Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2022, Síða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2022, Síða 18
Þ essi mikla aukning kemur svo sem ekki á óvart, leynt og ljóst hefur verið unnið að því að fella sprengihreyfilinn af stalli, og gengur svo langt að sam- kvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórn- arinnar í loftslagsmálum verður óheimilt að nýskrá dísil- og bensínbíla eftir 2030. Þá eiga rafbílar eða önnur vistvæn ökutæki að vera um 100.000 á götum landsins. Ekki til nóg af bílum Þróunin er þegar komin svo áleiðis að henni verður ekki snúið við, kaup- endur bíla vilja flestir rafbíla, og það sem stendur henni helst fyrir þrifum nú um stundir er að það er ekki til nóg af bílum; vegna ýmissa vandræða í framleiðslu á örgjörvum og fleira krami, vegna COVID, glórulausrar rafmyntaframleiðslu og innrásar Rússa í Úkaínu, ná bílaframleiðendur ekki að anna eftirspurn. Það er líka fleira sem þarf að vera í lagi, eins og til að mynda að rafbílaeigendur kom- ist í rafmagn, að þeir geti hlaðið bíla sína hvort sem það er heima eða úti í bæ, og svo líka er það spurning hvort innviðirnir geti tekið við þessari fjölg- un: er til nóg af orku og nóg af stöðum þar sem stinga má í samband? Miklir hagsmunir í húfi Rafbílasambandið er hagsmuna- samtök sem gæta hagsmuna eigenda rafbíla. Tómas Kristjánsson, formað- ur sambandsins, segir að rafbílavæð- ing landsins sé mikilvæg fyrir margt og þá ekki síst það hve miklir hags- munir séu á bak við að að Ísland nái markmiðum Parísarsamkomulagsins. „Við teljum til að mynda að fjár- málaráðherra sé algerlega úti að aka með þeirri fyrirætlun að hætta að fella niður virðisaukaskatt af rafbíl- um þegar nýskráðir hafi verið fimm- tán þúsund bílar, enda eru ekki nema rúmlega tvö þúsund bílar eftir. Þessir fimmtán þúsund bílar áttu að endast til loka árs 2023 en eins og Rafbíla- sambandið benti á, en okkar mat er að þessi ívilnun myndi ekki endast nema fram á mitt þetta ár.“ Innkaupsverð á rafbílum er hærra en á sambærilegum bensínbílum, enda þótt rafhlöður, stærsti kostn- aðarliðurinn við rafbíl, hafi lækkað umtalsvert verði. „Á móti kemur að rafhlöðurnar hafa stækkað svo mikið í bílunum að við njótum ekki hagræð- ingarinnar eins mikið og annars hefði orðið. Fyrir tíu árum voru 22 kíló- wattastunda rafhlöður algengastar í bílum en í dag er bílar yfirleitt með 70 til 90 kWs rafhlöður sem geyma fimm sinnum meira rafmagn en fyrir tíu ár- um og þótt rafhlaðan sé tíu sinnum ódýrari per kílówattstund.“ Ekki bara peningar „Þetta fer þó lækkandi á sama tíma og framleiðsla rafbíla eykst og okkar greining segir að eftir þrjú ár eða svo þá verði rafbíllinn orðinn hagkvæm- ari í framleiðslu en sambærilegur eldsneytisbíll. Þá er komið svigrúm til að fara að lækka afsláttinn, en hann snýst ekki bara um að gera raf- bíla ódýrari, heldur um að Ísland er bundið af Parísarsamkomulaginu. Við erum því ekki bara að tala um peningana, heldur líka um alþjóð- legar skuldbindingar og svo eru líka aðrir kostir rafbíla, til dæmis mengun í nærumhverfi — það að geta gengið meðfram stofnæðum höfuðborg- arsvæðisins án þess að vera að kafna úr mengun.“ 70% nýrra bíla rafbílar Brynjar Elefsen Óskarsson, fram- kvæmdastjóri sölusviðs BL, segir að rafbílavæðingunni miði hratt og svo komið að bílar sem eru að hluta eða að fullu rafdrifnir séu nærfellt 70% þeirra bíla sem BL hafi selt það sem af er ári. „Á síðasta ári var hlutfallið 65%, og þá 100% rafbílar 22%, tengil- tvinnbílar 30% og tvinnbílar 12%. Á þessu ári aftur á móti, er hlutfallið 70% það sem af er ári og skiptist þannig að 100% rafbílar eru 26%, ten- giltvinnbílar 31% og tvinnbílar 13%.“ (Í þessum tölum er gerður grein- armunur á tengiltvinnbílum, (PHEV eða Plug-in Hybrid) og tvinnbílum (HEV eða Hybrid).) Brynjar segir að tengiltvinnbílar hafi gegnt mikilvægu hlutverki í orkuskiptunum og svarað þörf á markaðinum þar sem kostir rafmót- orsins og sprengihreyfilsins séu sam- einaðir. „Það má segja að tengiltvinn- bílar séu svona milliskref sem fólk tekur í leið sinni að hreinum rafbíl og núna, með auknu úrvali 100% rafbíla og meiri drægni, þá á fólk auðveldara með að taka skrefið til fulls yfir í hreinan rafbíl. Hins vegar eru þarfir fólks mis- munandi og tengiltvinnbílar henta sumum betur í dag, má til dæmis nefna dráttargetu í því samhengi, en það eru fáir hreinir rafbílar í dag sem geta dregið meira en 1,5 tonn. Því tel ég að tengiltvinnbílar muni eiga fullt erindi hérlendis næstu árin, en eftir því sem rafhlöðutækninni fleytir áfram, og ef áætlanir um lækkun á framleiðslukostnaði rafhlaðna ganga eftir, þá geri ég ráð fyrir að vægi ten- giltvinnbíla minnki á markaðnum.“ — Innflutningur á nýjum bensín- og dísilbílum verður bannaður eftir átta ár. Hversu líklegt finnst þér að það muni ganga eftir? Bensín- og dísilbílar undir 3% 2025 „Ég hef verið þeirrar skoðunar lengi að það muni ekki reyna á þetta bann þar sem markaðurinn verður kominn þangað vel fyrir 2030. Ég gæti trúað að árið 2027 verði hlutfall hreinna bensín- og dísilbíla í nýskráningum komið undir 3%.“ — Algengt er að framleiðendur hafa lent í vandræðum með bíla, og þá ekki bara rafbíla, vegna þess að erfitt að er að fá í þá íhluti. Er að ræt- ast úr því eða er það viðvarandi vandi? „Lausn aðfangakeðjuvandans er ekki í sjónmáli eins og er það miður. Það hefur frekar aukið mjög á hann en ofan á hálfleiðaraskort sem myndaðist í framhaldi af Covid þá hefur stríðið í Úkraínu þrengt stöðuna mikið þar sem Úkraína framleiðir mikið af raf- magnsköplum fyrir bílaframleiðendur og Rússland er þriðji stærsti nikkel- framleiðandi í heimi. Síðustu vend- ingar í Covid þar sem Kína hefur verið lokað síðasta mánuðinn eða svo hefur síðan ekki hjálpað til. Það má gera ráð fyrir að þetta óvissustig varðandi bíla- framleiðslu muni vara vel inn á næsta ár og markaðir munu bítast um hvern einasta bíl sem verður framleiddur.“ Ný tækni og nýir framleið- eindur — Þegar maður skoðar lista yfir þá rafbíla sem til sölu eru hér á landi, til að mynda eru 117 bílar skráðir á veld- urafbil.is, sér maður ýmis merki sem hafa ekki sést áður og ljóst að það eiga eftir að vera ýmsar nýjar bíla- gerðir á götunum. Telur þú að það sé til marks um breyttan bílamarkað til frambúðar? „Ekki spurning, það munu eiga sér Ræstar út rafrennireiðar Á undanförnum misserum hefur hljóðlát breyting orðið á bílaflota landsmanna — hljóðlát að því leyti að háværir (og mengandi) bílar sem knúnir eru sprengihreyfli eru að víkja fyrir lágværum bílum sem knúnir eru rafmagni. Vissulega er sprengi- hreyfillinn enn ráðandi í bílaflotanum, en rafbílar sækja í sig veðrið og það svo hratt að mikill meiri- hluti nýrra bíla sem seldir hafa verið á árinu er rafbílar, yfir 70% hjá sumum innflytjendum. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Hleðsluhraði hefur aukist mikið á undanförnum árum, bæði í bíl- unum sjálfum og í öflugri hrað- hleðslustöðvum sem víða eru komnar upp. Brynjar Elefsen Óskarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs BL, telur að árið 2027 verði hlutfall hreinna bensín- og dísilbíla í nýskráningum komið undir 3%. Morgunblaðið/Eggert Guðjón Hugberg Björnsson, tæknistjóri hjá ON, segir að vel hafi gengið að koma upp hleðslustöðvum um allt land og hverfahleðslum hafi verið vel tekið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku, segir að mikill meðbyr sé með orkuskiptunum og fyrirtækið finni fyrir uppsafnaðri spennu eftir farald- urinn í að setja upp og framleiða hleðslustöðvar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambandsins, segir að orkuskipti snúist ekki bara um peningana, heldur líka um alþjóðlegar skuldbindingar Íslands og svo megi ekki gleyma öðrum kostum rafbíla, til dæmis mengun í nærumhverfi. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.5. 2022 BÍLAR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.