Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 29

Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 29
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/21 29 Niðurstaða úrskurðarnefndar Varðandi fyrra atriði kærunnar um að lögmaðurinn hafi ranglega fullyrt í sjónvarpsviðtali að eina ástæða þess að kæranda hefði verið falin forsjá barnsins hafi verið tálmun á umgengni, taldi úrskurðarnefndin að ekki væri hægt að líta framhjá því að niðurstaða héraðsdóms um skipan forsjár laut að miklu leyti að þeirri tálmun sem barnsmóðirin hafði viðhaft. Með hliðsjón af því var ekki talið að umfjöllun lögmannsins varðandi þetta atriði hafi gert á hlut kæranda í skilningi 1. mgr. 27. gr. laga nr. 77/1998. Varðandi seinna atriði umkvörtunarefnisins, sem laut að upplýsingagjöf lögmannsins um viðkvæm persónuleg einkamálefni kæranda, þá vísaði úrskurðarnefnin til þess að samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga um meðferð einkamála væri með öllu óheimilt að skýra opinberlega frá því sem gerist í lokuðu þinghaldi án leyfis dómara. Benti nefndin á að þrátt fyrir að í einhverjum tilvikum kynni slíkt að vera nauðsynlegt, svo opinber og óheft umræða um dóma gæti farið fram, ætti slíkt ekki við í málinu. Yrði að líta svo á að lögmaðurinn hefði miðlað í sjónvarpsviðtali viðkvæmum persónuupplýsingum í skilningi b. liðar 3. tl. 3. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sem varin væru af 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Í viðtalinu hafi einkamálefni kæranda sérstaklega verið sett í samhengi við samveru hans við barnið og hann þannig gerður tortryggilegur á sama tíma og fjallað var um málið í fjölmiðlum. Að ofangreindu virtu taldi nefndin háttsemi og framkomu lögmannsins í sjónvarpsviðtalinu ekki í samræmi við 34. gr. siðareglna lögmanna. Var það mat nefndarinnar að umrædd háttsemi hafi verið til þess fallin að valda kæranda hneykslisspjöllum í skilningi 35. gr. siðareglna lögmanna. Niðurstaða nefndarinnar var því sú að lögmaðurinn hafi með háttsemi sinni brotið gegn ákvæði 2. mgr. 9. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, 1. mgr. 11. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sbr. b. lið 3. tl. 3. gr. sömu laga og 34. og 35. gr. siðareglna lögmanna. Var háttsemin talin svo ámælisverð að ekki yrði hjá því komist að veita lögmanninum áminningu samkvæmt 2. mgr. 27. gr. laga nr. 77/1998. Anna Lilja Hallgrímsdóttir Lúðvík Emil Kaaber Lögfræðingur og löggiltur skjalaþýðandi í íslensku og ensku Klukkulandi, 471 Þingeyri Löng reynsla af þýðingum á réttarskjölum, samningum og greinargerðum fyrir lögmenn, fyrirtæki og opinberar stofnanir. Lögfræðimenntun og reynsla af lögmannstörfum. Símar 553 3389 og 861 8304. Netfang: lucius@simnet.is

x

Lögmannablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-2689
Tungumál:
Árgangar:
30
Fjöldi tölublaða/hefta:
116
Skráðar greinar:
699
Gefið út:
1995-í dag
Myndað til:
2024
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Lögmannablaðið inniheldur greinar um lagaleg málefni, fréttir og tilkynningar frá Lögmannafélagi Íslands og er sent til allra félagsmanna. Útgáfudagar blaðsins eru í mars, júní, október og desember

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað: 3. tölublað (2021)
https://timarit.is/issue/423809

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3. tölublað (2021)

Aðgerðir: