Austurglugginn - 03.10.2002, Qupperneq 2
2 - AUSTUR • GLUGGINN
Fimmtudagur 3. október
Spurning vikunnar
- Ertu með byssuleyfi?
Spurt á Borgarfirði
Jóhanna Óladóttir
Nei, en ef ég vœri með það myndi ég fara ú rjúpu og gœsaveiðar og
myndi stunda þaó mikið hugsa ég.
Olafur Hallgrímsson
Að sjálfsögóu. Vppáhaldsskotmark er það sem ég hitti hverju sinni.
Sigurlína Kristjánsdóttir
Nei, ég veit ekki hvort ég myndi þora að skjóta úr hyssu.
Arni Björgvins (Bóij Sveinsson
Já, ég er búinn að hafa byssuleyfi síóan ég var 18 ára. Eg skaut
tófur í gamla daga ef ég var með rétt gleraugu.
Einbreið brú yfir Kaldá
Áskrifandi Austurgluggans vakti
athygli á því að brú sem nýlega
var lögð yfir Kaldá á leið til
Vopnafjarðar væri einbreið. Hann
spurði hvers vegna þetta væri
þegar yfírlýst stefna væri að fækka
einbreiðum brúm á landsvísu.
Einar Þorvarðarson umdæmis-
stjóri Vegagerðarinnar hafði eftir-
farandi að segja um málið. „Eftir
skemmdimar fyrr í sumar á brúnni
yfir Kaldá, var vegna mikils kostn-
aðar við uppbyggingu nýrrar tví-
breiðrar bniar (70-80 mkr), ákveð-
ið að fjarlægja yfirbyggingu brúar-
innar og setja stálbita og timbur-
gólf í stað steyptu yfirbyggingar-
innar, eftir afréttingu og styrkingu
á löskuðum stöpli. Áætlaður kost-
naður er um 15-20 milljónir króna.
Kostnaðarmunur er hér mikill
og ekki hlaupið að því að útvega
fjármagn til að brúa þann mun.
Auk þess er rétt að minna á að
umferð er mjög lítil um brúna á
Kaldá miðað við umferð á þeim
brúm sem nú er mest áhersla lögð
á að breikka," sagði Einar.
KO
Spurt og
Elsa Amardóttir forstöðukona
Fjölmenningasetursins á Vestijörð-
um heimsótti Austurland nýlega
og hélt námskeið undir formerkj-
unum 'Spurt og svarað á tælensku'.
Um er að ræða viðbót á sím-
svörunarþjónustu Fjölmenninga-
seturs fyrir fólk af erlendum upp-
runa sem var formlega tekin í
notkun 6. júní síðastliðinn. Þjón-
ustan, sem er rekin í samstarfi við
Rauða kross íslands, fer fram á
landsvísu og hefur það að mark-
miði að fólk geti nálgast upp-
lýsingar um réttindi sín og skyldur.
Pólska er í síma 470 4708 og
serbneska og króatíska í síma 470
4709. Á Þjóðahátíð Austfirðinga
síðastliðinn laugardag var, í sam-
starfi við Rauða kross deildimar á
Austijörðum, opnuð símalína á
tælensku og númerið er 470 4702.
Elsa segir að námskeiðið hafi
gengið mjög vel. Símaþjónustan
virkar þannig að túlkur svarar í öll
númerin frá 16:30 til 19:00 á
þriðjudögum, en þess á milli er
símsvari í gangi þar sem hægt er
að leggja inn fyrirspumir. Sím-
svarinn gefur einnig upplýsingar
um hvenær túlkurinn er við og
segir Elsa að í framtíðinni sé ætl-
unin að setja inn algengar spum-
ingar og svör á símsvarann.
Fjölmenningasetrið er staðsett á
ísafirði og er Elsa eini fasti starfs-
maður þess. Hún segir að undir-
tektir við símaþjónustunni hafi
Fæðingarhjálp
á Austurlandi
Árlega fæðast u.þ.b. 100 böm á
starfssvæði HSA. Af þessum 100
bömum hafa 20-30 fæðst á Sjúkra-
húsinu á Egilsstöðum og 30-40 á
Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup-
stað. Það er og hefur verið stefna
HSA að halda uppi fæðingaþjón-
ustu á báðum þessum stöðum.
Á siðustu mánuðum hafa þrjár
starfandi ljósmæður flutt af
starfssvæði stofnunarinnar og ekki
hefur tekist að fylla í þau skörð.
Því er svo komið að vegna
ljósmæðraskorts er stofnunin
neydd til að leggja niður
fæðingarþjónustu á Egilsstöðum
um óákveðinn tíma, en áfram
verður þar aðstaða fýrir
sængurlegu.
Fjórðungssjúkrahúsið í Nes-
kaupstað mun áfram starfrækja
samskonar fæðingaþjónustu og þar
hefur verið veitt.
Heilbrigðisstofnun Austurlands
er í samvinnu við stéttarfélag
ljósmæðra ofl að leita ljósmæðra í
stað þeirra brottfluttu og er mikil-
vægt að það takist til að stofnunin
geti þjónað Austfirðingum í sam-
ræmi við stefnu sína og þarfir
fjórðungsins.
Framkvœmdastjórn HSA
svarad á tælensku
verið mjög góðar. „Við önnum til
dæmis eiginlega ekki pólskunni og
þurfum væntalega að fara að fjölga
tímum sem túlkurinn er við.“
Hún segir að spumingar snúist
gjaman um eitthvað sem snertir
atvinnu- og dvalarleyfi sem og mál
varðandi sameiningu fjölskyld-
unnar, það er hvort maki eða böm
geti komið til landsins. „Þetta er
alveg í fyllsta trúnaði og ekkert
gert nema með samþykki fólks,“
segir hún.
KO
Fyrirspurn
um Skjá 1
Mig langar til að senda Austur-
glugganum þessa fyrirspurn og
óska eftir svari frá bæjarstjóra
Fjarðarbyggðar.
Ég brá mér suður fyrir göngin í
fjallinu og horfði þar á sjónvarpið
á rás sem kostar víst ekkert um
landið allt og heitir Skjár 1. Mér
skildist að hún væri löngu komin í
Eskifirði, Reyðarfirði, Egils-
stöðum og víðast annarstaðar en í
Neskaupsstað. Það er því verið að
mismuna fólkinu í Fjarðarbyggð á
tímum sem fæst kostar þar ekki
peningaútlát og vil ég ekki láta
skilja mig útundan varðandi slíka
þjónustu í Norðfjarðarsveitinni,
sem tilheyrir líka Fjarðarbyggð.
Ég vil því spyrja hvað sé eiginlega
í gangi hjá öllum þessum snill-
ingum sem hlut eiga að máli þessu
og biðja um svör í næsta blaði.
Ég sendi heilladísunum okkar
bestu kveðjur með ljóðadísunum
mínum svohljóðandi, þótt sam-
hengið sé aukaatriði.
Fjöldþýðir gœðingarjúndtst hér áðw:
Farinn að eldast ég man þessa daga.
Mötg kvöldinfógar ég reið út allsgáður.
Ævintýr mín eru lífsreynslusaga.
„ Við erum rassfastir feðgar" sagði faðir
minn.
Á bamsaldvmm við báðir skriðum.
Er bœttist aldir þá við riðum.
Líkast til endar hér bcendatið bara.
Býsna er þar orðin djúgþjóðarsaga.
Ríkissjómir ruplandi koma ogfara,
reyna að eyða landið nœtursem daga.
Einar Sigfússon,
Stóðbóndi,
Skálateigi 2
Björgfunarsveitm Gerpir heldur
aáalfund sinn aá Nesi, húsi félagfsins,
miávihudagfinn 9* ohtóher lduhhan
20.00. Venjulegf aáalfundarstörf. Þeir
sem vilja cfang’a til liás við sveitina eru
hvattir til aá mæta á fundinn.
Stjómin
Bratz dúkkurnar komnar aftur
• til 5. október
,0% afsláttur SaTIil
CríMní 00 rennilúsur ný komið
Bókabúðin Eskja-8.476 1160