Austurglugginn


Austurglugginn - 03.10.2002, Page 9

Austurglugginn - 03.10.2002, Page 9
Fimmtudagur 3. október AUSTUR • GLUGGINN - 9 Vinalegt, athafnasamt og menningarlegt - Viðtal við Einar Garðar Hjaltason sveitarstjóra Stöðvarhrepps Einar Garðar Hjaltason tók við sem sveitarstjóri Stöðvarhrepps í byrjun ágústmánaðar. Einar Garð- ar, sem er Vestfirðingur að upp- lagi, hefur margt brallað um sína daga og tók Auslurglugginn hinn ákaflega hressa sveitarstjóra tali fyrir nokkru. Uppgangurí atvinnumálum „Það er mjög mikið að gerast í atvinnumálum hér á Stöðvarfirði,“ segir Einar Garðar aðspurður um gengi 12 pólskra nýbúa sem fluttu hingað til lands fyrr í mánuðinum. „Frá því að frystihúsið opnaði hafa verið stöðugar landanir hér. Kvóta- árið 2000- 2001 var 3500 tonnum landað hér en þegar kvótaárinu 2001-2002 lauk í ár voru komin 6500 tonn og ef heldur áfram sem horfir verður jafnvel enn meiri aukning. Það er því nóg að gera fyrir Pólverjana sem eru harð- duglegir og aðlagast vel,“ segir Einar Garðar. Burðarásinn er fyrirtækið Sam- herji. Samherji gerir út skip nánast héðan, togarann Hjalteyrina, og rekur frystihúsið hér af myndar- skap. Það er rosalega vel að því fyrirtæki staðið hér. Gott fólk í fyrirsvari, samhent lið og áhuga- samt.“ Hann segir fyrirtækið Skútu- klöpp á Stöðvafírði eigi ennfremur þátt í hversu vel gengur. „Þar eru framsæknir menn með smábáta í viðskiptum“. „Þvældist hingað sem púki" Þrátt fyrir að hafa alið manninn á hinum enda landsins flesta sína daga er Einar Garðar Austurlandi ekki alls kosta ókunnugur. „Ég þvældist mikið hingað sem púki. Foreldrar mínir eru Bolvík- ingar og pabbi sem heitir Hjalti Einarsson var framkvæmdastjóri Sölumiðstöðvar Hraðfrystihús- anna. Afi minn Einar Guðfínnsson átti síldarplan á Seyðisfírði með harðduglegum mönnum,“ segir Einar. „Þegar ég var ungur rak pabbi fiskibitaverksmiðju á Englandi, en síðan fluttum við til íslands þegar ég var átta ára,“ Einar bjó svo í Garðahrepp um árabil, en seinna nam hann við Fiskvinnsluskólann í Hafnarfírði þar sem hann kynntist „mörgum góðum Austfirðingum“. „Strax að námi loknu réð ég mig í svokallað fiskeftirlit og var mikið hér eystra. Vann mikið með Benna og Ölveri á Eskifirði við allt nema trjárækt. Svo var ég eina loðnuvertíð hjá Asmundi á Reyð- arfirði i Bræðslunni. Hann var sómakarl. Menn sem starfa í fisk- vinnslu hafa mikið sarnráð og maður fékk reglulega upplýsingar héðan að austan. Már á Norðfirði var sérstakur og skemmtilegur svo og Bergur á Fáskrúðsfirði. Ógleym- anlegir karakterar sannkallaðar hetj- ur,“ segir Einar Garðar. „Svo fer ég þaðan vestur í Hnífsdal og síðan er ég á ísafirði frá 1975 til 1998 en þá flyt ég til Akureyrar," segir sveitarstjórinn nýbakaði. Fékk nóg af því að selja fisk Aðspurður um hvað hann hafi haft fyrir stafni þessi ár segir hann: „þegar að þorskveiðiheimildir ísl- endinga drógust saman byrjaðu nokkrir sérvitringar hérlendis að með starfið. „Bróðir minn sagði mér svo að það væri laust sveitar- stjórastarf í Súðavík og ég ákvað að sækja um og var síðan boðið að bæta inn umsókn minni hér. Síðan var hringt í mig og mér boðið við- tal svo ég keyrði hringinn og sat Einar Garðar Hjaltason sveitarstjóri Stöðvarhrepps. Mynd: KE flytja inn þorsk og rækjur meðal annars frá Rússlandi, Noregi og Kanada. Ég fékk mér nesti og nýja skó og fór að flytja inn fisk og rækjur. Skipin voru alstaðar að, til dæmis frá Eystrasaltsríkjum, Portúgal og Spáni. Ég seldi til dæmis Friðrik og Einar Víglunds á Vopnafirði fisk. Einn góðan veðurdag var ég búinn að fá nóg af sölustörfum, þrátt fyrir að það sé gaman að vera íslendingur í þessum geira. Maður elst upp í fískvinnslu og það er litið upp til íslendinga sem fiskveiðiþjóðar". Med malaríu í Tansaníu „Líf mitt stórbreyttist loks eftir Afríkuför í vetur til Tansaníu sem ég fór í sem ráðgjafi við físk- vinnslu í Viktoriuvatni í rúma tvo mánuði. Ef það eru til erfíðleikar á jörðu þá er það þar. Allt að 20 prósent þjóðarinnar eru með HIV veiruna, og aðrir sjúkdómar herja mikið á innfædda. Fátækt mikil og ástandið slæmt. Ég fékk malaríukast og léttist um 20 kíló. Þeir sem fara til Afríku og telja þetta vera ævintýri eru bilaðir og það er hrein og klár brenglun að fara þangað með Ijölskyldur sínar,“ segir Einar Garðar. Mesta upphefð lífsleidarinnar Hann kom heim aftur og hélt áfram að flytja inn fisk um skeið en í honum blundaði þó óánægja fyrir framan hreppsnefnd sem spurði mig spjörunum úr. Síðan var hringt og mér sagt að ég hefði verið valinn sem er mesta upphefð sem ég hef orðið fýrir á mínu lífi,“ segir hann. Margt að gerast Einari Garðari líst ákaflega vel á sig á Stöðvarfirði. „Eitt af því sem mér finnst mjög jákvætt er hversu gríðarlegt tónlistarlíf er hér. Hér var ég strax dreginn í kór, Suður- fjarðakórinn,“ segir hann og nefnir einnig nýafstaðna Tónlistarhátíð Stöðvarfjarðar til vitnis um blóm- lega músíkflóm staðarins. Svo eru Gmnnskólinn og Leikskólinn mjög vandaðir. „Fyrir nokkru var síðan eitt athyglisverðasta hlaup sem haldið hefur verið á íslandi. Um var að ræða hlaupakeppni þar sem kon- umar komu saman upp á Bala og gerðu berjahlaup,“ segir Einar og skellihlær. „Maraþonhlaup hvað? segi ég bara!“ bætir hann við greinilega hæstánægður með sitt fólk, en Steinunn Björns ku hafa unnið umrætt hlaup með rabbar- barasultu. Mörg spennandi mál bíða Kona Einars Garðars er Kristín Sigurðardóttir leikskólakennari sem nú er við nám á Akureyri en stefnir á að koma austur um ára- mótin með börnin þeirra tvö, Vikt- or Mána og Hrafnhildi Evu. Einar Garðar á einnig þrjú eldri böm úr fyrra hjónabandi. Mörg spennandi mál bíða hreppsins að mati Einars. Eitt af því sem stendur til að gera á næst- unni á Stöðvarfírði er að gera Samkomuhús staðarins upp og era sjálfboðaliðar þegar famir að vinna í því máli. „Húsið er bam síns tíma og stendur nánast óbreytt frá byggingu þess 1930. Þetta verður töluverður kostnaður og mikil vinna en það er ægilegur hugur í fólki,“ segir Einar Garðar. Einnig er verið að leggja nýja vatnsveitu sem er dýr framkvæmd. Ríkið styrkir gerð vatnsveita en það borgar eftir á. „Bjami Gísla verkstjóri áhalda- húss hér á Stöðvarfirði, frá Fremri Bakka úr Djúpi vestra, var að segja mér rétt í þessu að það hefði tekið 17 klukkustundir að fylla nýja tankinn með 600 tonnum af vatni. Þetta er mikil lyftistöng fyrir þorpið og tryggir nánustu framtíð með vatnöflun. Bæði hönnuðum og verktökum til mikils sóma“. Einar Garðar segir Steinasafn Petm og Kirkjubæ vera stoðir bæj- arins hvað varði ferðamennsku. „Petra og safnið hennar em ein- stök. Petra sjálf er mesta gersemin, lífskraftur hennar er mikill. Það er eflaust fágætt að fá 15000 þúsund manns árlega inná gólf heima hjá sér til að skoða. í Kirkjubæ er hægt að sofa undir vígðu þaki og Birgir Alberts- son sem sér um það er mikill snyrtipinni allt hreint og strokið. Hann verkar líka góðan harðfisk, allavega er steinbíturinn hans fínn“. Hinn nýi sveitarstjóri segist mjög ánægður með starf og stað. „Ef mig vantar upplýsingar hringi ég í fyrrverandi sveitarstjórana Albert Geirsson eða Jósef, skrepp í kaffi til Jósefs eða tek mér göngu- túr um borð í Alftafellið hans Alberts. Svo er það hún Hanna á skrifstofunni hún er svoddan elska“. Þegar Einar er spurður að lokum hvemig hann myndi lýsa hinu nýja umhverfi sínu í þrernur orðum, segir hann eftir stutta umhugsun „vinalegt, athafhasamt og menningarlegt“. Starfsmenn fiski- mjölsverksmidju SVN í menningarferd í síðustu viku héldu starfsmenn fískimjölsverksverksmiðju Síldar- vinnslunnar í menningarferð um Hérað og að fyrirhuguðu virkjun- arsvæði við Kárahnjúka. Fyrst var stoppað í Minjasafninu á Egils- stöðum og það skoðað undir leið- sögn Skúla Magnússonar starfs- manns safnsins. þeir höfðu tekið með sér, og tóku til hendinni og mokuðu í vegar- stæðinu í skjóli stæstu jarðýtu á landinu. Þetta var gert til að sýna vegagerðarmönnum táknrænan stuðning við þessar framkvæmdir. Einnig var vegagerðarmönnum færð terta sem Hreggviður Jóns- son, eftirlitmaður Landsvirkjunar, Einbeittir og ákveðnir starfsmenn SVN aðstoða við vegagerö á fjöllum. Þaðan lá leiðin í Skriðuklaustur þar sem Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar, fræddi hópinn um sögu staðarins og hina sérstæðu sögu hússins sem Gunnar Gunnarsson lét reisa. Þá skoðaði hópurinn útilegumanna- sýningu, sem uppi er á Skriðu- klaustri, og snæddi hádegisverð. Eftir frábærar viðtökur á Skriðuklaustri var haldið áleiðis að Kárahnjúkum og á leiðinni var ekið fram á vinnuflokk frá Islensk- um aðalverktökum er vinna þar við lagningu Kárahnjúkavegar. Drógu menn þá fram skóflur, sem veitti viðtöku. Hreggviður þakk- aði fyrir stuðninginn og sagði að það væri gott að fá jákvæðan stuðning við verkefnið, en þeir teldu sig vera að vinna að verkefni sem væri til heilla fyrir þjóðina. Að svo búnu var haldið til Kárahnjúka og fyrirhugað stíflu- stæði skoðað og voru menn á því að þar væri minni hagsmunum fórnað fyrir meiri. Fullir bjartsýni, fyrir hönd Austurlands og þjóð- arinnar allrar, hélt hópurinn af stað heirn að lokinni skemmtilegri og vel heppnarði menningarferð. Áó

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.