Austurglugginn


Austurglugginn - 06.03.2003, Qupperneq 3

Austurglugginn - 06.03.2003, Qupperneq 3
Fimmtudagur 6. mars AUSTUR • GLUGGINN - 3 Súpergrúppan Súellen endurreist Plata med nýju og gömlu efni í haust „Nú í ár eru liðin 20 ár frá því hljómsveitin var stofnuð, en enn- fremur eru 10 ár frá því hljóm- sveitin hætti þannig að það má segja að við séum að halda upp á tvö stórafmæli hjá Súellen nú í ár,“ sagði Guðmundur R. Gíslason söngvari hljómsveitarinnar í sam- tali við Austurgluggann á dögun- um, en nú stendur til að hljóm- sveitin taki upp hljóðfærin á ný saman og taki nokkur „gigg“ eins og tónlistarmenn kalla gjaman dansleiki eða tónleika. Að sögn Guðmundar mun hljómsveitin fyrst koma saman á Players í Kópavoginum næstkom- andi föstudag en í framhaldi af þeim tónleikum munu piltamir svo fara í hljóðver þar sem ætlunin er að taka upp þrjú ný lög sem ásamt öðrum eldri munu fara á plötu sem þeir Súellen-drengir áætla að komi út með haustinu. „Við gemm þetta nú alfarið til að hafa gaman af þessu, ‘flóttamannaballið’ á Play- ers er skemmtilegt til að byija á enda margir af okkar gömlu að- dáendum sem mæta þar,“ sagði Guðmundur um austfirðingaballið sem fram á að fara í Kópavoginum næstkomandi föstudag, og bætti við, „okkur hefur svo í fram- haldinu verið boðið að eiga lag á safnplötu sem koma á út í sumar.“ Að sögn Guðmundar mun Þórarinn Smári sextugur Þórarinn Smári, prentari í Smára- prent í Neskaupstað, náði þeim merka áfanga að verða sextugur á dögunum. Að því tilefni héldu hann og kona hans Elínbjörg Stefánsdóttir ásamt fjölskyldu og vinum samsæti í hótel Egilsbúð. Þar svignuðu borð undan marg- réttaðri veislumáltíð og tilheyrandi veigum. A myndinni er afmælisbamið að prófa hina ýmsu rétti og leiðbeina konu sinni um hvað smakkist best af réttunum. sigad@austurglugginn Leikskólaliði leikskólanum Brekkubæ, Vopnafirði Leikskólinn Brekkubær óskar eftir að ráða leikskólaliða í 100% starf. Um er að ræða nýtt starf á leikskólanum, sem felur í sér meðal annars síræstingu, umönnun barna, aðstoð við hádegisverð, almennar afleysingar og fleira. Vinnutíminn er að nokkru leyti sveigjanlegur. Miðað er við að upphaf starfs sé 15. apríl núkomandi. Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning AFL Starfsgreinafélags (skólaliði II). Umsóknarfrestur um starfið ertil 20. mars núkomandi og skal skila umsóknum til leikskólastjóra. Allar nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 473-1269 eða 846 5661. Leikskólinn Brekkubær Þorvaldur Bjami Þorvaldsson, oft kenndur við Todmobile, stjóma upptökum hjá Súellen, en hann er að flestum talinn einn færasti upp- tökustjóri landsins. Aðdáendur sveitarinnar hér eystra þurfa þó ekki að örvænta neitt þó sveitin spili á suðvesturhominu þessa Súpergrúppan Súellen fyrir mjög mörgum árum. helgina, því sveitin mun að öllum líkindum einnig heiðra Austfirð- inga með nærveru sinni á næst- unni. „Við vonumst til að geta slegið upp balli hér fyrir austan nú fyrst við emm komnir saman aftur, annað væri stílbrot. Annars ætlum við okkur ekkert að fara að blanda okkur í sveitaballamarkaðinn eins og staðan er í dag, enda Skíta- mórall að koma saman aftur og vart gerandi að fara að eyðileggja neitt fyrir þeim,“ sagði Guð- mundur og glotti stríðnislega. I hljómsveitinni Súellen em auk Guðmundar R. Gíslasonar söngvara, Steinar Gunnarsson bassaleikari, Jóhann Geir Amason trommuleikari, Ingvar Jónsson hljómborðsleikari, og Bjarni H. Kristjánsson gítarleikari. helgi@austurglugginn. is 40 ára ií.i.t."i.'rrri „ A.ustfiarðaUið 1962 - 2002 Austfjarðaleið 477 1713 TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN ■ MIÐVANGI 2-4 ■ SÍMI 471 3220 • www.tmhf.is Velkomin ÍTM aiarTsmerm iiyss'nedmK-rsLouvariririar a tgnsstooum taka ávallt vel á móti þér með ráðgjöf og þjónustu varðandi tryggingar þínar. Umboðsmaður er Hannibal O. Guðmundsson og starfsmaður umboðsins er Þór Ragnarsson. Afgreiðsla TM er að Miðvangi 2-4, sími 471 3220, og er hún opin kl. 9-17 alla virka daga. Verið velkominl

x

Austurglugginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.