Fréttabréf Stómasamtakanna - 01.11.1981, Síða 2

Fréttabréf Stómasamtakanna - 01.11.1981, Síða 2
2 Er þaó ekki gott að geta haft samband við samferðafólk sem þekkir leiðina framundan, meira en af afspurn? Kristinn Helgason. Hugleiðing Þegar læknirinn tilkynnir sjúklingi að hann verði að ganga undir aðgerð, sem leiöir til þess að hægðir fara aðra leið frá likamanum, en eðli- legt er, skapast nýtt og óþægilegt viðhorf til lifsins hjá viðkomandi. Við erum ekki fyrirvara- laust tilbúin til að breyta lifsvenjum okkar allra sist hvað þetta snertir. En eftir þvi sem við veltum málinu lengur fyrir okkur, þá sjáum við að margur verður fyrir miklu stærri áföllum og að næstum ekkert er óyfirstiganlegt með góðum vilja. Þaó er ekki um annað aö velja en að sætta sig við orðinn hlut og leita upplýsinga og þreifa sig áfram með þeim hjálpartækjum, sem fáanleg eru. Nú orðið er allt þetta miklu auðveldara en áður var. Félag stómafólks hefur tekið til starfa og er alltaf reiðubúið til að veita upplýsingar og aðstoð hverjum þeim sem leitar eftir. Það er afar mikilsvert á fyrsta skeiði eftir uppskurð, að fá réttar upplýsingar og hughreist- ingu við þessar aðstæður. Öll erum við menn með mannlegar tilfinningar og þrár og eigum þvi sam- leið i bliðu og strióu. Það er og mikilsvert að kunna að taka lifinu eins og það birtist hverju sinni og vita að vió stöndum ekki ein og óstudd i baráttunni. Stefán H. Halldórsson.

x

Fréttabréf Stómasamtakanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Stómasamtakanna
https://timarit.is/publication/1686

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.