Austurglugginn - 06.03.2003, Qupperneq 8
8 - AUSTUR • GLUGGINN
Fimmtudagur 6. mars
Umhverfis Löginn
Onnur ganga 21. september 2002
Horftyfir jörðina As og umhverfi Fljótsins.
Mynd: Pétur Elísson
Silungsneti ýtt út í Fljótið ágamlan máta.
Mynd: Philip Vogler
HÚSALEIGUBÆTUR
Með vísan til 5. gr. laga um húsaleigubætur nr. 138/1997 tilkynnist
hér með að félagsmálanefnd Fjarðabyggðar hefur ákveðið neðangreindar
fjárhæðir v/ húsaleigubóta 2003:
Grunnstofn til útreiknings fyrir hverja íbúð verður kr. 8.000.-
Að auki bætast við kr. 7.000,- með 1. barni, kr. 6.000,- með 2. barni og kr.
5.500.- með 3. barni. Húsaleigubætur geta ekki orðið hærri en 50% af
leigufjárhæð, að hámarki kr. 31.000,-
Bætur skerðast um 1% ef árstekjur viðkomandi eru hærri en 2 millj. og einnig
ef sameiginlegar eignir heimilsmanna fara yfir 3 millj. (Þegar heimilistekjur eru
reiknaðar, er átt við tekjur allra heimilismanna yfir 20 ára að aldri, nema
nemenda sem lögheimili/aðsetur eiga í viðkomandi íbúð).
Nánari upplýsingar gefur
GuðmundurY. Hraunfjörð
húsnæðisfulltrúi Fjarðabyggðar
sími 470-9093
Netfang: gudmundury@fjardabyggd.is
Eins og í fyrstu göngunni safnaðist
fólkið saman við kirkjuna að Asi.
Þátttakendur voru 22 og leiðsögu-
maður Helgi Hallgrímsson nátt-
úrufræðingur.
Veðrið var frábærlega gott eins
og í fyrstu göngunni.
Ekki var höfð viðdvöl í
kirkjunni í þetta sinn, heldur geng-
ið niður að Qárhústóft á hól í tún-
inu, sem kölluð voru Hólshús. Þar
sagði Helgi frá bænum gamla á
Asi og nágrenni hans. Fyrrum var
bærinn nefndur „Undir Ási“.
Þaðan var stefnan tekin inn og upp
að Álfasteini, sem er hinn vegleg-
asti. Því miður heyrðum við ekki
söng eða hljóðfæraslátt frá Álfa-
steini, enda laugardagur og máske
messa álfaprestar einungis á
sunnudögum ellegar öðrum slíkum
tyllidögum.
Þama var allstór hópur hrein-
dýra, um 20 dýr. Nokkur brögð
voru að því að þau hefðu brotið
lerkiplöntur allstórar, vom sum
trén mjög illa útleikin. Ekki vom
dýr þessi stygg, röltu út með
Ásklifi fremur róleg. í Ijós hefúr
komið við rannsókn á innihaldi
meltingarfæra hreindýra að þau éta
í einhverjum mæli barr, meðal
annars af lerkitrjám.
Áfram er haldið inn með Ás-
klifínu og staldrað við hjá svo-
nefndri Steinaborg en þar mun
„Ásdraugurinn“ hafa verið kveð-
inn niður fyrmm. Neðan undir Ás-
klifinu sunnanverðu er bratt niður
að Fljóti og vom hér gerðar all-
miklar vegabætur á fyrri tíð, enda
var hér alfaravegur, líklega öldum
saman, bæði af gangandi og
ríðandi fólki. Sagði Helgi farar-
stjóri að hér uppi í bjarginu yxu
sjaldgæfar plöntutegundir svo sem
sigurskúfur og aronsvöndur, vissi
hann ekki til þess að hinar siðar-
nefndu væri að finna annarsstaðar
á Héraði.
Á þessum slóðum hröpuðu
tveir menn fram af Ásklifmu í
blindbyl á öðmm degi jóla árið
1956 og fórst annar þeirra, Ólafur
Pétursson frá Egilsstöðum, ungur
maður bráðefnilegur.
Enn liggur leiðin meðfram
Fljótinu, neðan við Prestalág og
fram og niður á Skarfatanga, em
þeir raunar tveir og skaga þeir
dálítið út í Fljótið. Við annan tang-
ann strandaði skipið Lagarfljóts-
ormurinn í ágúst 2001, þó ekki
mjög alvarlega en smárifa kom á
botn skipsins. Líklega draga
tangar þessir nafn af samnefndum
sjófugli. Skarf sáum við í fyrstu
göngu skammt frá landi utan og
neðan við Ás.
Hópurinn rölti heim að Hofi,
sem er örstutt leið og fékk leyfi hjá
Gylfa bónda að snæða hádegis-
hressingu í hofstóttinni, sem er rétt
hjá bænum. Var það hin besta
stund í glaða sólskini og hlýrri
golu undir fallegum trjágróðri.
Eftir að hafa snætt og rætt við
Gylfa bónda og hans fólk á meðan,
var aftur gengið fram og niður að
Fljóti, þar sem er allmikill bás á
milli þverhníptra kletta, Bolabás
kallaður. Er þetta væntanlega bás
bola þess, er „sækýmar“ gráu hafa
átt, sem eitt sinn gengu á land
innar með Leginum, náðist ein
þeirra og varð formóðir afburða
kúakyns á Héraði, (Þjóðsögur
Sigfúsar Sigfússonar).
Nú er gengið eftir allháum
fremur votlendum og velgrónum
bökkum og brátt er komið í land
Skeggjastaða, sem var stórbýli
áður fyrr, en síðar skipt niður í
íjögur býli. Á Skeggjastöðum var
mikið menningarheimili í tón- og
bókmenntum sem og á fleiri
sviðum. Þaðan var þjóðsagnasafn-
arinn víðfrægi Sigfús Sigfússon
ættaður og ólst þar upp. Uppruna
Lagarfljótsormsins má rekja til
Skeggjastaða, en um það segir í
Þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar,
„I fomöld bjó ekkja ein á
Skeggjastöðum í Fellum... Hún
átti vaxna dóttur. Henni gaf hún
gullmen ... Stúlkan spyr þá móður
sína: ‘Hvemig get ég látið mér
verða mest úr gullinu því ama?’
Móðirin svarar: ‘Legg þú það
undir yrmling, því mælt er að
ormur vaxi á gulli en gullið með,
og er það fomt mál.’ Stúlkan sting-
ur hjá sér gullinu og setur á sig
heilræðið.
Næsta dag er hún að raka
slægju niðri á fljótsbökkunum. Sér
hún þar marga brekkusniglabobba,
er eiga þar heima, og ultu þeir
undan hrífunni. Nú minntist hún
gullsins og ber það að einum snig-
linum. Teygir hann sig út úr bobb-
anum, skríður svo út og leggst á
gullið. Stúlkan lætur það liggja. En
að kveldi hefir hún hvort tveggja
heim með sér og sýnist þrútnað
hafa. Leggur hún það niður í kistil
eða traföskjur sinar og lætur á
afvikinn stað.
Nú líður svo nokkur tími ... að
stúlkan hugar eigi í eskjumar. En
þegar hún vitjar um þær sér hún
sér til mestu undrunar, að öskjum-
ar em gliðnaðar í sundur utan af
sniglinum og gullinu. Svo hafði
hvort tveggja vaxið. Þá verður
stúlkan svo hrædd, að hún þrífúr
öskjumar með orminum og gull-
inu, hleypur með það ofan að fljót-
inu og út á klöpp eina, og kastar
því svo langt út í dýpið sem hún
gat.
Þóttist hún nú hafa losað sig
við ófreskjuna og þau vandræði
sem af henni kynnu að hljótast. En
bráðlega varð hún og fleiri þess
áskynja, að snigillinn lifði og óx á
gulli sínu svo fimum sætti. Lengd-
ist hann óðum út og fram eftir
dýpinu, og þegar tímar liðu fór
hann að brjótast ærið um, teygja
sig upp úr fljótinu og gjósa eitri á
bæði lönd. Fór hann nú að granda
mönnum þeim og skepnum sem
fóm yfir fljótið og gerðist hinn
ógurlegasti óvættur."
Ekki urðum við Ormsins vör í
þetta sinn en bámm í brjósti ótta-
blandna virðingu. Þó var sú áhætta
tekin að draga í land net er lágu
þar út í Fljótið. Gerði það eigandi
netanna sem var með í för, Bjami
Björgvinsson og einn af eigendum
Skeggjastaða II. Var einn silungs-
tittur í netinu, hefur Orminum ekki
þótt hann verðugur munnbiti.
Netið var lagt út aftur með langri
og mjórri tréspím, er sú aðferð
víða notuð, þar sem ekki er hægt
að leggja net á milli tanga. Þama
er efst í sandinum gamall bátur,
hrörlegur, átti hann Þórarinn Páls-
son frá Skeggjastöðum.