Austurglugginn - 03.10.2002, Síða 8
8 - AUSTUR • GLUGGINN
Fimmtudagur 3. október
Gos og gönguleiðir
Árvökull lesandi benti Austur-
glugganum nýlega á skemmtilegt
fyrirbæri við þjóðveginn í Hjalta-
staðaþinghá. Um er að ræða lítinn
kofa við veginn þar sem einnig er
bekkur, blómapottur og útsýnis-
skífa.
Við nánari athugun á þessu
snyrtilega, litla húsi kemur í ljós
að það hefur að geyma gos-
drykkjasjálfsala sem gengur fyrir
sólarrafhlöðu á þaki þess.
Inni í húsinu er ekkert nema
Coke sjálfsali og gestabók. Fyrsta
færslan í gestabókina var skrifuð
annan ágúst síðastliðinn en síðan
þá hafa verið skrifaðar yfír 20
blaðsíður í bókinni þannig að
augljóst er að hinn einmana
sjálfsali nýtur mikilla vinsælda þar
sem hann kúrir makindalega á
móts við tignarleg Dyrijöllin.
Fftirfarandi eru nokkrar setn-
ingar sem undrandi gestir hafa
ritað í bókina undanfama tvo
mánuði. „Ég hef aldrei séð jafn
furðulegt lítið hús. Er þetta
listaverk?" skrifar einn gestur
þann 4. ágúst. Annar segir „góð
uppfinning og flott í sveitinni," og
enn annar segir „við komum og
skoðuðum þennan snilldarstað.
Við óskum Borgfirðingum og
landsmönnum öllum til ham-
ingju“. Svona eru flestar færslum-
ar í gestabókinni og þar á meðal
ein frá Eiði Ragnarssyni, umboðs-
manni fýrir Coke á Austurlandi.
Hann segir, „kom hér í viðhalds-
ferð. Þetta er glæsilegt vægast
sagt!!“.
Reyndar hefur einn gesturinn
orðið fyrir vonbrigðum með sjálf-
salann og segir hann eftirfarandi í
bókinni. „Fór að kúnstarinnar regl-
um. Allt virtist fara í gang. Setti
150 kr. í ‘coin insert’. Fékk ekkert
gos og enga aura til baka. Sniðug-
ur bisness.“
Þegar blaðakonu Austurglugg-
ans bar að garði fékk hún sér að
sjálfsögðu ‘óbyggðakók’ og virk-
aði sjálfsalinn þá eins og í sögu.
Lítill miði er á vélinni sem
biður gesti um að láta góðfúslega
vita í uppgefið farsímanúmer ef
sjálfsalinn er tómur. Þegar haft var
samband við viðkomandi aðila
kom í ljós að hugmyndasmiðurinn
var enginn annar en Kristinn Krist-
mundsson sem er mörgum Aust-
firðingum góðu kunnur. Hann rek-
ur vídeóleigu og útfararþjónustu á
Egilsstöðum og rambaði meðal
annars á síður Austurgluggans í
vetur þegar hann hrakti vopnaðan
ræningja út úr vídeó-flugunni með
skömmum.
Kristinn sagðist hafa fengið
hugmyndina að sjálfsalanum góða
ó-ó-óbyggðakók...
fýrir tveimur til þremur árum.
“Það var síðan rólegt að gera í
fyrravetur og mér datt í huga að
„Og svo þegar kartaflan
er sprottin ••••
Grunnskólanemendur fara ýmsar
leiðir þegar kemur að því að safna
peningum í ferðasjóð. Ein leiðin er
kartöfluupptaka, en grunnskóla-
nemendur og foreldrar þeirra hafa
lagt leið sína til Eymundar Magn-
ússonar bónda í Vallanesi undan-
farið og tekið upp kartöflur. Trú-
og foreldra við kartöfluuppskeruna
undanfarin haust. „Ekki verra að
greiða þeim laun fyrir þetta en ein-
hverjum öðrum,“ segir Eymundur.
Þegar blaðamaður Austurglugg-
ans var á ferðinni í görðunum hjá
Eymundi á dögunum, voru nem-
endur frá Egilsstöðum og Seyðis-
Tíundu bekkingar úr Egilsstaðaskóla taka upp kartöflur i Vallanesi
lega ekki skemmtilegasta fjáröfl-
unarleið í heimi, allavega ekki að
mati krakkanna, en fjáröflun engu
að síður.
Eymundur greiðir visst fýrir
kílóið þannig að þeir sem dugleg-
astir eru að taka upp kartöflur,
bera mest úr býtum. Hann segir
þau gott vinnuafl og hefur í raun
getað treyst á grunnskólanemendur
firði á fullu að taka upp kartöflur
og mátti vart á milli sjá hvor skóli
afkastaði meira. En þó að þetta sé
e.t.v. dálítið púl á meðan á þessu
stendur gleymist það þegar ferða-
sjóðurinn skilar krökkunum í
ógleymanlegt skólaferðalag næsta
vor.
Áó
hafa sambandi við Coke sem
fannst hugmyndin meiri háttar
sniðug og létu mig hafa sjálfsala.
Þetta er meira gert að gamni en
alvöru, en fyrir mér er ánægjulegt
að þetta tókst og hversu vel fólk
tekur í þetta,“ segir Kristinn.
Sjálfsalinn hans Kidda er sá
eini á landinu og eflaust víðar. "Ég
á þessa hugmynd frá A til Ö. Ég
pantaði stóra sólarrafhlöðu erlend-
is frá sem er reyndar dálítið dýrt
spaug og ekki nema fyrir einhverja
ævintýrakarla að gera,“ segir hann.
Kiddi breytir síðan straumnum
sem rafhlaðan skapar og setur raf-
magnið á geyma. En hann hefur
einnig hugsað fyrir styttingu dæg-
ursins sem við Islendingar upplif-
um svo sterkt þessa dagana.
„Þegar sólin er minnkar nota ég
spamarðarrofa þannig að þetta
gengur bara á meðan fólk er að
koma inn og fá sér hressingu og
slekkur á sér þess á milli. Sólin
dundar við sér við að hlaða þetta
þegar dagurinn er langur en síðan
þegar það er minni orka þegar
vetrar þarf minni orku til að kæla
gosið af því að það er kalt úti, sem
hentar mjög vel,“ segir Kristinn og
bætir við að í framtíðinni sé
draumurinn að hreyfiskynjari nemi
þegar gesti ber að garði og setji þá
sjálfsalann í gang.
Sjálfsalinn stendur á jörð sem
Dagur, bróðir Kristins, á. „Ég er
með hús þama fyrir neðan þar sem
ég hef framleitt rafmagn með
þessum hætti í nokkur ár og notað
til þess að keyra heimilismiðstöð,“
segir Kristinn.
Umgengi í kringum sjálfsalann
segir uppfmningamaðurinn að sé
til fyrirmyndar. „Ég dáist að- því
hvað fólk er snyrtilegt, það gengur
vel um og hendir dósunum í tunn-
una sem ég útbjó. Það sést ekki
svo mikið sem sígarettustubbur í
kring. Ég hafði hugsað mér aö
hafa þetta þama í tvo mánuði til
reynslu fyrst en þegar ég sá að
fólkið ber svona mikla virðingu
fyrir þessu og skrifar fallega um
þetta ákvað ég að halda áfram“.
En hugmyndin hans Kristins
nær yfir víðari völl en bara að selja
gos.
„Hugmyndin á bak við þetta er
einnig að hafa þama inni bæklinga
fyrir fólk sem er með alls kyns
þjónustu eins og útivistar og
gönguhópa. Fólk sem er á ferða-
lagi og er að skoða landið og virða
fyrir sér náttúruna og íjallasýnina
getur þá fengið upplýsingar um
það sem hægt er að gera í nágrenn-
inu. Fyrir verslunarmannahelgina
setti ég til dæmis fullt af bækling-
um þarna og það hvarf allt um leið
enda vill fólk fá að vita um hitt og
þetta,“ segir Kristinn sem hefúr
hug á að setja upp enn fleiri rekka
með bæklingum í framtíðinni.
„Þetta getur fólk nýtt sér og ég
var ekki síður með þessa þjónustu
í huga þar sem ég hef mjög gaman
af umhverfis og útivistarmálum.
En til þess að fá fólk inn verður að
vera eitthvað inni sem dregur að,“
segir hann.
Utsýnisskífan sem er við sjálf-
salann hefur staðið þama í um 10
ár og er einnig á vegum Kristins
og fjölskvldu. „Svo hafði ég húsið
grænt á litinn svo það stingi ekki
mikið í stúf við umhverfið.“
Eitt það allra sniðugasta við
hugvitssalann í Hjaltastaðaþinghá
er að það er hægt að lyfta honum
upp með einfaldri loftpressu, setja
hann á venjulega kerru og flytja
hann hvert sem er þar sem engar
snúmr tengjast honum. „Þar sem
þetta er sólarrafhlaða getur þetta
verið hvar sem er og virkað hvar
sem er,“ segir Kristinn og bætir
við glettilega í lokin að þetta sé
bara ein af mörgum uppfinningum
sem hann er með á teikniborðinu.
„Ég er þessi karl sem dettur
ýmislegt í hug og ef það er ekki
alveg út úr kortinu þá framkvæmi
ég það“.
KO
Mörgum bregður eflaust í brún þegar þeir sjá gossjálfsalann sem stendur
langt frá flestri byggð í Hjaltastaðaþinghá.
Verslið þar sem úrvalið er
Opið mánudaga til föstudaga 9-10
laugardaga 10-18
sunnudaga 12-18
Nýtt svínakjöt á frábœru verði í Samkaupum
Egilsstöðum á meðan birgðir endast