Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2022, Qupperneq 14
Þríburarnir pössuðu all-
ir á bringuna á Arnari
þegar þeir fæddust.
voru að bíða eftir að flytja í hús sitt. Foreldrar
Hönnu, Guðný Sigríður Magnúsdóttir og
Hilmar Theodór Björgvinsson, hafa verið þeim
stoð og stytta í gegnum allt.
„Þá gat Hanna setið í lazy-boy og hvílt sig
vel, ég gat sinnt vinnu á meðan foreldrar henn-
ar sinntu Ingibergi. Það hefur örugglega haft
sitt að segja með hvað allt gekk vel. Þau
stækkuðu vel og fæddust öll um tvö kíló,“ segir
Arnar og segir að þau hafi keypt hús þegar
þau gerðu sér grein fyrir stækkun fjölskyld-
unnar.
„Við ætluðum fyrst að vera í litlu íbúðinni en
sáum að það myndi aldrei ganga,“ segir Hanna
og segir 80 fermetra íbúð ekki
hefðu dugað undir sex manna
fjölskyldu.
„Við fluttum inn í
húsið fjórum dögum
fyrir fæðingu þeirra.
Við erum eiginlega
enn að koma okkur
fyrir því við höfum
ekki haft tíma eftir
að þau fæddust,“
segir Hanna og Arn-
ar bætir við að þau
hafi þurft að drífa í
húsakaupum því um leið
og börnin væru fædd hefðu
þau aldrei getað keypt húsið.
„Með fjögur börn á framfærslu
hefðum við aldrei komist í gegnum
greiðslumatið.“
Þau voru samt
svo pínulítil
Nú fæddust þau 1. apríl, var það
ákveðið fyrir fram?
„Nei, það var bara apr-
ílgabb, ég fékk smá
verki og við drifum
okkur niður á
Landspítala,“
segir Hanna sem
þá var komin 33
vikur og einn
dag.
„Það telst
mjög gott fyrir
þríburameðgöngu,
öllu yfir þrjátíu vik-
ur ber að fagna,“ segir
Arnar og þau segja bæði
að þau hafi aldrei efast um að allt
myndi ganga vel.
„Ég var rosa slök; ég hafði alltaf á tilfinning-
unni að þetta færi allt vel,“ segir Hanna og lýs-
ir aðdragandanum.
„Ég fann smá verki, eins og túrverki, og segi
Arnari frá því. Hann vildi að við drifum okkur
á Landspítalann því okkur hafði verið sagt að
koma þótt sársaukinn væri ekki mikill. Við
ákváðum þá bara að kíkja og á Reykjanes-
brautinni fann ég ekkert, en við komuna
mældust hríðar. Ég fékk stera og reynt var að
stoppa fæðinguna eða halda hríðum niðri á
meðan sterarnir væru að virka, en þeir hjálpa
lungum barnanna,“ segir Hanna.
„Þau voru svo tekin með keisara en það er
alltaf gert með þríbura,“ segir Hanna og Arn-
ar fékk að fylgjast með þrátt fyrir strangar
reglur vegna faraldursins.
„Ég tók upp myndband þegar þau komu í
heiminn. Þegar þau voru komin tók það mig
smá tíma að átta mig á þessu. Þau fóru beint í
hitakassa og voru tengd alls kyns slöngum og
maður stóð bara og horfði á börnin sín. Þetta
var ákveðið sjokk og það tók nokkra daga fyrir
þetta að síast inn. Svo fékk maður að halda á
þeim og tengjast þeim,“ segir hann en börnin
voru öll nokkuð stór miðað við fjölbura.
„Bjartur var 1.916 grömm, Írena 2.200
grömm og Þorri var 2.310 grömm,“ segir
Hanna.
„Þau voru samt svo pínulítil! Ég á mynd af
mér þar sem ég held á þeim öllum í einu og þau
rétt passa yfir bringuna á mér,“ segir Arnar
og segir að eftir nokkra daga hafi þau losnað
við slöngur sem hjálpuðu þeim að anda. Börnin
þrjú og foreldrarnir voru mánuð á vökudeild.
„Við fengum þarna fjölskylduherbergi og
börnin voru mest hjá okkur undir eftirliti. Það
er mikið fagfólk sem vinnur þarna og það er
jafn vel haldið utan um foreldrana og börnin,“
segir Arnar.
Þyrmdi ekkert yfir ykkur á þessum fyrstu
dögum?
„Ég held að maður hafi ekki áttað sig á því
hvað væri í gangi,“ segir Hanna, en hún er 28
ára og maður hennar þrítugur.
Aðspurð hvort ekki hafi verið erfitt að tengj-
ast þremur börnum í einu svarar Hanna:
„Ég náði að tengjast þeim strax en þegar
maður fær þrjú börn upp í hendurnar tekur
það langan tíma að tengjast hverju og einu
barni. Fyrst tengist maður bara þeim sem
heild; þríburunum. Nú finnst mér bara skrítið
að segja þríburarnir. Þau eru bara Írena,
Þorri og Bjartur,“ segir Hanna og
Arnar tekur undir þessa tilfinn-
ingu.
Mikið fyrir
lítinn strák
Á meðan hjónin voru í
burtu í mánuð sáu for-
eldrar Hönnu um Ingiberg
litla, sem allt í einu var ekki
lengur einbirni heldur stóri
bróðir þriggja ungbarna.
Hann fékk RS-
vírusinn einmitt
stuttu eftir að
systkini hans
fæddust og
því máttu
foreldrar
hans ekki
hitta hann í
hálfan mán-
uð. Hanna og
Arnar fóru svo
heim í nýja húsið
með litlu krílin, hús
sem þau höfðu aðeins
fengið afhent fjórum dögum
fyrr.
Hvernig var svo að koma
heim og vera ein með fjögur
börn?
„Okkur fannst það mjög
skrítið, ég man að við töluðum
mikið um það. Það fylgdi þessu
smá hræðsla því Bjartur var enn
að taka dýfur í öndun og enn með
mæli á sér, í svona viku í viðbót,“ seg-
ir Arnar.
Við tók daglegt líf, rútína þar sem bleiu-
skipti og pelagjafir voru í algleymingi.
„Rútínan var að gefa í tvo tíma og sofa í
einn. Þannig var allur sólarhringurinn okkar í
byrjun, svona fyrstu þrjá mánuðina,“ segir
Hanna og reyna þau að rifja upp þessa tíma.
„Ég fór að sofa í öðru herbergi og við skipt-
um nóttinni á milli okkar. Við erum eiginlega
bara nýfarin að sofa í sama rúmi,“ segir Arnar.
„Fyrstu tvær næturnar á þessu ári sem við
náðum bæði að sofa heila nótt var í gær og
fyrradag,“ segir Hanna en segir að þau hafi
auðvitað áður leyft hvort öðru að sofa heila
nótt.
„Í byrjun kom til okkar kona frá bænum
sem þreif en nú í janúar fengum við til okkar
au-pair,“ segir Hanna og segir það muna
miklu.
„Mesti munurinn er samt hjálpin frá
mömmu og pabba; þau eru alltaf hér á hverj-
um degi. Alveg stoð okkar og stytta,“ segir
Hanna.
„Við værum komin á geðsjúkrahús án
þeirra,“ segir Arnar í gríni, þótt þessu gríni
fylgi einhver alvara.
„Það er ekki hægt að vera einn með öll fjög-
ur börnin,“ segir Hanna.
„Já, sérstaklega ekki seinni part dags; það
gæti gengið snemma á morgnana, en þegar
úlfatíminn kemur gengur það ekki. Ingibergur
er líka á viðkvæmum aldri og við sáum í honum
hegðunarbreytingar,“ segir Arnar og segir
það skiljanlegt miðað við allar breytingarnar
sem urðu á lífi hans á þeim tíma sem þríbur-
arnir komu í heiminn.
„Hann hætti hjá dagmömmu, byrjaði á leik-
skóla, flutti út af eina heimilinu sem hann
þekkti til hjá ömmu og afa og svo flytjum við
hingað í fjóra daga og hverfum svo í mánuð.
Svo þegar við komum til baka flytur hann aft-
Þríburarnir
leika sér úti í
snjónum í vetur.
Bjartur
Þorri
Írena
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.4. 2022