Austurglugginn - 03.10.2002, Page 11
Fimmtudagur 3. október
AUSTUR • GLUGGINN - 11
í kjölfar ferdamannakönnunar
Ferðamannakönnun á Borgarfirði
Eystri hefur komið af stað
talsverðri netumræðu um ferðamál
í ijórðungnum. Eg er nú búin að
kynna mér könnunina nokkuð vel
og í henni er margt fróðlegt að
finna og margt til umhugsunar.
Það er gott að könnunin skuli
hafa orðið tilefni umræðu og
hvatning til samvinnu á fjórð-
ungsvísu. Markaðsstofan fagnar
slíku og hugsar sér gott til
glóðarinnar að nýta þann áhuga og
þær hugmyndir sem kvikna til
úrbóta.
í fyrsta lagi tel ég vert að benda
á að hluti skýringarinnar á því hve
lágt hlutfall þeirra gesta sem koma
til íslands, kemur á Austurland,
eru styttri frí, og mikið af stuttum
ferðum til íslands, einkum utan
hefðbundins ferðamannatíma, sem
gera það að verkum að fólk fer
ekki langt út fyrir suðvesturhomið.
Þeir sem það gera eiga svo styttri
tíma en áður var til að heimsækja
staði utan hringvegarins.
Enda kemur ffam i könnun,
sem Rögnvaldur Guðmundsson
gerði fyrir Markaðsstofuna í fyrra
meðal farþega í Leifsstöð, að þeir
sem heimsækja okkur hér austast á
Austfjörðum dvelja að jafnaði
lengur á landinu en hinir, sem gera
það ekki, eða eins og segir í
skýrslu Rögnvaldar:
Meðaldvöl þátttakenda á
Islandi sumarið 2001 var 11,4
nœtur, 7,7 nœtur í fyrri hluta
september og 4,7 nœtur í október.
Sumargestir frá Mið-og Suður-
Evrópu og Benelux löndunum
dvöldu hér mun lengur en
ferðamenn frá Norður-Ameríku,
Bretlandi og Norðurlöndunum.
Þeir sumargestir sem komu í
Múlasýslur dvöldu á lslandi að
jafnaði rúmlega 14 nætur.
Þá kom fram að hæst hlutfall
þeirra erlendu gesta, sem heim-
sóttu Múlasýslur sumarið 2001 var
frá Suður-Evrópu, eða 58%.
Flestir þeirra erlendu ferðamanna
sem hingað komu voru á aldrinum
26-40 ára, eða 43%.
Könnun Rögnvaldar leiðir
einnig í ljós að erlendir gestir í
Múlasýslum sumarið 2001 vom að
meðaltali mun betur menntaðir en
þeir sem fóm annað.
Þetta getur sagt okkur ýmislegt.
Til dæmis má þá búast við því að
þessir ferðamenn séu betur upp-
lýstir, að þeir séu að jafnaði
efnaðri en þeir sem fara annað og
geri þar af leiðandi hugsanlega
meiri kröfur. Þá spyr maður sig
hvort við stöndum undir þeim
kröfúm.
Helgar- og dagsferðir
algengar
Eins og fyrr segir hefur ferða-
mönnum sem koma til landsins
utan háannatíma fjölgað mikið,
sem betur fer. En þessir ferðamenn
em einkum að koma í helgarferðir
til Reykjavíkur, enda hefúr
Reykjavík verið stíft markaðssett
sem slík á vissum markaðs-
svæðum. Ef þessir hópar fara út
fyrir höfúðborgina, er það í
dagsferðir, eða styttri, á Suður- eða
Vesturland.
Þetta skýrir að einhverju leyti
þá þróun að minna hlutfall
erlendra ferðamanna kemur hingað
austur, við emm lengst allra í
burtu frá hinum stóra markaði.
Það þýðir hins vegar ekki það
að við eigum að sætta okkur við
ástandið eins og það er. Við getum
gert ijölmargt til að stuðla að
fjölgun ferðamanna í okkar lands-
hluta og höfúm reyndar tækifærin
fyrir framan okkur með nýrri Nor-
rænu og flugi LTU til Egilsstaða
yfir sumartímann og þurfum að
nýta okkur þessi tækifæri með
samstilltu átaki og samvinnu.
Þá verðum við að geta boðið
upp á dagsferðir hingað í sam-
vinnu við Flugfélagið en ég tel
reyndar að við höfúm upp á svo
margt að bjóða að erfitt er að velja
og hafna þegar á að setja saman
eina dagsferð, efniviðurinn sem
við höfum er í margar mismunandi
dagsferðir og er nokkuð síðan
Flugfélagið fékk frá okkur lista
yfir þá möguleika og virtist hafa
mikinn áhuga. Austurland er í raun
miðpunktur áhugaverðustu ferða-
mannasvæða á Islandi, með Mý-
vatn, Húsavík og Jökulsárgljúfur í
tveggja stunda akstursfjarlægð,
með Firðina okkar, sem eru fjöl-
breyttir og eiga varla sína líka,
með hálendið okkar og allar þess
náttúruperlur, Héraðið og skógana,
og með Vatnajökul og Jökulsárlón
í seilingarfjarlægð.
Uppbygging
vetrarferðaþjónustu
Eftir því sem ég fylgist lengur með
ferðaþjónustu á Austurlandi sann-
færist ég æ betur um það að það
sem við þurfum virkilega að sinna
- auk afþreyingar vel að merkja -
er uppbygging vetrarferðaþjón-
ustu. Það skiptir sköpum fyrir af-
komu greinarinnar að hægt sé að
reka ferðaþjónustu árið um kring
auk þess sem það myndi stuðla að
aukinni fagmennsku innan greinar-
innar.
Því er eitt af brýnustu verk-
efnum okkar að huga vandlega að
því hvernig verið getum eflt ferða-
þjónustu hér utan háannatímans.
Markaðsstofan stóð á sínum tíma
fyrir ráðstefnu um vetrarferða-
þjónustu, sem var vel heppnuð
með frábærum fyrirlesurum þó þar
mættu því miður aðeins tveir
sveitarstjórnarmenn. En þar komu
fram margar góðar hugmyndir og
annað gagnlegt, sem ég veit að
menn eru enn að veltast með í
kollinum og ég er sannfærð um að
það kemur að ffamkvæmdum.
Reyndar komu fram mjög
áhugaverðar hugmyndir um vetrar-
ferðaþjónustu á málþingi um
gönguleiðir, sem Markaðsstofan
og Fræðslunetið stóðu fyrir á
Borgarfirði i vor. Þær hugmyndir
væri gaman að sjá fram settar á
opnum vettvangi eins og Austur-
glugganum i kjölfar líflegra um-
ræðna um ferðamál.
Þá langar mig að vekja athygli
á að á sínum tíma kom Markaðs-
stofan á samvinnu ferðaþjónustu-
aðila á Austurlandi og bresku
ferðaskrifstofunnar Arctic Exper-
ience. Sú samvinna varð í fyrstu til
þess að mikil hugmyndavinna fór
víða af stað og settar voru upp
nokkrar gerðir af ferðum til
Austurlands að haustinu og
vetrinum. Breski markaðurinn féll
ekki fyrir öllum ferðunum en í
fyrra komu fáeinir breskir ferða-
menn í svokallaðar jólasveinaferð-
ir til Austurlands.
Þetta var byrjunin og reyndar
eiga þeir ferðaþjónustuaðilar og
aðrir, sem tóku þátt í þessari
tilraun þakkir skyldar fyrir að
standa við sitt þrátt fyrir fáa
ferðamenn, en það skiptir máli til
að gera okkur trúverðug i augum
ferðaskrifstofunnar. Eg bendi á að
Arctic Experience er stærsti
innflytjandi breskra ferðamanna til
Islands og nú eru Bretar orðnir
næst ijölmennasti hópurinn sem
kemur hingað til lands svo þama
er virkilega eftir miklu að
slægjast!
Nú em jólasveinaferðimar
famar að spyrjast út og það selst
vel í þær og ég vona að við gemm
enn betur í ár en í fyrra - það
skiptir afar miklu af því að nú
fáum við marga, og margir segja
mörgum frá. Eins og við vitum öll
er orðsporið bæði besta og versta
auglýsingin sem hægt er að fá.
Það staðfestir þetta og kemur
einmitt fram í Ferðamannakönnun
Borgfirðinga, að flestir sem koma
til Borgarfjarðar fengu upplýsingar
hjá kunningjum, eða um 40%.
Þetta er reyndar alls staðar raunin.
Þess vegna skiptir gríðarlegu máli
að viðmót okkar sé gott og
þjónustan, sem við veitum i hæsta
gæðaflokki, þannig fáum við góða
afspurn og fleiri ferðamenn.
I fyrrahaust stóð Markaðsstofan
fyrir haustfundi á Breiðdalsvík þar
sem helstu mál á dagskrá vom
markaðssetning og kynningarmál.
Þama voru líka góðir fyrirlesarar
og fjömgar umræður spunnust og
sveitarstjórnarmönnum fjölgaði úr
tveimur í þrjá á þátttakenda-
listanum ef ég man rétt, svo allt er
þetta nú vonandi á réttri leið.
í litla sjávarplássinu Vopnafirði
em nú svartir septemberdagar.
Svartir af því að þá töpuðu heima-
menn forræði í útgerðarfélagi sínu
Tanga h/f, sem er handhafi nánast
allra þeirra fiskveiðiheimilda sem
byggðarlagið átti yfir að ráða og
hefur verið og átt að verða megin
forsenda velmegunar og bjartsýni í
framtíðinni. Það gerðist ekki með
frjálsu samkomulagi nágranna sem
óskuðu eftir að vinna saman,
heldur með leifturárás í skjóli
nætur, samkvæmt þeim nýja sið
sem viðskiptalífið hefúr tileinkað
sér.
Nú gerist það hér eins og
reyndar í flestum sjávarplássum
landsins að hingað koma menn úr
öðmm byggðum til að segja okkur
hvemig þeir hyggjast ráðstafa
fjöreggi okkar. Þetta em sjálfsagt
hinir bestu menn sem eru að reyna
að halda velli með sitt fyrirtæki og
verða því að vinna samkvæmt
þeim reglum sem nú tíðkast í
viðskiptalífinu, öll sammannleg
gildi komin út á haug og
peningapungurinn eina skrautið á
altarinu sem allt snýst um. Nýju
herramir boðuðu engar breytingar,
bara sátt og samlyndi sem allir
mundu græða á, eins og allir þeir
sem áður hafa við sömu aðstæður
mætt í öðrum plássum eftir álíka
yfirtökur.
Því miður er það svo að
reynslan segir okkur að allt em
það ómaga orð sem lítið traust er í,
jafnvel þó svo að þau séu sögð í
Stefnumótun framundan
Mikið hefur verið rætt um
samvinnu meðal ferðaþjónustu-
aðila í ijórðungnum. Nú er loksins
að fara í gang langþráð stefnu-
mótunarvinna á vegum Markaðs-
stofunnar og Þróunarstofu. Þessi
vinna hefst í tengslum við fúnd á
vegum Iðntæknistofnunar 11. októ-
ber núkomandi en fúndurinn fjallar
um stefnumótun í ferðaþjónustu.
Kallaðir verða til um 30 ein-
staklingar sem koma að ferða-
þjónustu á öllu svæði Markaðs-
stofúnnar og munu saman vinna
að eftirfarandi markmiðum:
• Að gera Austurland í stakk
búið til að taka á móti þeim fjölda
ferðamanna, sem gera má ráð fyrir
að þangað komi með tilkomu flugs
LTU til Egilsstaða og með nýrri og
stærri Norrönu, sem hefúr sigling-
ar til Seyðisfjarðar sumarið 2003.
• Að bregðast við breyttum
aðstæðum og meiri umsvifum,
sem vænta má á svæðinu með til-
komu hugsanlegrar Kárahnjúka-
virkjunar og þeim framkvæmdum
sem á undan fara og samfara því
verða.
• Að skerpa sérkenni svæðisins
og auðga það með því að styðja
við, og stuðla að ferðaþjónustu
sem byggir á sérkennum Austur-
lands, bæði menningarlegum og
náttúrufarslegum. I þessu sam-
bandi ber einnig að líta til tengdra
greina s.s. handverks.
• Að lengja ferðamannatímann,
meðal ananrs með verkefnum á
borð við „Nú ber vel í veiði“,
„Dagar myrkurs“, „Spirit of
Christmas“ og „Feast of Thorri“
einlægni. Því hver á þá í dag og
hver á þá á morgun, um það vitum
við ekki og reynum ekki að spá.
Hitt er alveg klárt að íbúum
Vopnafjarðar eins og annarra
slíkra byggða er ekki bjóðandi að
eiga framtíð sína og eignir undir
prangi af þessu tagi.
Hverjum heilvita manni má
vera ljóst að framtíð sjávarbyggðar
án eðlilegs aðgangs að sjávárauð-
lindinni er engin og því með öllu
fráleitt að slíkt sé á eilífu uppboði
eins og tíðkast hér í landi, maður
getur spurt sig verður það næst
vatn og loft sem sett verður á
uppboð kaupahéðna.
Kvótakerfið, þetta rangláta
hafta- og sérhagsmunakerfi, sem
misvitrir stjómmálamenn hafa
látið þvæla sér til að búa til er sú
forsenda sem þessi ógæfa byggist
á, ranglæti sem hefur gengið
lengra en nokkur önnur löggjöf í
að mismuna þegnum þessa lands.
Nú ríkir aftur tími þeirra fáu
sem eiga og mega og svo hinna
mörgu sem eiga allt sitt undir
þeirra ráðslagi. Til þeirra laga má
rekja verðlausar eignir, hálft tómar
hafnir með örfáum bátum sem
ekkert má nota. Þetta kerfi hefúr
heldur engu skilað í verndun fiski-
stofnanna, sem var þó helsta mark-
mið þess. Þar er allt í skötulíki
eftir nær 20 ára haftakerfi. En á
sama tíma og þetta ráðslag malar
einstökum gullrössum óhemju
auði, sem svo er æði oft notaður til
fjárfestingar í stórhýsum, bönkum
Jólianna Gisladóttir.
sem þegar eru hafin á svæðinu.
• Samfara umfangsmeiri ferða-
þjónustu og auknum umsvifum að
efla fagvitund ferðaþjónustuaðila
og auka gæði þjónustunnar í íjórð-
ungnum og festa þar með greinina
í sessi.
• Vinna að samræmdri, heild-
stæðri og vel mótaðri markaðs-
setningu svæðisins og sölu afurða
þess, gjarnan í samvinnu við nær-
liggjandi svæði.
Oðinn Gunnar Oðinsson starfs-
maður Þróunarstofu mun stýra
fundum hópsins, sem dreift verður
um svæðið.
Það er von mín að stefnu-
mótunarhópurinn komi sér saman
um áherslur og forgangsröðun í
þeim Ijölmörgu verkefnum sem
bíða okkar í ferðamálum og síðast
en ekki síst nái að sameinast um
þá ímynd Austurlands í heild, sem
við viljum auglýsa og kynna
gestum okkar og sem við viljum
og þurfum að byggja á sjálfir,
Austfirðingar.
Jóhanna Gísladóttir
Markadsstofu A usturlands
Gudmundur Wium.
og verslunum á höfuðborgarsvæð-
inu, skilar það venjulegu fólki í
sjávarbyggðunum engu.
Þessi merki eru hverjum manni
augljós sem nennir að líta í
kringum sig, og þarf ekki að fara
mörgum orðum um það.
Það er því sífellt undrunarefni
þeim sem þetta skrifar, sá stóri
meirihluti kjósenda sem röltir
sinnulaus í dilk þeirra stjórnmála-
afla sem sannarlega eru ábyrgðar-
menn alls þessa. Þessum kjós-
endum virðist með öllu fyrir-
munað að standa með siálfum
sér þegar kemur að kosningum.
Oábyrgir kjósendur uppskera
ekkert annað en lélega stjórnmála-
menn, það er það lögmál lýðræðis-
ins sem við fáum nú öll að kenna
á.
ER ÞAÐ ÞETTA SEM VIÐ
VILJUM? Svari hver fyrir sig.
Guómundur Wiium Stefánsson,
Fremra-Nýpi, VopnafirðL
Svartir septemberdagar