Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2022, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2022, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.5. 2022 B réfritari sá það í fréttum í gær að þá voru 40 ár frá því hann tók við emb- ætti borgarstjóra í Reykjavík. Sá er heilmikið fyrir afmæli, en einhvern veginn hafði þetta farið fram hjá hon- um, þótt býsna stór bautasteinn sé í starfslegri í tilveru hans, sem hefur komið víða við. Kom þægilega óvart Sjálfstæðismönnum í Reykjavík (og víðar) þótti sig- urinn í maí 1982 vera mikil og góð tíðindi. Og kjós- endur virtust ekki sjá eftir ákvörðun sinni, því að flokkurinn fékk ekki aðeins hreinan meirihluta í þess- um kosningunum, heldur í næstu kosningunum þar á eftir og í kosningunum 1990 hlaut flokkurinn 61% fylgi, það mesta sem flokkurinn hefur fengið í Reykjavík og 10 af 15 borgarfulltrúum í borgarstjórn. Örlítið hagfelldari skipting atkvæða hefði gefið flokknum 11 fulltrúa. Sú var ein ástæða fyrrnefnds fögnuðar sjálfstæðis- manna að þeir, sem höfðu barist fyrir meirihluta í borgarstjórn af miklu og góðu kappi í gegnum marg- ar kosningar voru margir þeirrar skoðunnar að tap- aðist meirihlutinn þá fengist hann sennilega aldrei aftur. Þrautreyndir flokkshestar fóru iðulega yfir þessa „staðreynd“ við nýja borgarfulltrúann, sem vann 9. sætið af 15 vorið 1974 og varð þá yngsti maðurinn sem kjörinn hafði verið í borgarstjórn Reykjavíkur. Það „met var slegið“ að sögn 2018, en var þó ekkert sam- bærilegt, því þá var illu heillu, búið að fjölga borgar- fulltrúum upp í 23 fulltrúa. Það var algjörlega óþarfur gjörningur og með fyrirsjánlegum miklum auknum kostnaði, og hefur að auki leitt til þess að fæstir borg- arbúar vita lengur hverjir skipa sæti í borgarstjórn Reykjavíkur og sýna lítinn áhuga á að fá að vita það. Ein af ástæðunum sem flokksspekingar gáfu sér fyrir því að meirihluti eins flokks kæmist aldrei aftur á ef meirihluti Sjálfstæðisflokksins tapaðist, var sú að í kosningunum á eftir myndi flokkurinn ekki njóta leið- sagnar sitjandi borgarstjóra sem unnið hefði sér traust borgarbúa. En það er auðvitað forsendan að borgarstjórinn hafi náð að vinna sér traust. Bjarni Benediktsson, síðar formaður Sjálfstæðis- flokksins og forsætisráðherra, varð borgarstjóri eftir fráfall Péturs Halldórssonar borgarstjóra. Gunnar Thoroddssen tók við af Bjarna 1947 er hann lét af störfum til að gegna ráðherrastarfi og Gunnar hafði góðan tíma til að afla sér trausts og vinsælda. Er Gunnar Thoroddsen varð fjármálaráðherra tók Geir Hallgrímsson við (ásamt Auði Auðuns, fyrsta borgar- stjóra úr röðum kvenna) og varð svo einn borgarstjóri tæpu ári síðar er Auður settist fyrst kvenna í ríkis- stjórn á Íslandi á vegum Sjálfstæðisflokksins. Geir fór fram sem borgarstjóri í kosningunum 1964, 1968 og 1972 og unnust seinustu kosningar hans árið 1970 tæpt. Þá tók Birgir Ísleifur Gunnarsson við starfi borgarstjóra á miðju kjörtímabili og leiddi svo flokk- inn til góðs sigurs í kosningunum 1974. Flokkurinn tapaði hins vegar kosningum 1978 naumlega eftir að tekist hafði að efna til mikilla og heiftrækinna deilna í þjóðfélaginu undir kjörorðinu „samningana í gildi“. Þjóðfélagið logaði allt í illdeilum, og átti eftir að verða dýrkeypt þjóðinni, en einkum þó þeim sem minnst mega sín og hafa minnst færi á að verjast sveiflum. Sá málatilbúnaður leiddi svo að auki til almennra upp- hlaupa í íslenskum stjórnmálum næstu árin. Einkar mótdræg skilyrði en hafðist samt Krafan um „samningana í gildi“, sem barist var fyrir af fullkomnu ábyrgðarleysi, leiddi til þess að verð- bólga rauk af stað, eins og sjálfgefið var. Kosningar fóru fram með aðeins árs millibili og leystu engan vanda og þref og undirmál af óvenjulega óábyrgum hætti, leiddi loks til þess að Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði frá toppi sínum og varð útkoman sú næsta kúnstug, því að varaformaður Sjálfstæðisflokksins varð forsætisráðherra, með örfáa stuðningsmenn úr þingflokki sjálfstæðismanna en formaður Sjálfstæð- isflokksins varð leiðtogi stjórnarandstöðunnar gegn ríkisstjórninni sem varaformaður hans stýrði! Þeir sem á vinstri kantinum stóðust ekki stjórn- málalegar freistingar sem þessi óábyrgasta gjörð ís- lenskrar stjórnmálasögu var, töldu einsýnt að enginn stjórnmálaflokkur, og allra síst burðarflokkur lands- ins, myndi lifa önnur eins ósköp af, og töldu að það gæti réttlætt hvað sem var, enda myndi þeirra staða batna til áratuga. Og það þurfti svo sannarlega að réttlæta hrein ósköp. Efnahagslífið splundraðist, hinn fámenni og í eðli sínu sundraði meirihluti stjórnar- innar varð fljótlega tæpari en boðlegt var, en náði ekki saman um að slíta samstarfinu! Og verðbólgan óð upp, sem aldrei fyrr hafði gerst í landi sem tók lýð- ræðisskyldur sínar alvarlega. Var hún komin í 80% á ársgrundvelli og náði upp í 130% þegar mælt var þriggja mánaða tímabilið sem verst fór. Fáum datt í hug, að Sjálfstæðisflokkurinn, klofinn í herðar niður með formanninn annars vegar og varaformanninn hins vegar í forystu stjórnar og stjórnarandstöðu, gæti komist trúverðugur frá sinni kosningabaráttu í kosningum um borgina vorið 1982. Albert Guðmunds- son og Davíð Oddsson börðust um leiðtogasætið í borginni. Albert studdi ríkisstjórnina en Davíð stjórnarandstöðuna. Sigraði Davíð hann naumlega. Þeir tveir náðu á hinnn bóginn að vinna vel saman í borgarstjórn, sem margir höfðu spáð mjög illa fyrir, Davíð sem borgarstjóri og Albert forseti borgar- stjórnar, uns hann hvarf úr því sæti til að verða fjár- málaráðherra 1983. Merkilegri tímamót en menn sjá fyrir Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins kom glaðbeittur á kosninganótt heim til tilvonandi borgarstjórahjóna og færði áritaða bók í tilefni hins óvænta sigurs og sagði við það tækifæri að þar hefðu orðið meiri tímamót en nokkurn óraði fyrir. Bókin sem hann færði gestgjöfum sínum var ævisaga Knud Zimsen borgarstjóra, sem lengst allra hefur setið í þeim stól, eða í 18 ár, en embættið var þá annarrar gerðar en síðar varð. En í aldursröðinni koma þeir svo Gunnar Thoroddsen, Geir og Davíð. Og svo vill til, þegar þetta 40 ára afmæli er nefnt til sögu, að þessir þrír, sem „komu saman“ fyrir atbeina Geirs á bók um Knud Zimsen, Úr bæ í borg, sem gefin var út 1952, Knud, Geir og Davíð, hafa setið samtals í 40 ár sem borgarstjórar í Reykjavík. Sé Gunnari bætt við, sem sat næstlengst allra borgarstjóra, hafa þeir fjórir setið í góða hálfa öld í því embætti og eins og geta má nærri hafa þeir náð að setja meiri svip á borgina sína en flestir aðrir úr þessari stöðu. Öflugra bakland, framtaksöm stjórn Enda má gefa sér, svo augljóst sem það er og er stutt af reynslu sögunnar, að borgarstjóri sem hefur meiri- hluta í borgarstjórn úr röðum flokkssystkina sinna er í miklu öflugri stöðu en þeir sem þurfa að semja sig áfram allar vikur kjörtímabilsins. Og staða kjósand- ans er einnig mun tryggari því að hann getur gengið að því vísu, hvar ábyrgðin liggur. Fráfarandi borg- arstjóri er raunar frægur fyrir það, að axla helst aldr- ei ábyrgð á einu eða neinu, og kennir allt öðrum, sem aflaga fer og er margt og mikið. Þó að sameiginlegur listi margra flokka, samanber R-listi, geri slíkt eitt- hvað þægilegra, munar þó enn mjög miklu. En það er óneitalega athyglisvert að sjá hvað sum- um dugar illa að vinna sig í raunverulegt álit sem borgarstjórar og það þótt þeir hafi ráðið sér ótalda áróðursmenn á opinberum launum, til að halda „ágæti sínu og merki“ á lofti í þéttu og gagnrýnislausu sam- starfi við „RÚV“. Samt tapar sá sami, sem hefur allt það forskot, í hverjum kosningum af öðrum og í síð- ustu tvennum kosningum meira en 12 % fylgis. En þeim sama þykir þó sjálfsagt að tilkynna að hann ásamt stubbum sem hafa stutt hann í hrunadansinum og kappi um að koma borgarsjóði á höfuðið, að til- Pendúllinn er ekki stöðugur í rásinni ’ En í hvert sinn sem tapið eykst er ekki látið duga að gefa þeim kjósendum í borginni langt nef, sem sýnt hafa eindreginn vilja til að losna við borgarstjórann. Þeim sömu kjósendum sem ofbýður hvernig sá sami heldur áfram að sigla höfuðborginni í strand, hvað sem aðvörunar- og uppsagn- arbréfum borgarbúa líður. Reykjavíkurbréf27.05.22

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.