Austurglugginn - 06.03.2003, Blaðsíða 6
6 - AUSTUR • GLUGGINN
Fimmtudagur 6. mars
Aðalheiður Birgisdóttir, SMS:
„Kominn tími til ad tengja"
Þegar fjarvinnslufyrirtækið íslensk miðlun ehf
tilkynnti landsmönnum um útrás fyrirtækisins út
á land í byrjun árs 1999 má segja að ákveðin
tegund gullæðis hafi gert vart við sig í þeim
bæjum þar sem fyrirtækið hafði í huga að setja
upp starfsstöðvar. Stöðvarfjörður var einn
þessara Ijónheppnu bæja sem fengi brátt fleiri
tug starfa og gnægð verkefna, en síðsumars
1999 opnaði íslensk miðlun starfstöð sína þar.
Þingmenn og ráðherrar töluðu fjálglega um hina
nýju tækni og töldu líklegt að ríkið myndi nýta
sér þessa þjónustu. Og menn skáluðu. En hvað
klikkaði þá? Hvers vegna enduðu starfsstöðvar
eins og á Stöðvarfirði í eins miklum vandræðum
og raun bar vitni? Austurgluggirm leitaði svara
hjá Aðalheiði Birgisdóttur.
Aðalheiður Birgisdóttir fram-
kvæmdastjóri SMS á Stöðvarfirði
keypti nýlega, ásamt íjórum öðr-
um Stöðfirðingum, hlut Stöðvar-
hrepps í SMS. Aðalheiður hefur
verið framkvæmdastjóri SMS frá
upphafi en hafði umsjón með
Islenskri miðlun frá opnun hennar
í ágúst 1999, þegar hún flutti til
Stöðvarijarðar. Aðalheiður hefur
fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu
en áður en hún flutti austur var
hún framkvæmdastjóri skiptinem-
asamtakanna AUS. Þar á undan
vann hún eitt ár í bandaríska
þinginu og yfir 10 ár hjá Alþingi.
Gjaldþrot og endurskipu-
lagning íslenskrar miðl-
unar - SMS verður til
Eftir að stuttum líftíma Islenskrar
miðlunar (Im) lauk, einu og hálfu
ári efltir opnun á Stöðvarfirði,
stofnuðu Stöðvarhreppur, Búða-
hreppur og Byggðastofnun fyrir-
tækið SMS ehf. Framkvæmda-
stjóri var ráðinn Aðalheiður Birg-
isdóttir, en hún hafði áður haft um-
sjón með starfi Islenskrar miðlunar
á staðnum, eins og áður segir.
Aðalheiður segir að fljótlega
eftir opnun Im, hafi henni fundist
reksturinn vera í hálfgerðu skötu-
líki. „Reksturinn var oft skelfilega
erfiður - og í raun á hálfgerðum
brauðfótum meira og minna ffá
upphafi - og kannski fyrirsjáanlegt
hvemig færi, þó ég héldi alltaf í
vonina. Mér þykir reyndar mjög
dapurlegt, hvemig fór og tók það
afar nærri mér á sínum tíma, enda
var upphaflega hugmyndin af-
spymu góð. Það hvarflaði vissu-
lega að mér að hreinlega gefast
upp og fara héðan.“
En það gerði Aðalheiður alls
ekki og eftir stofnun SMS í apríl
„SMS vinnur núna að skráningu gamalla handrita í gagnagrunn i sam-
vinnu við Heimildastofnun. Meðal þess sem við erum að skrá eru alþingis-
hækur, svo það fór aldrei svo að við ynnum ekki við innslátt fyrir Alþingi,
þó ekki vœri það á vegum Halldórs Blöndal. “
Aðalheiður Birgisdóttir keypti nýlega, ásamt fjórum öðrum, hlut Stöðvarhrepps íSMS fyrir eittþúsund krónur.
2001 hélt hún ótrauð áfram að
svipast um eftir auknum verk-
efnum til fyrirtækisins. „Eg segi
stundum ég hafi talað við alla
nema Guð almáttugan, og já, það
er rétt, ég ræddi meðal annars við
Halldór Blöndal forseta Alþingis á
sínum tíma. Ég benti honum á að
austur á Stöðvarfirði gætum við
sem best tekið að okkur að skrá til
dæmis eldri þingræður, sem ekki
vom aðgengilegar rafrænt, sem og
að svara í síma fyrir stofnunina.
Halldórs þáttur Blöndal
Og Halldór Blöndal greip hug-
myndina á lofti og ákvað að eldri
þingtíðindi yrði að komast á raf-
rænt form - á Ólafsfirði! Þetta
heyrði Aðalheiður óvænt í fréttum
og varð óneitanlega hvumsa. Sam-
skipti Aðalheiðar og Halldórs urðu
síðan efni mikillar umfjöllunar
íjölmiðla um málið.
„Mér þótti það koma ansi
spánskt fyrir sjónir að Halldór
skyldi ekkert samband hafa við
okkur, en flytja þess í stað störf
við þingtíðindin til Ólafsfjarðar.
Mér þóttu þetta léleg vinnubrögð
hjá forsetanum sem síðan sagði
blákalt að ‘skráning þingtíðinda
væri ekki ný hugmynd’. Ég hélt
því aldrei fram ég hefði fúndið
upp skráningar - ekki frekar en ég
fann upp hjólið - en hugmyndin að
skráningum eldri árganga úti á
landi var mín. Þetta var leiðinda-
mál, sem Halldór Blöndal reyndi
að snúa sig út úr með hártogunum.
Hann gerði sér þó ferð austur
hingað við annan mann hið snar-
asta til að halda fúnd um ‘mis-
skilninginn’. Á þeim fúndi til-
kynnti hann okkur að ákveðið
hefði verið í forsætisnefnd Alþing-
is að skráningar þingtíðinda færu
til Ólafsfjarðar en hluti símsvör-
unar fyrir Alþingi flyttist á Stöðv-
arfjörð. Og eftir því starfi bíðum
við enn. En þetta kannski sannaði
enn og aftur það sem mig hafði í
raun grunað alveg frá upphafi
vinnu minnar hér eystra að þau
fögru fyrirheit sem ýmsir stjóm-
málamenn höfðu viðhaft hér á
Stöðvarfirði fyrir síðustu kosn-
ingar reyndust ekki annað en orðin
tóm. Þá riðu menn um hémð og
tilkynntu að ekkert yrði til sparað
að koma hingað störfúm tengdri
fjarvinnslu. Þar hefúr hins vegar
lítið gerst, eins og dæmin sanna,“
sagði Aðalheiður.
Fjölbreytni í atvinnu
styrkir byggð
Þau tvö ár sem SMS hefúr verið
starfrækt hefúr rekstur að hennar
sögn gengið upp og niður.
„Við höfum nýtt tímann undan-
farið til samninga og greiðslu
skulda félagsins, en sjáum nú von-
andi fram á bjartari tíð eftir þær
breytingar á eignarhlut sem orðið
hafa,“ segir Aðalheiður og vitnar
til kaupa fimm Stöðfirðinga á 64%
hlut Stöðvarhrepps í SMS.
Aðalheiður var ein þessara ijár-
festa sem keyptu hlut hreppsins á
eitt þúsund krónur. En hvað skyldi
valda því að fimm einstaklingar á
Stöðvarfirði ijárfesta í fyrirtæki
sem vægast sagt hefur gengið illa
að reka miðað við núverandi for-
sendur - er hugmyndin um ijar-
vinnslu úti á landi ekki bara