Austurglugginn - 03.10.2002, Page 6
6 - AUSTUR • GLUGGINN
Fimmtudagur 3. október
Miklar væntingar í Eskifirdi:
Borun að Ijúka
Bœjarrád Fjardabyggöar skoðar aðstœður á borstað. Frá vinstri: Omar Bjarki Smárason jarðfrœðingur,
Guðmundur Bjarnason bœjarstjóri, Helgi Seljan bœjarfulltrúi, Sveinbjörn Þórisson bormaður, Smári Geirsson
formaóur bœjarráðs, Gunnar Jónsson forstöðumaður stjórnsýslusviðs, Hallfrtður Bjarnadóttir varabœjarfulltrúi
og Þorbergur Hauksson forseti bœjarstjórnar.
Tíðindamaður Austurgluggans
gerði sér ferð út að Sleipni
síðastliðinn mánudag og rakst þar
á bæjarráð Fjarðabyggðar í vett-
vangsferð. Bormennimir voru
einmitt að komast í 900 metrana
og Omar Bjarki Smárason jarð-
fræðingur á Jarðfræðistofunni
Stapa ehf sýndi bæjarráðsmönnum
vettvanginn og útskýrði virkni
borsins.
í viðtali við Austurgluggann
lagði Ómar Bjarki áherslu á að
ekki mætti gera of miklar vænt-
ingar til þeirrar holu sem nú er
verið að bora. „Við borum niður í
1200 metrana fýrir lok vikunnar.
Þá tökum við krónuna upp og
síðan verður holan örvuð og afköst
hennar metin, sem getur tekið 6-8
mánuði. Þá fýrst er hægt að segja
til um hvort nægt vatn fáist, og
Myndir: BÞ
hvort það fáist úr þessari einu
holu,“ segir Ómar Bjarki.
En er ekki mikið í húfi að vel
takist til hérna?
„Jú auðvitað er það rétt. Ef vel
gengur héma er það ekki aðeins
lyftistöng fyrir sveitarfélagið
heldur verður auðveldara að fara
út í sambærilegar boranir á öðmm
stöðum. Ef illa tekst til verður
erfiðara að fá fjárveitingar til að
halda áfram,“ segir Ómar Bjarki.
„Ég hef alltaf talað um þetta
verkefni í fjórum áföngum. Fyrsti
áfangi var að bora rannsóknar-
holur, og þeim áfanga er lokið.
Annar áfanginn er að bora þessa
holu héma, og peningaramminn
hér er 60 milljónir. Þriðji áfanginn
er að afkastamæla holuna á næstu
6-8 mánuðum, og í fjórða áfanga
gæti vel þurft að bora aðra holu,
eða dýpka þessa. Þó við þurfum að
bora aðra holu emm við vel innan
þess kostnaðar sem gerir hitaveitu
fyrir Eskiíjörð hagkvæma,“ segir
Ómar Bjarki.
Ómar Bjarki segir að hann sé
að leita að tiltekinni spmngu sem
hann þykist vita hvar er. Borinn
eigi að skera hana í ákveðnu dýpi
og þar sé nógur hiti, spumingin sé
hvort sé nægt vatn. „Við virðumst
vera með tiltölulega staðbundið
sprungusvæði héma, svona einn til
tveir kílómetrar í þvermál. Við
vomm búnir að finna tvær
sprungur í rannsóknarholunum,
eina á um 325 metra dýpi og aðra
á um 600 metra dýpi. Miðað við
rannsóknimar áttum við að bora i
gegnum þær spmngur aftur núna á
ákveðnu dýpi, fýrri sprunguna við
um 600 metra og þá seinni við um
900 metra. Nú er staðfest að við
hittum á fyrri sprunguna á um 600
metra dýpi og mér sýnist við eiga
að hitta á seinni spmnguna á 900-
1000 m dýpi,“ segir Ómar Bjarki.
Spmngumar em í norðvestur -
suðaustur stefnu, og halla 5° frá
lóðréttu. „Ég hef fundið vís-
bendingar um svona jarðhitasvæði
á víð og dreif um Austfirði, til
dæmis á Norðfirði, Reyðarfirði,
Fáskrúðsfírði, Djúpavogi og
Homafirði og ef vel tekst til héma
er engin ástæða til annars en að
það gæti gengið vel á hinum
stöðunum,“ segir Ómar Bjarki.
Nákvæm stýrinq
Sveinbjöm Þórisson borstjóri
sýndi tíðindamanni Austurglugg-
ans Sleipni og það er vissulega
ljóst að hann er tæknilegur! Holan
er stefnuboruð lóðrétt, sem þýðir í
raun að stefnan er mæld á 100
metra fresti og leiðrétt ef hún leitar
út frá lóðréttu. „Við emm svona
30-40 sentímetra út frá lóðlínu í
mesta lagi,“ sagði Sveinbjöm.
Stefnuborun gerist þannig að
neðsta borrörið er bogið um tvær
gráður eftir endilöngu. Neðst á því
röri er snúningsmótor sem snýr
borkrónunni, en efst í bomum er
annar mótor sem snýr allri
röralengdinni. Ef breyta þarf
stefnu holunnar er efri mótorinn
stöðvaður og neðri mótorinn látinn
bora einn en við það vinnur hann
sig út um sínar 2° í einu þar til
réttri stefnu er náð. Til að bora
beint er efri mótorinn settur í gang
og þá dreifist tvær gráðumar á
neðsta rörinu í allar áttir.
Mjög fljótlegt er að bæta römm
á borinn, og í stjómstöðinni er
tölvubúnaður sem gefur bor-
mönnum fullkomna yfirsýn yfir
allt sem er að gerast hverju sinni.
BÞ
Erfitt ad meta
hvor er tæknilegri
Sleipnir er vissulega vel tcekjum búinn og að því leytinu tæknilegastur. Borinn Snúður, sem sagt er frá á nœstu
síðu, notar nýja tœkni sem er, að sögn eigandans, eitt mesta framfaraspor iðnaðinum. Aó þvi gefnu mœtti segja að
Snúður sé því tœknilegastur. Þetta eru þó, þegar allt kemur til alls, ólíkir borar œtlaðir til ólíkra hluta.
Austurglugginn talaði við tvo aðila
um tækni þá sem Alvarr er með
annars vegar og fjallað er um á
næstu síðu, og Sleipnir notar hins
vegar. Svör þeirra fara hér á eftir.
Guðmundur Davíðsson, fram-
kvæmdastjóri Hitaveitu Egilsstaða
og Fella, telur að borinn hjá
Friðfinni sé stórsniðugur og allrar
athygli verður. „Það er verið að
þróa alla þessa tækni," segir
Guðmundur, „og sú aðferð sem
verið er að nota á Eskifirði á
Sleipni sýnist mér vera alveg
kórrétt. Það er alltaf einhver
áhætta við að bora svona vinnslu-
holur en maður vonar bara að þetta
takist hjá þeim.“
Sverrir Þórhallsson verk-
fræðingur hjá Orkustofnun benti á
til skýringa að bor Alvarrs sé af
„Coil-tube“ gerð en Sleipnir bor
Jarðborana hf. sé hefðbundinn
jarðbor. Á „Coil-tube“ bor er
grannur borstrengur (stálrör) vaf-
inn upp á stórt kefli og slakað út af
því í holuna án samskeyta. Ekki
er hægt að snúa borstrengnum í
holunni en bormótor sem gefur
ýmist högg eð snúning og knúinn
er af skolvatninu hafður ofan við
borkrónuna. Vegna þess hve
grannur borstrengurinn er
takmakar það hve víða holu hann
getur borað. Sleipnir er
nýtískulegur jarðbor af hefð-
bundinni gerð þar sem glussa-
búnaður er nýttur t.d. við að skrúfa
saman borstengumar, snúa bor-
strengnum uppi í mastri, og við
hífingar. Við stefnuborun með
Sleipni er borkrónunni einnig
snúið og stýrt með bormótor niðri
við krónu.
„Coil-tube“ bomn er þróunarverk
við aðstæður á íslandi og hlaut
styrk Orkusjóðs. Báðir geta bor-
amir notað sömu krónugerð og
bortól til að mylja bergið. „Coil-
tube“ bor getur þó aðeins borað
grannar rannsóknar- og vinnslu-
holur og hefur verið notaður um
árabil við olíu- og gasboranir
erlendis. Hefðbundinn bor sem
Sleipnir borar yfirleitt víðari holur
því þeirra er þörf við jarðhitanýt-
ingu vegna krafna um mikið
rennsli úr hverri holu. Almennt em
grannar holur ódýrari í borun.
Þegar lokið hefur verið við
nokkrar holur af „Coil-tube“ gerð
ætti að fást samanburður á
kostnaði, því um lækkun hans hafa
væntingar manna fyrst og fremst
snúist. Afkastamiklar lág- og há-
hitaholur getur hann aftur á móti
ekki borað því holan er of grönn.
BÞ