Austurglugginn


Austurglugginn - 03.10.2002, Side 7

Austurglugginn - 03.10.2002, Side 7
Fimmtudagur 3. október AUSTUR • GLUGGINN - 7 Jardborinn Snúður: Ný bortækni á íslandi í 35. tölublaði Austurglugganns sögðum við frá nýhöfnum borunum á Eskifirði með bornum Sleipni. Fram kom í fréttinni að bor- inn væri „tæknilegasti bor landsins". Stuttu seinna hafði lesandi blaðsins samband og taldi að annar bor, í eigu Alvarr-Geovarme, væri enn tæknilegri og fullkomnari. Austurglugginn ákvað að kanna þetta mál nánar. Friðfinnur K. Daníelsson verk- fræðingur á og rekur fyrirtækið Alvarr sem hefur stundað boranir hér á landi um 16 ára skeið. í viðtali við Austurgluggann tók Friðfinnur undir orð lesanda blaðsins að nokkru leyti. „Það er tvennt sem mig langar að benda á,“ segir Friðfmnur. „I fyrsta lagi er vafasamt að kalla Sleipni tækni- legasta bor landsins þó hann sé vafalítið fullkomnasti bor Jarð- borana hf. Ég myndi telja að Jarð- borinn Snúður sem við köllum svo standi mun framar tæknilega séð og sé í raun mesta framfaraspor sem stigið hefur verið í þessum iðnaði hér á landi,“ segir Frið- finnur. Borinn sem um ræðir er nýr hér á landi og einstakur í veröldinni, að sögn Friðfmns. Hann sameinar tvær tækninýjungar, annars vegar vatnshamar í stað lofthamars og hins vegar rörspólu í stað aðskilinna röra sem skrúfuð eru saman. „í öðru lagi, þó svo að mér séu ekki allar aðstæður kunnar um borunina í Eskifirði tel ég að með bomum Snúð hefði verið hægt að bora niður á 1000 - 1200 metra dýpi fyrir kannski 12-15 milljónir og fá vissu um hvort heita vatnið sé þama áður en farið er út í miklu dýrari vinnsluholu. Menn þurfa að vera ótrúlega vissir um árangur að fara af stað með 60 milljón króna borholu. Ef ekkert fmnst er fómarkostnaðurinn svo rosalega mikill.“ Jarðborinn Snúður getur borað holu sem er um 120 mm í þver- mál, sem dugar ekki sem vinnslu- hola íyrir byggðarlag á stærð við Eskiíjörð. „En slík hola gæti til dæmis dugað þorpi á stærð við Grenivík eða Breiðdalsvík ef lekt jarðlaga er næg,“ segir hann. „Þá vil ég einnig benda á að í mörgum tilvikum er hægur vandi að víkka holur eftir Snúð og breyta þeim þannig í fúllgildar vinnsluholur. Þessi jarðbor er einkum hugsaður til að bora mjög djúpar en grannar holur sem annað hvort þjóna þeim tilgangi að vera rannsóknarholur eða þá vinnsluholur fyrir minni byggðarlög." Tvær tækninýjungar Nýi borinn sem Friðfinnur talar um kom til landsins í lok síðasta árs en hefur lítið verið prófaður hérlendis. Byrjað var að bora í Lundi í Fnjóskadal síðastliðið haust meðan veður leyfði og byrjað aftur i ágúst. Eins og áður sagði em tvær tækninýjungar sameinaðar í þessum bor, en hvor um sig hefur Snúóur vió borun í Fnjóskadal. Alvarr boraði þessa holu í Húsafelli í byrjun árs og notaði til þess vatnshamar. Myndir: FKD ýmsa yfirburði umfram hefð- bundnar aðferðir að sögn Frið- fmns. Þessar tvær tækninýjungar hafa reyndar verið þekktar um nokkurra ára skeið, þ.e. vatnshamrar og rör- spólur. Það var norski verkfræð- ingurinn Per H. Moe sem sam- einaði þessa tækni fyrst árið 1999. Hann boraði allmargar holur við nýja ríkisspítalann í Osló og var búinn að bora samtals 5500 metra í berg sem er mun harðari en það sem þekkist hér á landi þegar fjár- veitingar þrutu. Friðfinnur kynntist þessum tilraunum og taldi þennan bor myndi reynast vel hér á Islandi þar sem lofthamrar „drukkna“ oft í vatni á 200-500 metra dýpi og þá þarf að skipta yfir í hjólakrónur sem fara mun hægar. Samstarf Friðfinns og Pers byrjaði á síðasta ári og var ákveðið að flytja borinn hingað til lands, en Per lést á síðasta vetri. Vatnshamarinn var notaður í vetur með góðum árangri þegar boruð var rúmlega 600 metra djúp hola í Húsafelli, en sú hola skilar nú 26 1/s af 62° heitu vatni í sjálfrennsli. Friðfinnur Daníelsson Eins og áður sagði er ókostur við hefðbundna lofthamrá að þeir „drukkna“ þegar of mikið vatn er komið í holuna, sem er algengur vandi hér á landi. Hinn kosturinn, hjólakróna, er mun hægvirkari. Vatnshamarinn hefur borað allt að 30 m á klukkustund í þéttu bergi og Friðfinnur telur að hægt sé að ná meiri hraða ef vill sem ekki er þó raunhæft að miða við, en hjóla- króna fer allt niður í 0,5 - 1 metra á klukkustund í hörðu bergi. Rörspólan er hin tækninýjungin sem notuð er á bomum Snúð. I stað þess að skrúfa saman borrör er notað óslitið rör sem undið er upp á stórt kefli eða spólu. Þetta fyrirkomulag sparar mikinn tíma þegar borinn er tekinn upp, en það getur þurft að gera ítrekað þegar borað er. Til dæmis ef borinn fer í þykk laus jarðlög, þá þarf oft að taka upp og steypa. „Að lokum vil ég koma á framfæri óskum um að heitavatns- borunin á Eskifirði verði árangurs- rík og bendi á heimasíðu mína, www.alvarr.is, varðandi frekari upplýsingar um jarðborinn Snúð.“ BÞ Véla- viðgerðir VÉLASALA • TÚRBÍNUR VARAHLUTIR • VIÐGERÐIR Vagnhöföi 21 • 1W Reykjavík Simi: 577 4500 velaland@velaland.is

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.