Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2022, Síða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2022, Síða 17
kynna að sumir flokkar séu pólitískir holdsveiki- sjúklingar, sem þeir misstóru stubbar þurfi af heilsufarsástæðum að forðast eins og heitan eldinn. En í hvert sinn sem tapið eykst er ekki látið duga að gefa þeim kjósendum í borginni langt nef, sem sýnt hafa eindreginn vilja til að losna við borgar- stjórann. Þeim sömu kjósendum sem ofbýður hvernig sá sami heldur áfram að sigla höfuðborg- inni í strand, hvað sem aðvörunar- og uppsagnar- bréfum borgarbúa líður. Hann og stubbar hans, sem hrundu sumir líka í fylgi, telja sig getað neitað jafnvel hefðbundinni kurteisi gagnvart öðrum flokkum og það flokkum sem fengu mun meira fylgi frá almenningi en þeir, þótt það hafi svo sannarlega ekki verið neitt sem ástæða sé til að hrópa húrra fyrir að þessu sinni! En það verður kosið aftur og eftir þessa fram- göngu mun koma betri dagur eftir þennan dag og kjósendur loks fá langþráð tækifæri til að gefa þeim sem það eiga skilið enn lengra nef en þeim var gefið nú og gert var eftir kosningarnar þar á undan. Þetta furðulið fær ekki endalaust að bjarga sér á flótta undan kjósendum sem fyrirlíta þá. Myndin sveiflast óeðlilega mikið Á þessum vettvangi var reifað hversu miklar sveifl- ur hafa verið á mati á stöðu baráttunnar um land og líf í Úkraínu síðustu vikurnar. Í upphafi var það undirliggjandi skoðun á Vestur- löndum, þótt það væri ekki endilega orðað svo, að Pútín hefði skyndilega raðað upp ógrynni liðs við landamæri Úkraínu og stefndi í stríð. Sjálfur sagði hann að þessi mikli liðssafnaður væri alls ekki merki þess að innrás væri í vændum. Því næst hóf hann miklar heræfingar með bandamanni sínum í Hvíta-Rússlandi og ítrekaði þá, af því tilefni, að hvorugt þessa, eitt sér eða saman væri merki um að innrás Rússlands væri yfirvofandi. Fréttaskýrendur sem eru jafnan furðulega ein- radda fordæmdu óhreinlyndi Kremlarbóndans og ósvífnina, að viðurkenna ekki það sem augljóst var og hvert barn gat séð. Öll þessi framkoma væri í samræmi við skammarlegan feril Pútíns, var gjarn- an bætt við. En sennilega var Pútín að segja satt, eftir allt saman. Honum hafi þótt líklegast að „óvin- urinn“ gæti lesið það úr úr þessari stöðu, að samn- ingar um „sanngjanar“ meginkröfur Rússa væru eini raunhæfi kosturinn sem stjórnin í Kænugarði hefði völ á. Og kannski var það rétt hjá Pútín að þetta væri eini raunhæfi kosturinn sem Úkraína átti. En vandinn var sá, þetta var um leið sá kostur sem yfirvöld þar töldu sig ekki hafa. Niðurlægingin, að gefast upp fyrir hót- unum baráttulaust, yrði yfirþyrmandi og myndi sitja sem holundarsár í þjóðarsálinni árum, ef ekki öldum saman. Vesturlönd tóku nú að hóta hrikalegum efnahags- þvingunum (þau urðu að spýta í lýsinguna eftir dæmalausar efndir á hótunum um þvinganir eftir Krím 2014!). Þær reyndust vindur í leknum blöðrum, eins og menn ættu að muna, ekki síst íslenska utan- ríkisráðuneytið. Síbreytilega myndir, vonir og ótti En þessar háværu hótanir alls staðar frá gerðu enn erfiðara fyrir leiðtoga Úkraínu að hefja vopnahlés- viðræður fyrir fram! En fyrir tæpum mánuði urðu fréttaliðar og um- ræðustjórar vítt og breytt harla samdóma um að nú væri það að gerast sem engan hefði grunað. Sig- urhorfurnar hefðu kúvent. Úkraína væri nú komin með nokkrar sigurlíkur, sem ekki hafði örlað fyrir, og viku síðar hafði samsöngurinn og afl hans breyst í sig- urgönguna óvæntu sem Úkraína væri komin á. Á þessum stað var það hins vegar talið, að það virt- ist vanta allmörg þrep inn í þennan langa og bratta stiga, sem skyndilega hafði verið reistur upp við vegg vona og sigra. Í vikunni, sem er að líða, hefur pendúllinn því miður sveiflast til verri áttar. Ekki vegna þess, að eitthvað alveg sérstakt hafi gerst, heldur vegna þess að ósk- hyggjan var á óskiljanlegum yfirdampi vikurnar á undan. Talsmenn stjórnarinnar í Kænugarði segja nú, að Úkraína geti ekki sigrað nema tiltekin þungavopn í ákveðnu magni verði án tafar send til Úkraínu, svo þeim megi beita gegn Rússum sem þegar hafi lagst í illviðráðanlega sókn á svæðum sem stjórnin í Kænu- garði hefði getað varið hingað til, en kæmist nú ekki lengur hjá, að láta undan síga. Og þá hefðu Rússum opnast mun greiðari leið að öðrum svæðum, sem þeir teldu sig verða að vinna, til að geta fagnað nægj- anlegum árangri og sest við samningaborð sem sig- urvegarar. Hljómar því miður sennilegt Í fyrradag skrifar Con Coughlin, ritstjóri varnarmála í The Times, sem oft er glöggur, undir yfirskriftinni „að Pútín gæti verið við það að landa sigri sem kæmi óþægilega á óvart. Vesturlönd eru farin að sýna hættu- legt andvaraleysi með því að bregðast ekki við óskum um að sjá Kænugarði fyrir hergögnum sem stjórnina þar skortir sárgrætilega.“ Sérfræðingurinn bætir svo við: „Í örvæntingarfullri baráttu þjóðar Úkraínu fyrir tilveru sinni hefur svo sannarlega ekki skort neitt upp á fögur fyrirheit leið- toga á Vesturlöndum um stuðning og ekki þarf að efast um það að þeir þrá einlæglega að Vladimír Pútín muni bíða eftirminnilegur ósigur og það af stærri gerðinni. Loforðin hafa tekið til þungra vopna, skriðdreka og öfl- ugs búnaðar stórskotaliðs, herþotur og flugskeyti af margvíslegu tagi, sem duga megi til að tryggja að Pút- ín nái ekki markmiðum sínum um að ná heljartökum á þessum nágranna sínum í suðri. En hvað sem þessum fyrirheitum líður hafa her- stjórnendur Úkraínu allar ástæður til að spyrja sjálfa sig, þegar fjórði mánuður innrásar er hafinn, hvers vegna skorturinn á framantöldu sé enn jafn yfirþyrm- andi og áður. Því er vissulega ekki hægt að neita, að stuðningur NATO (Breta og Bandaríkjanna) hafði í upphafi átakanna skipt miklu máli fyrir Úkraínu, svo að þeim mætti takast að standa af sér fyrstu atlöguna að höfuðborginni.“ En Coughlin bætir við: „En eins og gömul sannindi hljóða, þá er það ekki öruggt að tapi Rússar þýðingar- mikilli orrustu, og henni pínlegri fyrir Pútín, þá sé þar með orðið öruggt að hann geti ekki unnið sitt stríð!“ Og svo segir höfundurinn, sem gengur þvert á þau álit sem hafa verið endurprentuð mjög víða: „Pútín brást hratt við byrjunarörðugleikum herferðar sinnar. Illa lukkaðir herforingjar fengu reisupassann. Leyni- þjónustuforingjar, sem ekki höfðu staðið sig, voru fangelsaðir og öllum megin áherslum breytt frá upp- haflegum ráðagerðum um að leggja alla Úkraínu undir sig og einbeita sér þess í stað að því, að ná töglum og högldum í Donbas-héruðunum í austri.“ Því miður hljómar þessi útlistun sérfræðingsins í varnarmálum sennilegar en maður mundi óska sér. En einhver grípur í næstu von sem flögrar hjá. En pendúllinn gæti sveiflast. En jafnvel hann hættir því að lokum. Morgunblaðið/Árni Sæberg 29.5. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.