem
má miklu betur fara. Það gildir að
sjálfsögðu líka um Ísland. Þau dýr-
mætu gildi sem ágæt samstaða er um
í þeim ríkjum sem við tengjumst
helst þarf að tala um, kenna, skilja og
vernda. Ef við gleymum að rækta hin
mikilvægu gildi um lýðræði, frelsi,
jafnrétti og mannréttindi er hætta á
að smám saman grafist undan þeim.
Ágæt leið til að koma í veg fyrir
værukærð í þeim efnum, eða van-
þakklæti um kosti okkar samfélags,
er að leiða hugann að fólki sem hefur
barist fyrir þessum gildum og óttast
raunverulega að þau verði tekin af því
með yfirgangi og ofbeldi.
AFP/Petras Malukas
Vinátta byggð
á hugsjón
Úr ólíkum
áttum
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir
thordiskolbrun@althingi.is
’
Ef við gleymum að
rækta hin mikil-
vægu gildi um lýð-
ræði, frelsi, jafnrétti
og mannréttindi er
hætta á að grafist
undan þeim.
Konur með barnavagna í Vilníus mótmæla stríðinu í Úkraínu í upphafi apríl.
295
Vinnuvettlingar
PU-Flex
Öflugar Volcan
malarskóflur
á frábæru
verði
frá 365
Glærir ruslapoka
Ruslapokar 120L
Ruslapokar 140L
Sterkir 10/50stk
695
1.995
Strákústar
mikið úrval
Öflug
stungu-
skófla
Garðverkfæri í miklu úrvali
Hakar, hrífur, járnkarlar, kínverjar, sköfur, skröpur, fíflajárn, fötur,
balar, vatnstengi, úðarar, stauraborar.........
Léttar og góðar hjólbörur
með 100 kg burðargetu
999Barna-
garðverk-
færi
frá 395
Ruslatínur
frá 295
Laufhrífur
frá1.495
Úðabrúsar
í mörgum stærðum
frá 995
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fös. kl. 9-18, lau. kl. 10-17, sun. kl. 12-16
Garðslöngur
í miklu úrvali
Hrífur
Greinaklippur
frá 595
Burstar framan
á borvél 3 stk.
Mikið úrval af
garðstömpum
Fötur í
miklu úrvali