Austurglugginn - 06.03.2003, Page 9
Fimmtudagur 6. mars
AUSTUR • GLUGGINN - 9
Helgi Hallgrímsson segir frá dimmum göngum torfbœjartímans og
Parthúsa-Jóni á staðnum. Verður hér seinna sala gómsœtra parta til
ferðamanna?
Mynd: Pliilip Vogler
Áfram er gengið inn Skerslin
og niður í fjöru, uns komið er í
Prestsbotn, stóran hvamm þar sem
Teigará fellur í Löginn. Þar í botn-
inum er gamall tjaldvagn, líklega
löngu aflagður sem slíkur, má
hann muna sinn fifil fegri. Síðan
er gengið eftir gömlu götunni, eftir
Háubökkum og fram og niður á
Mófríðarhamar, allmikinn berg-
gang sem skagar fram í Fljótið. Er
bergið í honum allsérstætt, klofnar
í þunnar flögur af ýmsu tagi,
sumar sem brýni, aðrar sem
hnífsblað, sverð eða axarblað,
þynnast fram í hárbeitta egg.
Samskonar flögur má finna víðar
út með Fljóti, mjög áberandi t.d. í
áðumefndum Bolabás. Við röltum
fjömsandinn inn á svonefndan
Engjatanga, inn að Hrafnsgerðisá,
upp með henni og skoðuðum foss-
ana, sem eru fjórir að tölu upp að
þjóðvegi, em þeir mjög fallegir
svo og umgjörð þeirra öll, með
grænum og rauðum millilögum í
berginu og hyljum undir fossun-
um. Dálítill skúti er inn undir
bergið við efsta fossinn, nefndur
Grímsbás, eru þar leifar grjót-
hleðslu, sem hlaðið hefur verið við
op skútans. Getgátur em um að
skúti þessi sé nefndur eftir Grími
Droplaugarsyni á Amheiðarstöð-
um, þess sem í fomsögum er getið.
Hann gæti svo sem hafa dvalið
þama stuttan tíma, en hann varð
sekur skógarmaður eftir að hafa
vegið Helga Ásbjamarson á
Eiðum og varð því að fara huldu
höfði.
Til er heimild um sakamann,
sem á 18. öld hélt til um tíma
þama í gilinu og rændi vegfar-
endur, sem fóm þjóðgötuna fyrir
neðan.
Þegar inn fyrir Hrafnsgerðisána
var komið gengum við fram og
niður í gegnum fagran skógarlund,
áðum þar reyndar og neyttum
nestis, og síðan inn hjá svoköll-
uðum Parthúsum, eru það tættur
beitarhúsa. Til er þjóðsaga um
tilurð þessarar nafngiftar. Vom
tveir menn á leið upp í Fljótsdal, í
hríðarveðri. Leituðu þeir skjóls í
húsunum og gerðu sér náttból í
garðanum. Annar þessara manna
hét Jón, kunnur galdramaður á
Héraði. Var Jón þessi talinn eiga
aðild að því að vekja upp drauginn
Fluganda. Um nóttina vitjar
draugsi Jóns, dregur hann fram úr
garðanum og lemur honum utan í
veggi lengi nætur. „Líkami Jóns
var allur sundur slitinn og lágu
partar af honum um allt hús. Húsin
voru síðan kölluð Parthús." (Þjóð-
sögur Sigfúsar Sigfússonar).
Eftir að hafa hlýtt á fyrirlestur
Helga fararstjóra um Parthúsa-Jón
og sitthvað fleira, gengum við
þjóðveginn inn fyrir neðan Am-
heiðarstaði. Geta má þess hér að
Amheiðar- og Droplaugarstaðir,
nýbýli byggt úr landi Amheiðar-
staða árið 1942, em æskuheimili
Helga Hallgrímssonar. Á Gálga-
flöt, sem er skammt fyrir ofan
þjóðveg og alllangt innan við Am-
heiðarstaði, var stansað. Þar telur
Helgi að hafi verið þingstaður á
fyrri tíð. Þar sagði Helgi okkur
ýmislegt um fýrri ábúendur Am-
heiðarstaða, sem er líklega land-
námsjörð, einna kunnust em vænt-
anlega Droplaug og synir hennar
Helgi og Grímur (Droplaugarsona-
saga).
Ketill Þrymur son Þóris Þið-
randa keypti Arnheiði dóttur Ás-
bjamar jarls Skerjablesa, flutti til
Islands, nam Lagarfljótsstrandir á
milli Hengifossár og Ormsár og
bjó á Amheiðarstöðum. Eftir Am-
heiði konu hans er bærinn síðan
nefndur. Á Amheiðarstöðum var
bænhús eða hálfkirkja fram á 17.
öld og graffeitur tilheyrandi.
Inni hjá Ámasteini, sem er
góðan spöl utan við Geitagerði,
beið hluti hópsins, sem farið hafði
talsvert á undan og missti því af
frásögn Helga, úti á Gálgaflöt. Er
það slæmt að svo fátt fólk skuli
ekki halda hópinn, er það raunar
alltof algengt í hópgöngu og
missir fólk því af annars ágætri
leiðsögn, en auðvitað em áhuga-
málin misjöfn svo sem fólkið er
margt.
Undir Ámasteini er falin hálf-
tunna með peningum en ekki má
eftir fjársjóði þessum grafa, ef svo
er gert brennur bærinn á Am-
heiðarstöðum, ellegar þrír helstu
menn sveitarinnar gefa upp
öndina, er því þessi fjársjóður
óhreyfður enn í dag.
Ætlunin var að ganga inn með
Leginum inn fyrir neðan Geita-
gerði, því þar er einna fegurst um-
hverfi þessarar leiðar sem gengin
var í dag. Fagur blómgróður,
áhugaverðir klettar með básum og
birkihríslum, að ógleymdum hin-
um vöxtulega skógi Guttorms
bónda, þar fyrir ofan. Utan við
bæinn í Geitagerði er allstór trjá-
lundur með mjög mörgum trjáteg-
undum og heima við bæ er fall-
egur skrúðgarður með háum trjám,
meðal ananrs er þar eitt hæsta tré
landsins af tegundinni þinur. 1
Geitagerði býr hinn kunni íþrótta-
maður á sinni tíð, Guttormur V.
Þormar.
Uppi á hákolli Geitagerðis-
bjargs eru allmargar holur, stamp-
ar, ofan í bergið, hringlaga flestar
og allt að metri á dýpt, vafalítið
skessukatlar frá tíma ísaldar,
myndaðir vegna svörfunar vatns.
Kallast stampar þessir Hlandkollur
og þessi hluti bjargsins Hland-
kollubjarg. Neðan undir Geita-
gerðisbjargi eru einnig holur í
berginu, næstum láréttar, sumar
sporöskjulagaðar, allt að 70 sm í
þvermál. Telur Helgi þetta holur
eftir barrtré, sem þama hafi vaxið
fyrir milljónum ára og lagst útaf
þegar hraun rann yfir. Hefur
stofninn síðan með tímanum veðr-
ast úr holunni.
Nú var orðið áliðið dags, komið
langt framyfir kaffitíma, fólk orðið
fremur þreytt eftir langa göngu og
þess vegna ákveðið að sleppa öllu
því áhugaverða sem eftir var til
skoðunar í landi Geitagerðis.
Ekki er ólíklegt að fólk hafi
verið farið að finna súkkulaðiilm-
inn frá Síu á Húsum, enda suð-
vestan gola. Var því stefnan tekin
beint í Hús, þar sem Hákon tók
sérdeilislega vel á móti göngu-
hrólfum með skeggjuðum virðu-
leikasvip.
I stofu beið Sigrún (Sía) alúð-
leg að vanda með rjúkandi súkku-
laði, tertur og annað sætabrauð. Fá
Sía og Konni, sem og samferða-
fólkið, alúðarþakkir fyrir yndis-
legan dag.
Þess skal getið hér að við gerð
þessa pistils er í stómm dráttum,
hvað varðar ömefni og tilvitnanir í
þjóðsögur, stuðst við handrit
Helga Hallgrímssonar, sem kalla
má: Vísað til vegar.
Bragi Björgvinsson,
Víðilœk.
Hér beið frábært kaffi eins og í öllum öðrum leggjum, íþetta skipti hjá Síu
Ben og Hákoni á Hiisuin í Fljótsdal.
Mynd: Pétur Elísson
Opid bréf til Smára Geirssonar
Sæll vertu Smári
Til allrar hamingju hefur ríkis-
stjóm Davíðs Oddssonar tekið
rétta ákvörðun um að bjóða út
næsta haust stutt jarðgöng undir
Almannaskarð og að framkvæmdir
skuli hefjast næsta vetur. Þessa
ákvörðun sem tekin var öllum að
óvömm sá ég fyrir á síðasta ári í
opnu bréfi til bæjarstjómar Homa-
íjarðar sem birtist í fréttablaðinu
Eystrahomi án þess að því hefði
verið svarað.
Nú liggur alveg ljóst fyrir að
göngin undir Almannaskarð sem
verða 1,2 km löng munu standa
um 100 metrum neðar en Vest-
ijarðagöngin yfir sjávarmáli. Flest
rök hníga nú að því að þessi jarð-
göng sem tekin verða úr 40 metr-
um yfir sjávarmáli í Skarðsdal séu
arðbær fjárfesting, tæknilega ein-
föld og vel framkvæmanleg.
Það sama gildir um 200-300
metra löng veggöng undir Hólma-
háls milli Reyðarljarðar og Eski-
ljarðar. Þessa ákvörðun sem eng-
inn gat séð fyrir kallaði verksstjóri
á Hornafirði Lottóvinning þegar
hann var að skoða aðstæður uppi í
Almannaskarði, þá hringdi hann
strax í starfsmenn Vegagerðarinnar
á Reyðarfirði og sagði þeim frétt-
imar.
Nú skal ég benda þér á eitt
atriði, Smári. Þessi ákvörðun ríkis-
stjómarinnar sem kom flestum á
óvart vekur spumingar um hvort
tímabært sé nú orðið að bæjar-
stjóm Fjarðabyggðar og kjörnir
þingmenn Austfirðinga eigi að
berjast fyrir því að ljármagn verði
útvegað í þessi veggöng undir
Hólmaháls sem fyrst ef rétt reynist
að uppsett verð hafi fengist fyrir
ríkiseignirnar sem tekist hefur að
selja.
Þessi göng undir Hólmaháls og
önnur veggöng á Austurlandi auk
Vaðlaheiðarganga fyrir norðan
getur sala ríkiseigna vel fjármagn-
að þegar ætlunin er að selja hlut
ríkisins í Islenskum aðalverktök-
um. Þessi 200-300 metra löngu
veggöng undir Hólmaháls hljóta
að verða ódýrari en göngin undir
Almannaskarð sem áætlað er að
kosti um 600-700 milljónir króna.
Bröttustu brekkurnar með 17%
halla á öllum hringveginum sem
em í Almannaskarði og upp úr
Berufirði um Öxi verða nú fljót-
lega dæmdar ólöglegar samkvæmt
stöðlum ESB. Þetta gæti líka átt
við báðar brekkumar milli Reyðar-
fjarðar og Eskiljarðar án þess að
það yrði nú séð fyrir.
Vel uppbyggðir vegir í Al-
mannaskarði, upp úr Bemfirði um
Öxi og í brekkunum milli Reyðar-
fjarðar og Eskifjarðar myndu
frekar bjóða upp á stóraukna slysa-
hættu. Það væri fjárfesting í
dauðaslysum sem aldrei gæti
skilað sér. Þá væri bara verið að
bjóða mannslífúm birginn sem
enginn hefur efni á.
Þessum fjármunum yrði betur
varið í jarðgöng undir Hólmaháls
og undirbúningsrannsóknir á
gangagerð á öllu Mið-Austurlandi
og Suðurfjörðunum alla leið til
Homafjarðar. Þessi ákvörðun
ríkisstjómarinnar um jarðganga-
gerð undir Almannaskarð er tekin
til þess að minnka slysahættuna
sem vel uppbyggðir fjallvegir í um
500 metrum yfir sjávarmáli bjóða
upp á.
Heilsársvegir eiga ekkert erindi
upp í þessa hæð yfir sjávarmáli.
Nú spyr ég þig Smári hvort til
greina komi að boðaður yrði
fundur um jarðgangagerð undir
Hólmaháls með starfsmönnum
Vegagerðarinnar, bæjarstjóm
Fjarðabyggðar og þingmönnum
Austfirðinga?
Þeir sem sýna þessari ákvörðun
ríkisstjómarinnar um göng undir
Almannaskarð fyrirlitningu munu
sjá eftir því þótt síðar yrði. Með
ánægju myndi ég vilja koma á
þennan fund ef til greina kemur að
kanna möguleika á jarðgangagerð
undir Hólmaháls.
Fyrir þremur áratugum lagði
Tryggvi Helgason flugmaður á
Akureyri til fyrstur manna að gerð
yrðu jarðgöng undir Vaðlaheiði,
við Iitla hrifningu heimamanna.
Þrjátíu árum síðar sjá nú heima-
menn á Akureyri í Eyjafirði og
Þingeyjarsýslum eftir því að hafa
sýnt þessari hugmynd Tryggva
Helgasonar fyrirlitningu.
Það er varasamt að eyðileggja
góðar hugmyndir með fréttaföls-
unum og það í blöðum sem mark
er tekið á. Ég met það mikils hvað
þú hefur barist vel fyrir Austfirð-
inga í harðri baráttu fyrir bættu
atvinnuástandi og bættum sam-
göngum í formi jarðgang þó að þú
hafir fengið poka af hótunar-
bréfúm ffá götustrákum í Reykja-
vík.
Nú vil ég óska ykkur til
Guðmiindur Karl Jónsson.
hamingju með útboð jarðganganna
milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðs-
íjarðar sem byrjað verður að
sprengja í gegn í apríl núkomandi.
Þá vil ég líka fagna því að álvers-
framkvæmdir geti hafist sem fyrst
eftir að samningar hafa náðst milli
íslenskra stjómvalda, Landsvirkj-
unar og stjómenda Alcoa í Banda-
ríkjunum. Megi Fjarðabyggð
verða að einu atvinnu- og þjón-
ustusvæði á komandi árum.
Guðmundur Karl Jónsson