Fréttabréf Stómasamtakanna - 01.02.1997, Blaðsíða 1

Fréttabréf Stómasamtakanna - 01.02.1997, Blaðsíða 1
Fréttabréf Stómasamtakanna 1. tbl. 17. árg. Febrúar 1997 Blað 62 Mannfagnaður Þorrablót Stómasamtökin bjóða félögum sínum og fjölskyldum þeirra til þorrablóts föstuilaginn 14. febrúar í húsnæði Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 4. hæð. Húsið verður opnað kl. 19.30 og er gert ráð fyrir að borðhald hefjist um kl. 20. Boðið verður upp á léttar veitingar gegn vægu gjaldi. Við ællum okkur að eiga rólegt og þægilegt kvöld og sjálfsagt er að taka upp léttara hjal að málsverði loknum. Gleymið því ekki að taka með ykkur góða skapið. FUNDUR í MARS EÐA APRÍL Tilfinningalíf stómaþega Margir sem fara í stómaaðgerð, einkum þegar um varanlega stórníu er að ræða, lenda í tilfinningalegri kreppu og félagslegri einangmn - a.m.k. fyrstu mánuðina eftir aðgerð, jafnvel lengur. Mörgurn fxnnst að þeir geti ekki lengur látið sjá sig á stöðum þar sein þeir þurfa að afhjúpa nekt sína, svo sem á stundstöðum og í leikfímisölum. Slík viðbrögð eru ofur eðlileg. Það þarf líka dálítinn kjark til að sýna sig á almenningsstöðum með pokann utan á sér, gerandi ráð fyrir að allir stari á mann eins og maður sé eitthvað vanskapaður. Fyrsta skrefíð í þá átt að brjóta þennan múr, rjúfa þessa félagslegu einangrun er alltaf erfiðast. Þetta er þó liátíð hjá tilfinningalegri líðan stómaþega, einkum og sér í lagi þegar um jafn viðkvæm mál og kynlífíð er að ræða. Hvernig líður unglingi með stóma þegar kynhvötin fer að vakna hjá honum? Einangrast liann frá félögum sínum? Verður hann fyrir aðkasti? Leitar hann aðstoðar sálfræðings? Við í stjórn Stómasamtakanna ætlum að halda almennan félagsfúnd seinni hluta marsmánaðar eða í aprílbyrjun um félagslega einangrun stóinaþega, sálrænt ástand þeirra og tilfinningalíf, ekki síst með hliðsjón af kynlífmu. Við ætlum að fá fólk með faglega þekkingu á þessu sviði, fólk sem ekki er óvant því að tala við fólk sem lent hefur í félagslegri einangnin eða tilfinningalegri kreppu vegna skurðað- gerða eða breytinga á starfsemi líffæranna. Við viljum því hvetja ungt fólk sérstaklega til að mæta á þennan fúnd og taka þátt í umræðum. Við ætlumst að sjálfsögðu ekki til að fólk fari að segja frá persónulegri reynslu heldur noti tækifærið til að fræðast uin þessi mál og spjalla við „þjáningarbræður og þjáningarsystur“. Þessi fúndur verður auglýstur í næsta fréttabréfi.

x

Fréttabréf Stómasamtakanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Stómasamtakanna
https://timarit.is/publication/1686

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.