Austurglugginn


Austurglugginn - 06.03.2003, Blaðsíða 4

Austurglugginn - 06.03.2003, Blaðsíða 4
4-AUSTUR • GLUGGINN Fimmtudagur 6. mars Austurglugginn www.austurglugginn.is Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf Prentun: Héraðsprent ehf Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Brynjólfur Þorvarðarson Blaðamenn: Helgi Seljan Olafía H. Jóhannsdóttir Sigurður Aðalsteinsson 869 8643 ritst@austurglugginn.is 849 7386 helgi@austurglugginn.is 471 1 600 olafia@austurglugginn.is 899 1070 sigad@austurglugginn.is Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir 477 1571 augl@austurglugginn.is Skrifstofa Austurgluggans er opin 8-4 alla virka daga. Auglýsingasími: 477 1571, Fax: 477 1756 Póstfang: Hafnarbraut 4, 740 Fjarðabyggð 4771750 3 4771755 Þad er jú sundrungin sem sameinar okkur Þessi fleygu orð voru lögð í munn forsprakka ung- mennafélaganna í Útvarpi Matthildi fyrir rúmum þremur áratugum. Fyrir þá sem ekki vita var útvarp Matthildur hálfgerð Ekkifréttastofa þess tíma í umsjón nokkurra helstu skálda nútímans, þar á meðal Davíðs Oddssonar. Ekki orð um það meir. Nú er öldin önnur en þó er sundrungin alltaf söm við sig, lævís og lipur, eins og syndin, en ekki nálægt því eins skemmtileg. Vonandi tekst þó með hjálp góðra manna að halda henni í skeijum og vama því að hún valdi varanlegum skaða. Væntanlega á eftir að gróa yfír um heilt vegna framkvæmdanna hér fyrir austan. Að vísu rista þau sár djúpt, þetta er tilfmningaþrungið mál og ekki fyrir viðkvæmar sálir að taka afstöðu hvort heldur er með eða á móti. Svo maður setji sig nú enn í spámannsstell- ingamar þá geri ég ráð fyrir því að eftir áratug eða svo fínni menn ekki fyrir nema svona minniháttar eymsl- um þegar hann er að leggjast í suðaustanátt, í stað þeirra svöðusára sem menn bera í brjósti nú. Já, mannlífið á eftir að blómstra og dafna hér fyrir austan, nú er nefnilega að koma vor í hjörtu þótt úti sé ekki enn kominn vetur - ef hann vetrar þá nokkuð þetta árið. Það er ljóst að fjörkippur er að færast í atvinnu- lífið, og af atvinnunni þrífst mannlífið. Skemmtilegast er þó að sjá bjartsýnina sem hefur tekið við af vonleysinu, nú er kjarki skipt inná í stað uppgjafar. Austurland er að fá upp í hendur einstakt tækifæri til að snúa við hundrað ára þróun. Alverið er hvatinn sem getur hrint þróuninni af stað, en ekki má gleyma því að það er ýmislegt annað sem gefur Austurlandi sérstöðu á landsvísu. Hér em til að mynda þrjár tengingar við útlönd: Flugvöllur á Egilsstöðum, höfn á Eskifirði og loks Norræna á Seyðisfirði. Hér er nálægð við gjöful mið, héðan er styst til Evrópu og lengst í eldijöllin. Ferðaþjónusta ætti að geta dafnað hér sem hvergi annars staðar enda stutt í margar helstu náttúmperlur landsins. Hér em öflug fyrirtæki í sjávarútvegi og mikil og góð aðstaða fyrir fískeldi. En obb obb obb og bíddu nú við - hver kemur þar og læðist með veggjum, hver annar en hrepparígurinn gamli, sá draugur endumppvakinn - eða var kannski aldrei búið að setja hann niður? Kannski er óþarfi að vera að vera með áhyggjur en þó læðist sá illi gmnur að undirritaðum að heldur sé draugsi að eflast þessa dagana. í stað draugsa myndi undirritaður helst af öllu vilja sjá alvöm umræðu um sameiningu hér fyrir austan, helst sem mesta og víðtækasta, héraðið og firðimir í eitt sveitarfélag án undatekninga. Em fleiri sama sinnis, eða er þetta bara ég? BÞ „Sjá hér hvad illan enda ..." Hún var skrýtin athöfnin, sem fram fór í félagsheimilinu Végarði í Fljótsdal skömmu fyrir jól, þar sem nýlagður Kárahnjúkavegur ásamt brú yfir Jökulsá á Dal vom form- lega tekin í notkun eða vígð, eins og greint var frá í blöðum. Ekki fór athöfn þessi þó ffam á heiðum uppi, eins og eðlilegra hefði verið, heldur niðri í byggðinni, enda Landsvirkjun og iðnaðarráðherra í mun að fá þangað sem flesta gesti. í lok athafnarinnar í Végarði tókust oddvitar Norður-Héraðs og Fljóts- dalshrepps í hendur „og opnuðu brúna á táknrænan hátt“, eins og komist var að orði í fréttaklausunni. Sóknarpresturinn, sr. Lára G. Odds- dóttir, blessaði framkvæmdina og söng sálm ásamt Valgerði, iðnaðar- ráðherra. Hér var settur á svið sjónleikur með iðnaðarráðherra og stjómarformann Landsvirkjunar í aðalhlutverkum. Sjónleikur með kristilegu ívafi, sem féll einkar vel að markmiðum Landsvirkjunar að fegra og bæta ímynd sína í augum alþjóðar, sem stofnunin hefur verið einkar dugleg við upp á síðkastið. Ekki öfunda ég sóknarprestinn á Valþjófsstað af því hlutskipti að setja kristilegan stimpil á eyðilegginguna, sem Kárahnjúka- virkjun mun hafa í för með sér fýrir Fljótsdalshérað og öræfín allt ffam til jökla, þ.á.m. hina fögm sveit, Fljótsdalinn, þar sem nes og tún munu verða meira og minna ónýt vegna hækkandi vatnsborðsstöðu og næsta nágrenni höfuðbólsins Valþjófsstaðar undirlagt umróti og háspennuvirkjum. Eg vildi ekki vera í þeim spomm. Margir hafa undrast afstöðu Valgerðar Sverrisdóttur, íðnaðarráð- herra, í þessu stórmáli. Hún hefur dyggilega sótt línuna til flokksfor- mannsins, Halldórs, sem nú virðist um það bil að detta út af þingi. Ekki hefur það komið fram, að ráðherr- anum hafi þótt taka því að kynna sér sóðaslóð álrisans Alcoa í öðmm löndum, til dæmis í Brasilíu, áður en við hann var samið. Ekki virðist heldur hafa farið fyrir bijóstið á henni sú ffétt, að ítalska fyrirtækið Impregilo, sem átti lægsta tilboð í stíflu og aðrennslisgöng Kára- hnjúkavirkjunar, bíður nú dóms fyrir mútuþægni í heimalandi sínu. í hvaða landi öðm skyldu slík vinnu- brögð geta viðgengist nema í þeim, sem kennd em við orðið bananar. Hlutverk iðnaðarráðherrans hefur verið hlutverk hins auðmjúka þjóns i þessu máli, þess sem þiggur án þess að gera kröfur og tekur öllu fagnandi. Afstaða hennar og um- hverfisverndarfólks hefur einkennst af hroka og lítilsvirðingu. Orðið málamiðlun virðist ekki fyrirfmnast á þeim bæ. Nú hefur verið undirritaður samningur milli Landsvirkjunar og Alcoa um byggingu Kárahnjúka- virkjunar og Alvers á Reyðarfirði. Fátt virðist því geta komið í veg fyrir, að af þessum náttúmsóðaskap verði. Iðnaðarráðherra og Lands- virkjun virðast hafa ákveðið að kljúfa þjóðina niður í tvær and- stæðar fylkingar í þessu máli. Þá skyldu þessir aðilar minnast þess, að sá sem valdi beitir, mun upp- skera ílldeilur og hatur. Það em gömul og ný sannindi. Er það þetta, sem þjóðin þarf mest á að halda um þessar mundir? Eitt er víst að baráttan fyrir vemdun hálendisins heldur áffam og mun fara mjög harðnandi. Ekki fer á milli mála, að stór hluti þjóðarinnar er andvígur virkjunaráformum við Kárahnjúka. Hin gríðarhörðu mótmæli á dög- unum í Borgarleikhúsinu og við Ráðhúsið sýna hug fólks til þessara áforma, svo ekki verður misskilið. Þau tala sínu máli. Mótmælin við Lagarfljótsbm sýna, að áhyggjur fólks á Héraði fara vaxandi. Stjómvöld geta beitt valdi. Þeirra er valdið, en hvorki mátturinn né dýrðin. Vitur stjómmálamaður fer vel með vald sitt. Það skyldu menn muna. Baráttan heldur áffam. Mót- mælum Kárahnjúkavirkjun. Um hana verður kosið að vori. Samkvæmt frétt í Austurglugg- anum var þann 20. febrúar síðast- liðinn haldinn aðalfundur Félags um vemdun hálendis norðan Vatnajökuls. Fjöldi fundarmanna virðist hafa verið eitthvað á reiki, en talinn vera á milli fimmtán og tuttugu. Er jólasveinninn til? Margt forvitnilegt kom fram í þessari frétt sem vert er að skoða nánar. Öm Þorleifsson ferðaþjón- ustubóndi í Húsey fann að því að böm sem hann hafði kennt í Brúarási og gert að „náttúmsinn- um sem vildu allt óskert“ væm nú vaxin upp og orðin að unglingum sem hefðu vel launaða vinnu hjá Landgræðslunni við uppgræðslu á hálendinu. Það er væntanlega í hróplegri andstöðu við kenningu Arnar um að halda „öllu óskertu“ að ung- lingarnir vafri ekki um atvinnu- lausir heldur séu að græða upp örfoka svæði á hálendinu. Höldum „öllu óskertu"!! Hann telur að Landsvirkjun sé búin að kaupa æsku Norður-Hér- aðs, því unglingamir minnist ekki einu orði á þau viðhorf sem hann innrætti þeim á bamsaldri. Ég held að Öm þurfi ekki að örvænta um æsku Norður-Héraðs. Þetta gerist oft samfara því að böm eldast og verða að unglingum og síðan að ungu fólki. Þau þroskast, hlusta á margvíslegar skoðanir, ekki bara foreldra og kennara, lesa sér til um menn og málefni og við það breytast við- horf þeirra. Þau hætta að trúa á jólasveininn, gera sér grein fyrir því að foreldrar og kennarar hafa ekki alltaf rétt fyrir sér og að það geta verið aðrir fletir á ýmsum málum, en þeir sem næstir þeim standa, hafa haldið að þeim. Það virðist hafa gengið fram af Emi að í lok sumars var haldin grillveisla í Sænautaseli. Hugsið ykkur, grillveisla inni á hálend- inu!!! Höldum „öllu óskertu" og hugmyndum barnanna okkar óbreyttum. Jólasveinninn lifi. Spennufíklar á hálendinu Fram hafði komið í máli Skarp- héðins Þórissonar, starfsmanns Náttúmstofu Austurlands, helsta sérfræðings okkar um hreindýr, að nauðsyn sé að setja sérstök lög sem heimili veiðar á hreindýmm í væntanlegum þjóðgarði, því ella verði ofljölgun í stofninum. Já það er bara það!! Náttúruvemdarsinn- amir sem tala fyrir „öllu óskertu“ telja nauósynlegt að heimila veiðar í þjóðgarði. Einkennilegur þjóðgarður, þar sem aragrúi ferðamanna sem kem- ur á svæðið samkvæmt kenningum þeirra sem vilja „allt óskert“, má búast við því að sjá veiðimenn með öfluga veiðiriffla eltast við hreindýr innan um allan mann- fjöldann. Spennustigið verður Sálmaskáldið, sr. Hallgrímur, yrkir á nokkmm stöðum í Passíu- sálmunum um valdsmenn og varar þá við að beita valdi og rangindum. Svo yrkir hann um Júdasar iðmn: „Sjá hér,hvað illan enda / ótryggð og svikin fá.“ Vel hefði farið á því að minum dómi, að þetta vers hefði verið sungið við athöfnina í Végarði. Það hefði verið við hæfi. Olafur Þ. Hallgrímsson Mœlifelli i SkagafiróL Gunnar Geirsson væntanlega í hærra lagi og ef til vill laðar það ferðamenn að. Ég verð nú að viðurkenna að ég er að tapa áttum í þessari umræðu um hreindýrin, því ég man ekki betur en að harðasti kjaminn í „öllu óskertu" hafi notað það sem ein af helstu rökunum gegn Kárahnjúka- virkjun að með Hálslóni fæm bestu burðarsvæði hreindýra á kaf og stofninum stafaði hætta af því. Nú hefur helsti sérfræðingur íslands gefið það út að setja þurfi sérstök lög sem heimili veiðar í fyrirhuguðum þjóðgarði (veiðar eru annars bannaðar í þjóðgörðum hér á landi) til að koma i veg fyrir offjölgun hreindýra. Væri ekki nær að leggja til að öll hreindýr verði felld og stofninum útrýmt, því framtakssamir menn fluttu þau inn frá útlöndum á sínum tíma, þau era raunvemleg aðskotadýr í íslenskri náttúm. Á ekki að virða regluna „allt óskert“? Eða er það bara stundum og sums staðar? Allir á toppinn í fréttinni í Austurglugganum kom fram að á aðalfundinum hafi Þór- hallur Þorsteinsson, formaður Ferðafélags Fljótsdalshéraðs talið að með Kárahnjúkavirkjun sé há- lendið norðan Vatnajökuls glatað. Það er nú ekki glataðra en svo að hinn sami maður leggur til að þá þurfi að byggja frekar upp á Snæfellssvæðinu. Það má nefna það hér, að við Snæfell er félag það sem Þórhallur er í forsvari fyrir, með stóran og góðan fjalla- skála. Hvað er það nú sem hann vill gera á hinu glataða svæði? Jú, koma fyrir kláfferju uppá tind Snæfells!! Ég segi nú bara eins og unglingamir: "Halló, er ekki allt í lagi???" Sem sagt, þar sem virkjunin er orðin staðreynd, þá komum við upp möstrum, vímm, kláfferju og raflínum (eða reyk- spúandi olíuknúinni rafstöð) utaní og uppá Snæfelli, einu helsta ein- kennistákni Austurlands. Getur verið að þetta sé stefna Ferðafé- lags Fljótsdalshéraðs? Hættum að puða við að ganga á fjöll, látum rafmagnið flytja okkur á toppinn. Kenningin „allt óskert“ farin og komin ný „allt breytt og rafVætt.“ Gunnar Geirsson, Fáskrúðsfirói "Allt óskert"

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.