Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2022, Side 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2022, Side 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.5. 2022 V ikan hófst líkt og sú næsta á undan í algerri óvissu um stjórn borgarinnar eftir óreiðukennd úrslit borgarstjórnar- kosninga um fyrri helgi. Bærinn iðaði í sögusögnum að símtölum og þreif- ingum þvers og kruss, en það þótti til marks um eitthvað að Dagur B. Egg- ertsson, tilvonandi fráfarandi borg- arstjóri, hefði orðið sér úti um app til dulkóðaðra símtala. Einar Þorsteinsson oddviti Fram- sóknar boðaði af því tilefni bakland Framsóknar til fundar við sig og gríðarlega fjölmennum fundi Fram- sóknarfélaganna í Reykjavík á mánu- dagskvöld ítrekuðu allir 18 fund- armenn samningsumboð oddvitans og kröfðust þess að hann yrði borg- arstjóri allt kjörtímabilið. Þrátt fyrir óveðursský yfir Ráðhúsi Reykjavíkur var mikil veðurblíða annars staðar, ísbíltúrar ollu umferð- aröngþveiti og ótta um matvæla- öryggi, en baðstrandir höfuðborgar- svæðisins fylltust af misvel dúðuðu fólki. Þrátt fyrir að víða hrikti í fjármála- mörkuðum var gleðin meiri hér á landi. Ölgerðin Egill Skallagrímsson kynnti hlutafjárútboð og skráningu á markað, sem tekið var með skálum og söng, en í sama mund var kynnt að bjórframleiðandinn Einstök ætlaði að sækja 140 m.kr. fjármögnun á net- inu. . . . Eftir að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, heyrði í gervöllu bak- landi sínu lagðist hann í símann og undir feld. Afraksturinn var sá að fjölmiðlar voru boðaðir á fund í Grósku við Háskóla Íslands, en þar greindi hann frá því að hann hefði boðið Samfylkingu, Pírötum og Við- reisn til formlegra meirihluta- viðræðna. Efasemdir komu þó upp um hver hefði boðið hverjum, þegar fram- kvæmdastjóra Grósku bar að garði og spurði hver hefði eiginlega gefið leyfi fyrir þessum fundi, sem sér hefði verið ókunnugt um. Dagur B. Eggertsson gekkst þá við því að hafa hringt í framkvæmdastjóra Vísinda- garða og beðið hann. Burtséð frá því hvort það var Dagur eða Einar, sem í raun réð ferðinni, þá var athyglisvert að borgarstjóri hefði hringt í framkvæmdastjóra Vís- indagarða. Hann er Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri í Ráðhús- inu, sem gekk plankann fyrir Dag í Braggamálinu, sællar minningar, en fékk Vísindagarða í sárabætur. Hælisleitendur komu mikið við sögu í vikunni vegna fyrirætlana um að senda úr landi nokkurn fjölda þeirra, sem varð innlyksa hér í heimsfaraldr- inum vegna þess að þeir vildu hvorki fara í PCR-próf né bólusetningu og því meinað að koma aftur til annarra ríkja í Evrópu. Sérstaklega var gagnrýnt að senda ætti fólk til Grikklands, þar sem að- búnaður hælisleitenda væri afleitur. Vandræðum olli í þessari umræðu að tölur virtust mjög á reiki, bæði um heildarfjölda og samsetningu fólks- ins. Víða var sagt að það væri 300 talsins, en reyndist vera þriðjungi færra. NASA, geimferðastofnun Bandaríkj- anna, er komin til Apavatns til þess að kynna sér hvernig er umhorfs á reikistjörnunni Mars. Nærsveit- ungar eru þegar farnir að kalla fólk í Grímsnesinu Marsbúa. Hafist var handa við að leggja nýjan sæstreng milli Íslands og Írlands, frá Þorlákshöfn til Galway, nánar til- tekið. Krakkar leika tölvuleiki fram eftir unglingsárum, en strákar þó miklu frekar en telpur. Þær drógu úr spila- mennskunni eftir 7. bekk. Draga tók úr fréttastreymi eftir kosningar og eftir því sem líklegra þótti að sumarið kæmi í ár. Af því til- efni voru sagðar fréttir af drifhvítum hrossagauk fyrir norðan. Í öðrum fréttum var sagt frá að sjald- gæfur og fallegur trjábukkur hefði fundist í frumskógum Austurlands. Það er bjalla, sem að sjálfsögðu er í Caterpillar-litunum. Enn kom þó ein og ein kosningafrétt eins og frá Tálknafirði, þar sem at- kvæði voru talin aftur, en á kosninga- nótt hafði verið dregið um 5. sætið í hreppsnefndinni, þar sem atkvæði um það féllu jöfn. Rannsókn Eurostat bendir til þess að brottfall Íslendinga úr námi og starfsþjálfun á aldrinum 18-24 ára sé næstmest í Evrópu. Aðeins Rúmenía skákar Íslandi á því sviði. . . . Viðræður fjögurra borgarstjórnar- flokka hófust og um leið hættu stjórnmálamenn að svara fjölmiðlum. Fundir fóru fram í veipmettuðum bakherbergjum til þess að ræða um málefnaágreining þrátt fyrir að odd- vitarnir hefðu sagt að hann væri nán- ast enginn. Hins vegar ætluðu þeir að geyma sér að ræða um hver skyldi skipa borg- arstjórastólinn og önnur embætti, ráð og nefndir. Út kvisaðist að Dagur B. Eggertsson vildi vera borgarstjóri fyrri hluta kjörtímabils, en að Einari Þorsteinssyni þætti það ekki jafn- skynsamlegt. Spurður um ganginn í viðræðum var ljóst að mönnum liggur ekkert á og sagði Dagur B. Eggertsson að þetta ætti að klárast á næstu vikum. Síðasti fundur fráfarandi borgar- stjórnar var haldinn í Ráðhúsinu og var að sögn tilfinningaþrútinn. Svo var boðað til samkvæmis í boði út- svarsgreiðenda og menn þrútnuðu enn frekar. Örlætið í borgarstjórn var annars mikið þessa daga, en samþykkt var að hækka kaupið í Vinnuskóla borg- arinnar um 7%. Þar eru um 2.300 nemendur skráðir i sumar. Hins vegar var starfsfólk í Ráðhúsinu ekki jafnörlátt á tíma sinn, þegar spurst var fyrir um hvers vegna starfsmenn yfirkjörstjórnar hefðu virt að vettugi lög, reglugerðir og hefðir, þegar einn þeirra birti sund- urgreiningu á því hvernig atkvæði hefðu fallið á kjörfundi annars vegar og utan kjörfundar hins vegar. Málefni hælisleitenda kraumuðu áfram í umræðunni, en gusu upp með óvæntum hætti þegar síra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarnes- kirkju, sagði fasistastjórn við völd í landinu, sagði forsætisráðherra og Vinstri græn hafa selt sálu sína, vera farísea, sek eins og syndin og kvað þau eiga vísa helvítisvist fyrir hönd- um. Þrátt fyrir mikla áherslu á náttúru- vernd og ferðamannafjöldann allan hefur komið í ljós að sáralitlar tekjur eru af nýtingu þjóðlendna. Þær námu samtals 20 m.kr. í fyrra en Vatnajökulsþjóðgarður, sá stærsti í Evrópu, hafði heilar 25 þúsund krón- ur upp úr krapanum. Lögreglan veltir fyrir sér að gera kröfu á tryggingafélag undirheima- foringja, en töluverðar skemmdir urðu á fjölda lögreglubíla, sem veittu honum eftirför þegar hann neitaði að virða fyrirmæli um að stöðva bíl sinn. . . . Blessuðum biskupnum þótti síra Davíð Þór Jónsson vera full- dómharður í orðum og veitti prelát- anum tiltal fyrir brot á siðareglum presta, sem hann lét sem vind um eyru þjóta og hélt áfram að láta eldi og brennisteini rigna yfir ráðherra og þingmenn. Ekki fer miklum sögum af kristin- dómi Vinstri grænna, svo efamál er að sálarheill þeirra sé í húfi vegna köpuryrða klerksins knáa. Þau kvört- uðu hins vegar sum yfir haturs- orðræðu hans í sinn garð, sem hann gaf hins vegar lítið fyrir. Mikil uppsöfnuð þörf er eftir skemmtun meðal landsmanna og voru sagðar af því fréttir að gríðar- legt álag væri á trúbadorum. . . . Ásdís Kristjánssdóttir er nýr bæjar- stjóri í Kópavogi, en samningar tók- ust með sjálfstæðismönnum og fram- sóknarmönnum um áframhaldandi meirihlutasamstarf í bænum. Þrátt fyrir tryllingslegar hækkanir á fasteignamarkaði að undanförnu hef- ur leiguverð ekki hækkað undan- farin tvö á að raunvirði. Jarðfræðingar segja verulega hættu á eldgosi á Reykjanesskaga, það sé fremur spurning um hvar og hvenær en hvort. Þrjú mál hafa komið upp þar sem starfsmenn Fiskistofu hafa kvartað undan áreiti eða óviðeigandi fram- komu í sinn garð við eftirlit um borð í fiskiskipum. Gamlir meirihlutar & nýir belgir Gleðin skein úr hverju andliti á fyrsta meirihlutaviðræðufundi Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar á miðvikudag. Eða úr öllum andlitum nema einu á þessari mynd. Að sögn var þar flest rætt nema skipting á embættum og öðru góssi. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 22.5.-27.5. Andrés Magnússon andres@mbl.is Til sölu er fasteignin Hólagata 20 í Reykjanesbæ, ásamt lóðarréttindum og rekstri, (Biðskýlið Njarðvík). Þar hefur í áratugi verið rekin veitingasala og sjoppa. Fasteignin stendur við eina af aðal umferðargötum Reykjanesbæjar. Eigninni fylgir samningur við olíufélag, sem greiðir fyrir aðstöðu á lóð og í hluta hússins. Óskað er eftir tilboðum. Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Jónsson, lögmaður, sími 669 7907, netfang: asgeir@loggardur.is. Til sölu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.