Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2022, Page 32
SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2022
AVANA model 2570
L 224 cm Leður ct. 15 Verð 539.000,-
L 244 cm Leður ct. 15 Verð 559.000,-
LEUCA model 3186
L 167 cm Leður ct. 15 Verð 389.000,-
L 207 cm Leður ct. 15 Verð 439.000,-
STAN model 3035
L 170 cm Leður ct. 15 Verð 429.000,-
L 206 cm Leður ct. 15 Verð 479.000,-
TRATTO model 2811
L 145 cm Leður ct. 25 Verð 449.000,-
L 207 cm Leður ct. 25 Verð 579.000,-
ESTRO model 3042
L 164cm Leður ct. 25 Verð 439.000,-
L 198 cm Leður ct. 25 Verð 489.000,-
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur
(Visa / Euro) í allt að 6 mánuði.
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15
„Follow the Moskva. Down to Gorky Park,“ segir í upphafi Wind
of Change, hins fræga friðarsöngs þýska málmbandsins Scorpions
– eða öllu heldur sagði. Þeir félagar hafa nefnilega breytt textan-
um vegna innrásar Rússa í Úkraínu; þar segir nú: „Now listen to
my heart. It says Ukraine.“
Scorpions samdi lagið árið 1989 eftir að hafa komið fram á
friðartónleikum í Moskvu og það varð skömmu síðar eins konar
einkennislag fyrir fall kommúnismans og járntjaldsins. Í samtali
við miðilinn Loudwire Nights segir Klaus Meine söngvari að í ljósi
aðstæðna sé ekki lengur við hæfi að rómantísera Rússland og
Moskvu og fyrir vikið hafi blasað við að breyta textanum. „Við
vildum leggja okkar af mörkum til að styðja Úkraínu,“ sagði hann.
Scorpions eru núna með aðsetur í Las Vegas og á tónleikum um
daginn hvatti Meine gesti til að taka hátt og snjallt undir í Wind of
Change. „Við tileinkum lagið hinum hugrökku íbúum Úkraínu.“
Klaus Meine á tónleikum
í Las Vegas í lok mars.
AFP/Ethan MILLER
Afrússuðu Wind of Change
Úkraínumönnum berst stuðningur úr ýmsum átt-
um á þessum erfiðu tímum í sögu þjóðarinnar.
AFP/Fabrice COFFRINI
Scorpions breyta textanum í Wind of
Change til að mótmæla Úkraínustríðinu.
„Það hefir oft verið kveðið svo
sterkt að orði, að hjúskapurinn
væri hornsteinn þjóðfélagsins,
og enginn hefir orðið til að bera
brigður á það,“ stóð í Morgun-
blaðinu um miðjan apríl 1952.
„Þær koma því dálítið óþægi-
lega við menn frásagnirnar um
lausaleiksbörnin, að rúmlega
fjórða hvert barn, sem fæðist á
Íslandi, sé óskírgetið. Þeir, sem
hafa kynnt sér þessi málefni
bezt, segja þó, að hér sé ekki
eins bölvanlega ásatt og líti út
fyrir að vera. Að vísu eigum við
heimsmet í fæðingum lausa-
leiksbarna, en það sé af því, að
Íslendingar giftist helzt ekki
nema af einskærri ást, og því séu
hjónaskilnaðir hér undrafáir.“
Fram kom að mörgum þætti
of lítið gert fyrir þá, sem stofna
vilja heimili. „Það er nú stað-
reynd, að ekki er hægt að byrja
búskap með tvær hendur tómar,
ef lifa á mannsæmandi lífi, og
eignalausir frumbyggjar eiga
ekki aðgang að neinni lánastofn-
un, geta í mesta lagi kríað út lán
fyrir hringunum.“
Þessu var víst öðruvísi farið
áður, þegar það nægði, að ungu
hjónin ættu rúmflet eitt innan-
stokksmuna og ein herbergis-
kytra var feikinóg, þó að fjölgaði
í kotinu.
GAMLA FRÉTTIN
Íslendingar
giftast af ást
Íslendingar giftust helst ekki nema af einskærri ást fyrir sjötíu árum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Leifur Dagfinnsson
framleiðandi
Hugh Jackman
kvikmyndaleikari
Toni Kukoc
körfuboltamaður