Fréttabréf Stómasamtakanna - 01.11.1981, Blaðsíða 4

Fréttabréf Stómasamtakanna - 01.11.1981, Blaðsíða 4
4 Stjórn Stómasamtakanna Á aðalfundi félagsins i april 1981 voru þessi kosin i stjórn: Formaður: Ritari: Gj aldkeri: Varaform.: Kristinn Helgason Grundargerði 9, Rvk. s. 33723 Stefán H. Halldórsson Móabarði 8 a, Hf. s. 51123 Þórey Svanbergsdóttir Espigerði 4, Rvk. s. 83776 Jóhanna Baldursdóttir Hólabraut 14, Hf. s. 50573 Benedikt Guðlaugsson, Flókagötu 9, Rvk. s. 23573 Ef einhver hefur eitthvað að segja eða spyrja, þá er okkur ánægja að hlusta og/eða svara, eða þá að reyna að útvega svar. Hjúkrunarfræóinemar. Síðari hluta árs 1980 gerðu 4 nemendur í hjúkrunarfræði i Haskóla íslands könnun a stöðu stómaþega á íslandi og var þetta þáttur í námi þeirra. Könnun nemendanna hljóðar upp a 56 bls. Þar sem margt af okkar fólki tók þátt í þessari könnun (svaraði spurningum), eru óefað margir sem áhuga hafa á að vita hvað út úr henni hefur komið. Her er af mörgu að taka og verður aðeins minnst á örfa atriði að þessu sinni vegna rúmleysis. Á bls. 5 um "Val viðfangsefnisins" segir: Höfundar þessa verkefnis hafa unnið á skurðlækninga- deildum og veitt þvi eftirtekt, að mikið vantar á að hjúkrun sé markviss fyrir þá sjúklinga sem gangast undir stóma- aðgerðir". Siðar er vitnað í athyglisverða grein eftir amerískan h júkrunarfræðing . Þar segir m.a.: "H jiókrunarfræðingar noti hjúkrunarferlið, en það hefur í för með sér einstaklings- bundnari hjúkrun og auknar líkur a að sem flestar þarfir sjúklings verði uppfylltar. Það er sérstaklega mikilvægt að sami hjúkrunarfræðingur annist sjúkling, en það eykur enn líkur á betri aðlögun, m.a. vegna traust sambands sem getur myndast á milli þeirra". Kristinn Helgason.

x

Fréttabréf Stómasamtakanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Stómasamtakanna
https://timarit.is/publication/1686

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.