Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2022, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.5. 2022
08.10 Litli Malabar
08.15 Danspartý með Skoppu
og Skrítlu
08.30 Gus, the Itsy Bitsy
Knight
08.40 Gus, the Itsy Bitsy
Knight
08.50 Monsurnar
09.05 Mæja býfluga
09.15 Angry Birds Stella
09.20 Tappi mús
09.30 Adda klóka
09.50 Angry Birds Toons
09.55 Lína langsokkur
10.20 Angelo ræður
10.25 Denver síðasta risaeðl-
an
10.35 It’s Pony
11.00 K3
11.10 Are You Afraid of the
Dark?
11.55 Top 20 Funniest
12.35 Nágrannar
14.05 Simpson-fjölskyldan
14.25 City Life to Country Life
15.10 Race Across the World
16.15 Britain’s Got Talent
17.30 Okkar eigið Ísland
17.40 60 Minutes
18.26 Veður
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.45 Sportpakkinn
18.55 Ísland í dag
19.05 Skítamix
19.35 The Heart Guy
20.25 Silent Witness
21.20 Grantchester
22.05 Hotel Portofino
23.05 Two Weeks to Live
23.30 Brave New World
00.10 Shameless
ÚTVARP OG SJÓNVARP
Sjónvarp Símans
RÚV
Rás 1 92,4 . 93,5
Omega
N4
Stöð 2
Hringbraut
20.00 Uppskrift að góðum
degi – Bakkabjörður
Endurt. allan sólarhr.
16.00 Trúarlíf
17.00 Times Square Church
18.00 Tónlist
18.30 Ísrael í dag
19.30 Jesús Kristur er svarið
20.00 Blönduð dagskrá
18.30 Mannamál (e)
19.00 Suðurnesja-magasín
Víkurfrétta (e)
19.30 Útkall (e)
20.00 Heilsa og lífsgæði í
Hveragerði (e)
11.45 Dr. Phil
14.00 The Block
15.00 PEN15
15.30 Top Chef
16.30 Spin City
16.55 The King of Queens
17.15 Everybody Loves
Raymond
17.40 A Million Little Things
18.25 Ordinary Joe
19.10 Sögur sem breyta
heiminum
19.25 Ræktum garðinn
19.40 Young Rock
20.10 This Is Us
21.00 Law and Order: Special
Victims Unit
21.50 Billions
22.50 Dexter: New Blood
23.50 Strange Angel
06.55 Morgunbæn og orð
dagsins.
07.00 Fréttir.
07.03 Hringsól.
08.00 Morgunfréttir.
08.05 „Guð á margan
gimstein þann“.
09.00 Fréttir.
09.03 Svona er þetta.
10.00 Fréttir.
10.05 Veðurfregnir.
10.15 Bók vikunnar.
11.00 Guðsþjónusta í Ássókn
í Fellum.
12.00 Hádegisútvarp.
12.10 Síðasta lag fyrir fréttir.
12.20 Hádegisfréttir.
13.00 Sögur af landi.
14.00 Víðsjá.
15.00 Lestin.
16.00 Síðdegisfréttir.
16.05 Úr tónlistarlífinu: Ungir
einleikarar.
17.25 Orð af orði.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Ó gæfa Úteyjanna.
18.50 Veðurfregnir.
19.00 Óskastundin.
19.40 Björgunarferðin í Héð-
insfjörð 1947.
20.50 Heimskviður.
21.30 Í sjónhending.
22.00 Fréttir.
22.05 Veðurfregnir.
22.10 Á reki með KK.
23.10 Frjálsar hendur.
07.32 Elías
07.43 Rán og Sævar
07.54 Kalli og Lóa
08.06 Hæ Sámur
08.13 Sjóræningjarnir í næsta
húsi
08.24 Eðlukrúttin
08.35 Múmínálfarnir
08.57 Hvolpasveitin
09.24 Ronja ræningjadóttir
09.48 Grettir
10.00 Sóttbarnalög Hljóm-
skálans
10.35 Gengið um garðinn
11.10 Popp- og rokksaga Ís-
lands
12.10 Mugison og Cauda Col-
lective – Haglél í 10 ár
13.30 Þú sást mig
13.35 Landakort
13.50 Keflavík – ÍBV
15.50 Bikarkvöld kvenna
16.30 Okkar á milli
17.00 Manndómsár Mikkos –
Fyrsta þrautin – kajak-
róður
17.30 Menningarvikan
18.00 KrakkaRÚV
18.01 Sögufólk framtíðarinnar
18.40 Grænmeti í sviðsljósinu
19.00 Fréttir
19.25 Íþróttir
19.35 Veður
19.45 Örlæti
20.05 Ég sé þig
20.50 Blaðberinn
21.05 Vitjanir
22.00 Sæluríki
22.50 Annasöm nótt
00.30 Dagskrárlok
9 til 13 100% helgi með Stefáni Valmundar Stefán
spilar góða tónlist og fer yfir valið efni úr morgun- og
síðdegisþáttum K100.
13 til 16 100% helgi með Þór Bæring Þór Bæring
og besta tónlistin á sunnudegi. Þór er góður að þefa
uppi það sem fjölskyldan getur gert sér til skemmt-
unar á sunnudögum.
16 til 18 Tónlistinn Topp40 Ásgeir Páll Ásgeirsson
fer yfir 40 vinsælustu lög landsins á eina opinbera
vinsældalista Íslands sem er unninn í samstarfi við
félag hljómplötuframleiðenda.
„Sum lög koma
bara eins og hrað-
fæðing eða eitt-
hvað,“ segir Bjart-
mar Guðlaugsson,
einn af frjóustu
laga- og textahöf-
undum landsins, í
heimsókn sinni í Ís-
land vaknar á dög-
unum. Hann er
maðurinn á bak við mörg þekktustu lög landsins,
meðal annars Þannig týnist tíminn, Súrmjólk í hádeg-
inu (og Cheerios á kvöldin) og Sumarliði er fullur en
hann ræddi einmitt tilurð þess síðastnefnda í viðtal-
inu á K100. Hann heldur tónleika í Háskólabíói 18. júní
næstkomandi í tilefni af sjötugsafmæli sínu.
Viðtalið við Bjartmar er í heild sinni á K100.is.
„Fulli Sumarliði“ hreinlátasti
maður sem Bjartmar hefur séð
Cannes. AFP. | Nýjasta mynd
hrollvekju- og vísindatryllameist-
arans Davids Cronenbergs, Glæpir
framtíðarinnar (Crimes of the Fut-
ure) hefur vakið mikla umræðu á
kvikmyndahátíðinni í Cannes og
þykir líkleg til stórræða um
helgina. Þegar hún var frumsýnd á
þriðjudag uppskar hún dynjandi
lófatak í heilar sjö mínútur, en með-
an á sýningu stóð gengu líka tugir
út af myndinni vegna þess að þeim
ofbauð það sem á borð var borið.
Myndin er frekar eyðileg sýn á
framtíð kynlífs. Í aðalhlutverkum
eru Kristen Stewart, Lea Seydoux
og Viggo Mortensen, sem nú leikur
í fjórða skipti undir stjórn Cronen-
bergs.
Myndin gerist í eyðilandi þar sem
öll framleiðsla er hrunin. Ríkið leit-
ast eftir fullum yfirráðum yfir lík-
ömum manna og leit fólks að kyn-
ferðislegri útrás ristir djúpt í
orðsins fyllstu merkingu.
Cronenberg, sem er frá Kanada
og er orðinn 79 ára gamall, er
þekktur fyrir hryllingsmyndir á
borð við Fluguna (The Fly), Tví-
bura (Dead Ringers) og Tilveru
(eXistenZ). Hann sagði að hann
hefði ekki ætlað að gera pólitíska
mynd, en skírskotun hennar til mál-
efna á borð við aðförina réttinum til
fóstureyðinga í Bandaríkjunum færi
ekki á milli mála.
„Það er fasti í sögunni að ein-
hvers staðar er að finna stjórnvöld
sem vilja stjórna íbúunum“ með
„kúgandi valdi“ yfir líkömum
þeirra, sagði Cronenberg við blaða-
menn. „Í Kanada finnst okkur að í
Bandaríkjunum séu allir gengnir af
göflunum,“ sagði hann um hina
pólitísku orrustu um fóstureyð-
ingar.
Seydoux er þekkt fyrir leik sinn í
myndunum um James Bond. Hún
og Mortensen leika gjörninga-
listamenn, sem eru að reyna að laga
sig að heimi þar sem maðurinn get-
ur fengið stjórn á stökkbreytingum
í eigin líkama. Saul, sem Mortensen
leikur, býr yfir þeim eiginleika að
geta með viljastyrknum einum búið
til ný líffæri í eigin líkama í þeirri
viðleitni að hraða þróun sinni.
Seydoux leikur Caprice sem getur
skorið út í líkama hans þannig að
hans „innri fegurð“ kemur í ljós og
til verða nýir líkamspartar með
flóknu húðflúri.
Stewart leikur rannsóknarlög-
reglumanninn Timlin, sem starfar
hjá líffæraþjóðskránni og á að fylgj-
ast með því að menn gangi ekki of
langt í að nema nýjar lendur í þró-
un mannsins.
Stewart, sem fékk sína fyrstu til-
nefningu til Óskarsverðlauna í ár
fyrir frammistöðu sína í hlutverki
Díönu prinsessu í myndinni
Spencer, sagði að ákveðnir þættir í
myndinni hefðu verið sér og fleir-
um, sem unnu að gerð myndar-
innar, hulin ráðgáta, jafnvel eftir að
tökur hófust.
Mortensen sagði við AFP að
fjórða mynd hans í samvinnu við
Cronenberg væri ný reynsla. „Milli
okkar ríkir umfram allt vinátta og
traust og þetta traust gerir að
verkum að það er innan þæginda-
rammans að prófa óvenjulega hluti,
sem ég er ekki viss um að ég ætti
jafn auðvelt með að prófa með öðr-
um leikstjórum,“ sagði Mortensen.
„Ég held að myndir hans séu al-
mennt á undan sínum samtíma.“
Glæpir framtíðar eru meðal 21
myndar sem keppa um gullpálmann
í Cannes. Hann er veittur í dag,
laugardag (eða var veittur í gær,
miðað við dagsetningu þessa blaðs).
Viggo Mortensen, Lea Seydoux, David Cronenberg og Kristen Stewart kynna
myndina Glæpir framtíðar í Cannes. CHRISTOPHE SIMON / AFP)
AFP/Christophe Simon
CRONENBERG SÉR UM HRYLLINGINN Í CANNES
Konungur
óhugnaðarins
Myndin glæpir framtíðar eftir David Cronenberg mun ekki vera fyrir viðkvæma
og varð mörgum ómótt á frumsýningu hennar á kvikmyndahátíðinni í Cannes.
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is
IÐNAÐARMENN VERSLANIR
VEITINGAR VERKSTÆÐI
BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA