Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2022, Síða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2022, Síða 10
HEILSA 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.4. 2022 fyrir getnað barnsins. Það sama átti við ef faðir hafði unnið við logsuðu eða verið berskjaldaður fyrir málmgufum fyrir getnað barns. Það sama átti ekki við ef faðir byrjaði að reykja eða vinna við logsuðu eftir fæðingu barns. Ekki fundust sömu tengsl milli reykinga móður fyrir getnað. En ef föðuramma reykti á meðgöngu voru ömmubörnin hennar líklegri til að hafa skerta lungnastarfsemi, astma og of- næmi. Einnig kom í ljós að að ef faðir var í yf- irþyngd sem barn og einkum kringum kyn- þroska voru afkomendur hans líklegri til að hafa skerta lungnastarfsemi og astma. „Þessar niðurstöður benda til þess að huga eigi betur að forvörnum þegar kemur að lífsstíl og skaðlegu umhverfi drengja kringum kyn- þroska. Líklegt er að skaðleg efni í innönd- unarlofti og efnaskipti geti haft skaðleg áhrif á sæðisfrumur, en nauðsynlegt er að gera frekari rannsóknir til staðfestingar því,“ segir Bryndís. „Rannsókn okkar staðfesti einnig það sem vitað er að reykingar móður á meðgöngu hafa áhrif á öndunarfæraheilsu ófædds barns. Þá kom líka í ljós að ef móðir vann við ræstingar og notaði hreinsiefni hvort sem það var fyrir getnað barns, kringum getnað eða á meðgöngu voru af- komendur líklegri til að hafa astma.“ Einnig var skoðað hvernig svefnlengd og ein- kenni tengd svefni birtust meðal tæplega 6.000 foreldra og jafnmargra afkomenda þeirra. Svefnleysi og einkenni svefnleysis, þ.e. að eiga erfitt með að sofna, vakna oft á næturna, var marktækt algengara meðal afkomenda þeirra foreldra sem höfðu sömu einkenni. Það sama kom í ljós þegar hrotur, dagsyfja og það að sofa styttra en sex tíma á nóttu var skoðað, en ekki það að sofa lengi (meira en níu klst. á nóttu). „Niðurstaða okkar er að svefnlengd og ein- kenni tengd svefni liggja í fjölskyldum sem ekki var hægt að sýna fram á að tengdust lífsstíl eða umhverfi,“ segir Bryndís. Mikill munur eftir löndum Einn hvatinn að rannsókninni var mikil fjölgun á astmatilfellum víða um heim og hækkandi dánartíðni vegna astma þrátt fyrir virkari lyf. Menn höfðu séð að astmi var algengari í þétt- býli en strjálbýli og dánartíðni astma var mjög breytileg eftir löndum. Að sögn Davíðs sýndu niðurstöður úr fyrsta áfanga könnunarinnar mikinn mun eftir lönd- um á algengi astma og annarra einkenna frá öndunarfærum og auðreitni í berkjum (við- kvæmni fyrir ertandi efnum í berkjunum). Þannig var tífaldur munur á læknisgreindum astma eftir löndum, áttfaldur munur á auðreitni og fjórfaldur munur á ofnæmiseinkennum frá nefi. Enskumælandi lönd lágu hæst á þessum skala en Ísland var neðarlega á skalanum. Of- næmi var einnig mest í enskumælandi löndum og Sviss, en Ísland var með minnst ofnæmi og minnsta auðreitni. „Í öðrum hluta rannsóknarinnar árið 2000 var bætt við rannsóknum, m.a. á raka- skemmdum í íbúðarhúsnæði þátttakenda, sem sýndi að rakaskemmdir komu oftar fyrir í hús- næði í Reykjavík heldur en í Bergen, Upp- sölum, Gautaborg og Umeå. Einnig sýndi rann- sóknin að rakaskemmdir í húsnæði var áhættuþáttur fyrir öndunarfærasjúkdóma,“ segir Davíð. Í fyrsta áfanga rannsóknarinnar var algengi astma á Íslandi 3,4% hjá einstaklingum 20-44 ára að aldri, 17,8% sögðust vera með ofnæmi í nefi og 23,6 % voru með jákvæð próf fyrir fjór- um algengum ofnæmisvökum. Astma, ofnæm- iseinkenni frá nefi og ofnæmi var þá lægra á Ís- landi en hjá öðrum þáttökuþjóðunum og lægra en hjá öðrum þátttökusetrum á Norðurlöndum, að sögn Davíðs. „Þegar rannsóknin var endurtekin árið 2000 var hægt að átta sig betur á þróun astma. Þeir sem höfðu haft surg fyrir brjósti 1990 voru í aukinni áhættu að þróa með sér astma, og sama átti við um þá sem höfðu ofnæmi í nefi eða höfðu byrjað að reykja. Einnig fannst samband milli astma og bakflæði frá maga upp í vélinda, við hrotur og við það að búa í rakaskemmdu hús- næði. Það að menn losnuðu við astma tengdist því að hætta að reykja og því að einkenni astma voru væg við greiningu 1990,“ segir Davíð. Hægt er að mæla viðkvæmni í berkjunum, sem kölluð er auðreitni. Þetta var gert og mældist auðreitni lægst á Íslandi af öllum rann- sóknarþjóðunum. Aukin auðreitni tengdist of- næmi í nefi og ofþyngd hjá karlmönnum, en of- þyngd hjá konum hafði ekki sömu áhrif. Ofnæmi var minnst á Norðurlöndunum af þátttökuþjóðunum og þar var Reykjavík lægst á blaði. Mikilvægustu ofnæmisvakarnir sem tengdust astma voru kettir og rykmaurar, að sögn Davíðs. Ofnæmi fyrir rykmaurum var svipað í Reykjavík og á hinum Norðurlönd- unum, en þó fundust rykmaurar ekki í Reykja- vík. Hins vegar kom í ljós að þátttakendur í rannsókninni í Reykjavík höfðu mjög margir verið í snertingu við heyryk, vegna þess að þeir ólust upp í sveit, voru í sveit á sumrin eða önn- uðust hesta yfir veturinn. Í heyi er mikið um svonefnda heymaura, sem mynda krossnæmi við rykmaura. Fleiri skordýr geta myndað krossnæmi við heymaura svo og rækjur. Önnur faraldsfræðirannsókn á fæðuofnæmi sýndi að ofnæmi fyrir rækjum var algengt á Íslandi. Þórarinn rifjar upp að 210 rúmdýnur á Ís- landi hafi verið ryksugaðar í rannsókninni og aðeins tveir rykmaurar fundist: þar af annar hjá honum sjálfum. „Ég hafði komið með hann heim frá útlöndum,“ segir hann sposkur. „Sér- staða Íslands er með öðrum orðum fólgin í því að við erum með annars konar örveruflóru en nágrannalöndin. Það þarf að skoða betur í tengslum við öndunarfærasjúkdóma, svefn og fleira.“ Þórarinn bendir á, að örverur í meltingarvegi skipti máli í þessu sambandi og til standi að kanna það betur í eftirfylgdinni nú. „Við höld- um að þar sé svör að finna en þessar örverur framleiða alls konar bólguboðefni og eru með sterk tengsl við mjög marga sjúkdóma.“ Hár blóðþrýstingur og forstig sykursýki eru t.d. al- geng meðal kæfisvefnssjúklinga og benda rann- sóknir til að skaðlegar örverur í meltingarvegi geti átt þar hlut að máli og er það eitt af rann- sóknarefnum fjórðu rannsóknarinnar. Einnig var kannað samband astma og starfa viðkomandi. Rannsóknin sýndi að um 10% astmasjúklinga eru berskjaldaðir fyrir atvinnu- tengdri mengun, sem getur haft áhrif á astma. Það er mest áberandi hjá fólki sem vinnur við hreingerningar og umönnun. Algengi astma jókst um 4% á níu ára tímabili 1991-2000, og lyfjanotkun við astma jókst um 3%. Astmi fer enn vaxandi hér á landi en Davíð segir að við höfum ekki stigið á „ofnæmislestina“ fyrr en tuttugu árum á eftir öðrum Vesturlöndum. Kæfisvefn algengari en haldið var Svefn hefur verið skoðaður vandlega í rann- sókninni og fyrir 12 árum var öllum íslensku þátttakendunum boðið að fara í svefnrannsókn þar sem fylgst var með öndun og súrefnis- mettun með mælitækjum frá íslenska fyrir- tækinu NOX. Að sögn Elínar Helgu kom í ljós að kæfisvefn var mun algengari en áður hafði verið talið og var 15% þátttakenda boðin meðferð með svefn- öndunartæki. Hluti þeirra þáði meðferðina. „Kæfisvefn getur haft alvarlegar afleiðingar ef hann er ekki greindur og meðhöndlaður. Sjúk- dómurinn eykur m.a. líkur á hjarta- og æða- sjúkdómum, háþrýstingi og heilaáföllum. Að auki veldur kæfisvefn mikilli syfju hjá meiri hluta sjúklinga, en ekki öllum. Mikil syfja hefur áhrif á athygli og einbeitingu og þannig hefur margsinnis verið sýnt fram á tengsl dagsyfju við slys, bæði bílslys, vinnuslys og mistök við vinnu. Þá er dagsyfjan beinlínis lífshættuleg,“ segir Elín Helga. Það getur því verið til mikils að vinna að greina kæfisvefn og meðhöndla. „Eftirfylgdin mun veita okkur mjög gagn- legar upplýsingar um heilsufarslegan ávinning þess að hefja almenna skimun fyrir kæfisvefni hjá áhættuhópum.“ Í þessum fjórða hluta af rannsókninni verður öllum þátttakendum boðið að taka þátt í nýrri næturmælingu. Svefnmæl- ingarnar verða metnar með nýjustu úr- vinnslumöguleikum. Jafnframt höfum við hug á að bera saman þróun einkenna og breytingar á heilsu á þessu 12 ára tímabili. Mæld verða ný boðefni í blóði sem vonast er til að endurspegli hvað er að gerast jafnvel áður en einkenni og sjúkdómar koma fram,“ segir hún. Íslenska teymið er líka í öðru rannsóknarsamstarfi við Háskólasjúkrahúsið í Pennsylvaniu þar sem mælingar á kjarnsýrubrotum (microRNA) munu fara fram. „Væntingar eru um að blóð- prufa geti í framtíðinni jafnvel leyst hefð- bundnar svefnmælingar af hólmi a.m.k. hjá stórum hópi þeirra sem nú þurfa að sofa heila nótt tengdir ótal snúrum,“ segir Elín Helga. Margt er enn þá á huldu um hvers vegna sumir finna fyrir dagsyfju en ekki aðrir. Í rannsókn- inni fyrir 12 árum var spurt ítarlega um fæðu. Frumniðurstöður benda til þess að neysla á ein- földum kolvetnum (sykri) sé áhættuþáttur dag- syfju, jafnvel þegar tekið hefur verið tillit til helstu þekktra orsaka syfju. „Ef rannsóknin nú styður þessar vísbendingar þá eru það mikil- vægar upplýsingar, ekki síst ef okkur tekst að upplýsa um eðli sambandsins á grunni hinna nýju boðefna sem verða mæld.“ Umhverfisþættir eins og loftmengun hafa verið mældir í fyrri áföngum og Þórarinn segir að fróðlegt verði að halda því áfram. „Óhætt er að fullyrða að heildarborgarmengun sé lítil í Reykjavík, fyrir utan þá sem búa nærri stofn- brautum, sem eru á bilinu 10-15%. Þeir eru út- settir fyrir mengun eins og fólk í stærri borg- um. Það getur valdið ýmsum þekktum sjúkdómum, og eru væntanlegar niðurstöður nýrrar samantektar á sambandi astma og önd- unarfæra einkenna 60.000 íslenskra barna þar sem fæðingarþyngd, heilsufarsupplysingar og astmalyfjanotkun er metin m.t.t. búsetu og loft- mengunar. Í ELH höfum við þegar séð tengsl við hósta, slími, hrotur og jafnvel kæfisvefn, en talið er að loftmengun magni upp einkenni hans.“ Þórarinn segir upplýsingar sem þessar eiga brýnt erindi inn í ákvarðanatöku af ýmsu tagi, svo sem eins og þegar rætt er um að setja stofn- brautir í stokk. „Sú umræða verður oft tilfinn- ingaleg og pólitísk. Þess heldur þarf að bakka ákvarðanir upp með vísindalegum rökum. Við eigum verkfærin í þessu rannsóknarsamstarfi og samanburðarhópana, sem er mjög verð- mætt.“ Efla þarf klíniskar rannsóknir Þórarinn víkur í lokin að framtíð vísindarann- sókna á Íslandi, þar sem hann segir hafa hallað undir fæti á umliðnum áratugum. „Þegar við Davíð vorum að byrja á okkar rannsóknum á of- anverðum níunda áratugnum ásamt Bjarna Þjóðólfssyni og fleirum var Ísland í fremstu röð á Norðurlöndum hvað varðar birtar vísinda- greinar í klíniskum rannsóknum. Það er leitt til þess að horfa að því er ekki lengur að heilsa. Landspítalinn hefur ekki náð að halda í horfinu þrátt fyrir fjölgun starfsmanna. Heildarfjöldi birtra vísindagreina er allt of lítill og engin aukning í sjónmáli. Á sama tíma hafa sam- starfssjúkrahús okkar eins og í Bergen, Upp- sölum og Árósum þrefaldað birtingu greina. Og þetta eru ekki einu sinni sjúkrahús í höfuð- borgum sinna landa. Þetta er klár afturför hjá okkur.“ Í stað þess að benda fingri hingað og þangað, á hrunið, heimsfaraldurinn og aðra mögulega sökudólga, þá segir Þórarinn miklu nær að ein- beita sér að því að finna lausnir og laga þetta ástand. „Það sem þarf fyrst og fremst er vilji og breytt viðhorf til klíniskra rannsókna. Sem bet- ur fer eru jákvæð teikn á lofti og ferskir vindar blása um heilbrigðisráðuneytið um þessar mundir. Brýnt er líka að auka samvinnu milli Landspítalans og Háskóla Íslands einkum þeg- ar kemur að stærri klíniskum rannsóknum enda yrði ávinningurinn mikill. Þó þessar tvær stofnanir eigi margt sameiginlegt þurfa kerfin að ná að mætast. Þetta stendur okkur fyrir þrif- um í dag og gerir framkvæmd rannsókna og alla umsjá rannsóknarstyrkja of flókna. Stóra vandamálið er ekki bara skortur á fjármunum, heldur þarf að einfalda alla framkvæmd og gera umhverfi rannsókna liprara. Tökum okkur tak og eflum vísindastarf hjá vorri þjóð!“ Helga Norland við kulda- skilvindu sem notuð er til að undirbúa mælingar á kjarnsýrubrotum. ’ Sem betur fer eru jákvæð teikn á lofti en ferskir vind- ar blása um heilbrigðisráðu- neytið um þessar mundir. Hjördís Sigrún Pálsdóttir með margvíslegan búnað sem notaður er til næturrannsókna.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.