Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2022, Blaðsíða 8
HEILSA
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.4. 2022
É
g finn fljótlega eftir að ég kem inn á
Landspítalann í Fossvogi að ég
sting í stúf með grímuna fyrir vit-
um. Það er nefnilega búið að af-
nema grímuskyldu á spítalanum og
flestir færa sér það í nyt. Þeirra á meðal er Þór-
arinn Gíslason, lungnalæknir og prófessor em-
eritus, sem tekur á móti mér á þriðju hæð húss-
ins. „Loksins, loksins,“ segir hann glaðlega og
ég tek niður grímuna honum til samlætis.
„Núna þekkir maður aftur þá sem maður er að
heilsa á göngunum.“ Ekki svo að skilja að Þór-
arinn hafi sjálfur getað falið sig á bak við grímu
– maðurinn er tveir metrar á hæð.
Tilefni heimsóknar minnar er það að Evrópu-
rannsóknin Lungu og heilsa, sem Þórarinn veit-
ir forstöðu, er að fara í gang í fjórða sinn. Hann
byrjar á að sýna mér aðstöðu teymis síns á
þriðju hæðinni, þar sem tekið er á móti þátttak-
endum, áður en við höldum upp á tíundu hæð,
þar sem skrifstofu teymisins er að finna. Þar
hittum við fyrir Bryndísi Benediktsdóttur,
heimilislækni og prófessor emeritus, og fyrr en
varir bætist Davíð Gíslason ofnæmislæknir í
hópinn, en öll hafa þau átt aðild að rannsókninni
frá upphafi. Og eru enn á ný klár í slaginn. Elín
Helga Þórarinsdóttir, sérnámslæknir í heim-
ilislækningum og doktorsnemi við Háskóla Ís-
lands, á einnig eftir að leggja orð í belg.
Evrópurannsóknin Lungu og heilsa hófst ár-
ið 1990 sem fjölþjóða rannsókn meðal ungs
fólks (20-44 ára) til að meta algengi og meðferð
astma og ofnæmis ásamt tengslum þessara
sjúkdóma við fjölmarga áhættuþætti og heilsu-
far. Evrópurannsóknin er langviðamesta far-
aldsfræðirannsókn hvað varðar lungnaheilsu
hjá slembiúrtaki. Þórarinn segir niðurstöð-
urnar um margt hagnýtar og hafa varpað ljósi á
áður óþekkt tengsl við umhverfi og lífsstíl.
„Við höfum verið í samstarfi við þá sem eru
fremstir á þessu sviði í heiminum og höfum náð
að byggja upp öflugt tengslanet. Slíkt samstarf
stuðlar líka að markvissari greiningu og með-
ferð okkar skjólstæðinga og um leið betri nýt-
ingu á fjármagni,“ segir Þórarinn en ég sit ein-
mitt undir sjónvarpsskjá í fundarherbergi
teymisins, þar sem erlendir sérfræðingar eru
nánast í viku hverri kallaðir til skrafs og ráða-
gerða.
Þórarinn, Bryndís og Davíð benda öll á, að
rannsóknin sé þverfagleg með þátttöku fagfólks
úr ólíkustu áttum, lækna af ýmsu tagi, lýð-
heilsufræðinga, atvinnusjúkdómafræðinga,
jarðfræðinga, örverufræðinga, veðurfræðinga
og fjölmargra fleiri. Það hjálpi mönnum að sjá
heildarmyndina.
Rannsóknin var frá upphafi gerð í tveimur
hlutum; annars vegar spurningalistakönnun og
hins vegar klíniskar mælingar og ítarlegri
spurningalistar. Upphaflegir þátttakendur hér
á landi voru 3.600 manna slembiúrtak, fæddir
1946-71. Þeim var fyrst boðið að svara spurn-
ingalistum og síðar var hluta þeirra boðið að
taka þátt í klíniska hlutanum. Þátttakendum
hefur verið fylgt eftir á sama hátt á 10-12 ára
fresti; II. hluti árið 2000 og III. hluti 2012.
Nú er sumsé komið að IV. hluta, það er 30
ára eftirfylgd og þátttakendur því á aldrinum
52-77 ára. Spurningalistahlutanum, sem hefur
verið unninn í samvinnu við Norðurlöndin, er
nýlokið og búið að fá leyfi fyrir klíniska hlut-
anum. Þær Hjördís Sigrún Pálsdóttir, hjúkr-
unarfræðingur og verkefnastjóri, ásamt Helgu
Norland lífeindafræðingi hafa undirbúið fjórða
hlutann og til viðbótar hafa verið ráðnir tveir
nýir starfsmenn frá og með 1. maí. Rannsóknin
er byggð upp á svipaðan hátt og fyrir 10 árum.
Áætlað er að gagnaöflun taki um tvö ár og úr-
vinnslan um áratug og þegar þar að kemur á
Þórarinn frekar von á því að verða horfinn frá
borði en hann stendur á sjötugu. „En ég er ekki
tilbúinn að gefa þetta frá mér alveg strax enda
búinn að leggja mikla vinnu í þetta verkefni.
Það þarf alltaf einhver að vera á dínósára-
bekknum,“ segir hann brosandi.
Þórarinn upplýsir að styrkur Norður-
landanna í rannsókninni sé fólginn í góðri svör-
un þegar leitað hefur verið til slembiúrtaksins –
og Ísland sé þar fremst í flokki. „Þegar rann-
sókn hefur staðið svona lengi er hægt að geta
sér betur til um alls konar hluti,“ segir Þórar-
inn. „Við höfum náð að skoða afkomendur
þeirra sem voru í fyrsta úrtakinu og búum nú að
góðum upplýsingum um þrjár kynslóðir sem er
einstakt. Það liggur mikill efniviður fyrir og
mörg hundruð vísindagreinar verið birtar úti
um allan heim, þar sem íslenskt efni kemur við
sögu. Þá hafa að minnsta kosti þrír íslenskir
læknar notað þetta efni í sínum doktorsverk-
efnum.“
Davíð vill nota þetta tækifæri til að þakka
þeim fjölmörgu sem tekið hafa þátt í rannsókn-
inni gegnum árin. Framlag þeirra sé ómetan-
legt. „Það er mikil auðlegð að eiga þennan að-
gang að fólki og geta með þeim hætti dregið
fram nýja þekkingu í samvinnu við þjóðina
sjálfa,“ segir Davíð en víða erlendis hefur þró-
unin verið sú að sífellt erfiðara er að fá fólk til að
taka þátt í rannsóknum af þessu tagi.
Mismunandi áhrif á konur og karla
Í rannsóknum er algengast að niðurstöður séu
birtar sameiginlega fyrir konur og karla. Bryn-
dís segir hins vegar að komið hafi í ljós að ekki
sé hægt að fullyrða að áhættuþættir í lífsstíl og
umhverfi hafi sömu áhrif á konur og karla.
Sjúkdómsmynd og framvinda sjúkdóma getur
einnig verið ólík eftir kyni. Áhrif kynhormóna
eru víðtæk og hafa áhrif bæði á líkamlega og
andlega heilsu. Í rannsókninni Lungu og heilsa
var kvenna- og karlaheilsa því skoðuð sérstak-
lega. Konur svöruðu ítarlegum spurningalistum
sem lutu að heilsu kvenna, tíðahring, barn-
eignum og kvensjúkdómum og kvenhormón
voru mæld í blóði. Á sama hátt svöruðu karlar
spurningum um heilsu karla og bæði kynin
komu í viðtal og ítarlega skoðun.
„Niðurstöður okkar sýna að einkenni frá önd-
unarfærum eins og hósti, mæði, píp og surg eru
mismunandi eftir því hvar konan er stödd í tíða-
hring. Flest þessara einkenna eru hvað minnst
við egglos. Þessi vitneskja gæti gert meðferð
við einkennum markvissari,“ segir Bryndís.
Þegar rúmlega 2.000 konum, sem ekki höfðu
astma við upphaf rannsóknar, var fylgt eftir að
meðaltali í 12 ár var nýgreindur astmi þrisvar
sinnum algengari meðal þeirra kvenna sem fóru
í tíðahvörf samanborið við konur í sama aldurs-
hópi sem enn voru á blæðingum.
„Lungnastarfsemi versnar með aldrinum og
sérlega eftir tíðahvörf. Við sýndum fram á að
þetta gerist hraðar við tíðahvörf, en aldur segir
til um. Mikilvægt er að huga að þessu einkum
meðal kvenna með skerta lungnastarfsemi fyrir
tíðahvörf. Sú spurning vaknar hvort hægja
megi á þessari afturför með því að gefa kven-
hormón,“ segir Bryndís.
275 konum sem tóku kvenhormón var fylgt
eftir með mælingum á lungnastarfsemi í 20 ár
og niðurstöður þeirra mælinga bornar saman
við breytingar á lungnastarfsemi 383 kvenna
sem ekki tóku kvenhormóna. Niðurstöður þess-
arar rannsóknar sýndu að lungnastarfsemi
minnkaði hægar meðal þeirra kvenna sem tóku
kvenhormón og í réttu hlutfalli við þann tíma
sem hormónameðferðin varaði. „Greinilegt er
að kvenhormónar vernda lungnastarfsemi, en
það er ekki þar með sagt að allar konur ættu að
taka kvenhormóna, en sú meðferð getur haft
óæskilegar aukaverkanir að öðru leyti og verð-
ur að velja vel hverjum hún hentar,“ segir
Bryndís.
Rannsaka þrjár kynslóðir
Evrópurannsóknin Lungu og heilsa nær til
þriggja kynslóða. Upphaflegra þátttakenda, af-
komenda þeirra og foreldra. Vegna umfangs
rannsóknarinnar er hægt að sjá hvernig lífsstíll
og umhverfi hefur áhrif á heilsu næstu kyn-
slóða. Sem dæmi má nefna að almennt er vitað
að umhverfi mæðra á meðgöngu getur haft
áhrif á barnið. Í mæðravernd er lögð mikil
áhersla á að konur reyki ekki á meðgöngu. Mun
minna er vitað um hvernig umhverfi og lífsstíll
feðra og kynslóðarinnar á undan hefur áhrif á
ófædd börn þeirra.
„Í okkar rannsókn horfðum við ekki bara til
þess tíma sem barn er í móðurkviði heldur einn-
ig á tímann fyrir getnað. Til að athuga tengsl
reykinga foreldra, vinnu við logsuðu eða málm-
gufur við lungnastarfsemi og áhættu afkom-
enda að fá astma eða ofnæmi, skoðuðum við
rúmlega 21.000 foreldra og afkomendur þeirra
á aldrinum 2-51 árs,“ segir Bryndís.
Niðurstöður leiddu í ljós að ef faðir reykti
fyrir getnað barns, einkum ef hann byrjaði að
reykja fyrir 15 ára aldur, voru afkomendur
hans mun líklegri að hafa minnkaða lungna-
starfsemi, astma og ofnæmi. Þetta átti við jafn-
vel þó svo hann hafi hætt að reykja fimm árum
Íslenska teymið frá vinstri: Hjördís Sigrún
Pálsdóttir, Helga Norland, Davíð Gísla-
son, Bryndís Benediktsdóttir, Elín Helga
Þórarinsdóttir og Þórarinn Gíslason.
Áður óþekkt tengsl dregin fram
Komið er að 30 ára eftirfylgd í
Evrópurannsókninni Lungu
og heilsa. Um er að ræða
fjórða vers rannsóknar sem
þegar hefur skilað hagnýtum
niðurstöðum og varpað ljósi á
margt í sambandi við t.d.
kæfisvefn, astma og ofnæmi.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
’
Við höfum verið í samstarfi
við þá sem eru fremstir á
þessu sviði í heiminum og höfum
náð að byggja upp öflugt tengsl-
anet. Slíkt samstarf stuðlar líka að
markvissari greiningu og meðferð
okkar skjólstæðinga og um leið
betri nýtingu á fjármagni.