Mosfellingur - 02.06.2022, Blaðsíða 2

Mosfellingur - 02.06.2022, Blaðsíða 2
Í þá gömlu góðu... Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is) MOSFELLINGUR www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is Næsti Mosfellingur kemur út 23. júní Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is Ritstjórn: Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is Prentun: Landsprent. Upplag: 5.000 eintök. Dreifing: Afturelding. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Ingibjörg Valsdóttir ISSN 2547-8265 Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag. Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti. Já, þær verða að teljast sögulegar nýafstaðnar kosningar hér í Mosfellsbæ. Framsókn gjörsamlega kom, sá og sigraði. Fór úr 2,9% í 32,2% og rúmlega tífaldar fylgi sitt frá síðustu kosningum. Hlýtur að vera Norðurlandamet. Allir hinir flokkarn- ir töpuðu fylgi nema Vinirnir. Þetta hef ég líka alltaf sagt, að sveitarstjórn- arkosningar snúast fyrst og fremst um fólk. Flokkarnir eru allir með svipaðar stefnuskrár. Halla Karen oddviti Framsóknar er stórsigurveg- ari þessara kosninga ásamt sínu fólki. Þarna er verið að meta fólk að verðleikum í gegnum tíðina, ekki bara af kynnum fyrir kosningar þegar allir vilja allt fyrir alla gera. Sjö konur eiga nú sæti í bæjarstjórn og þrjár þeirra hafa myndað meirihluta með sínum flokkum (B, C og S) og ætla að taka að sér það ábyrgðarfulla hlutverk að stýra bæjarskútunni næstu fjögur árin. Sögulegar kosningar Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings www.isfugl.is 6 - Fréttir úr bæjarlífinu2 VOR OG SUMAR Árið 1985 var efnt til Vorhátíðar í Varmárskóla með tilheyrandi tilstandi. Á dögunum rakst undirritaður á fallegt barmmerki og ljósmynd sem varð til þess að rifja upp tilurð þess. Efnt var til samkeppni fyrir hátíðina um merkið. Sigurvegari var Hjörleifur Jónsson, þá 12 ára. Hvar er hann í dag? Hjörleifur var slagverksnemandi hjá Reyni Sigurðssyni og félagi í Skólahljómsveit Mosfellssveitar. Hann fór í fram- haldsnám til Hollands en hefur nú um langt skeið verið skólastjóri Tónlistarskóla Akureyrar. Héðan og þaðan Birgir D. SveinSSon SkólaStjóri afhenDir hjörleifi viðurkenningu Í síðasta pistli var birt ljósmynd úr Mosfellspóstinum af gömlum nemendum í Brúarlandsskóla og nafnalisti með. Í ljós kemur að þarna var meinleg villa á ferðinni. Í aftari röð hafa víxlast nöfn, nr. 4 er Halldór Benediktsson frá Álafossi og nr. 5 er Héðinn Sveinsson frá Leirvogstungu. Barmmerki vorhátíðar varmárSkóla

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.