Austurglugginn - 06.03.2003, Qupperneq 10
10 - AUSTUR • GLUGGINN
Fimmtudagur 6. mars
Sköpunargledi
Sumir hafa þá löngun að vera
alltaf að skapa eitthvað, ýmist í
höndunum eða í huganum en
aðrir láta sér nægja það sem
kemur tilbúið upp í hendurnar á
þeim hverju sinni.
Misjafnt er hvemig þessi
sköpun brýst fram, sumir skrifa
niður hugsanir, aðrir yrkja Ijóð,
sumir mála eða teikna hugsanir
sínar á blað. Misjafnt er hversu
mikla rækt menn leggja við þessa
sköpunarþörf, oft endar þetta í
skúffum eða öðram hirslum og
týnist oftast nær.
Myndir sem Sandra hefur tekió,
meðal annars úr verkefni sem
Sandra vann í haust og nefnist
Gluggar.
Svo eru þeir sem sækjast eftir
því að þroska þessa sköpunargleði
og fara í nám tengt því. Ein af
þeim sem hafa farið þá leið er
Sandra Mjöll Jónsdóttir en hún
fékk inngöngu í myndlistadeild
Listaháskóla Islands síðastliðið
haust en þar stundar hún nám í
ljósmyndun og grafískri hönnun
tengdri ljósmyndun. Austurglugg-
inn átti nýlega spjall við Söndru
Mjöll.
Allt ferlið mjög
spennandi
Sandra er að læra ljósmyndun eins
og áður sagði en aðspurð segir hún
að áhuginn á ljósmyndun hafí
vaknað þegar hún var skiptinemi í
Chicago í Bandaríkjunum. „Það
var listadeild í skólanum og þar
var boðið upp á ljósmyndun meðal
annars," segir Sandra. Ég hef mjög
gaman af ljósmyndun á allan hátt,
mér fmnst allt ferlið mjög spenn-
andi frá því að fmna gott myndefni
og þangað til myndin er full-
unnin.“
En hvemig var að vera í
Chicago?
„Þetta var mikil breyting frá því
að alast upp á litlum stað úti á
landi og koma allt í einu í stór-
borg. Ég var búin að vera eitt ár í
Menntaskólanum á Egilsstöðum
áður en ég fór út en eftir að ég
kom aftur heim áttaði ég mig á því
að mér hentaði betur að vinna
eitthvað í höndunum frekar en
bóknámið. Ég skipti því yfír í
hönnunardeild Iðnskólans í Hafn-
arfirði sem er mjög skemmtileg og
býður upp á mikla ljölbreytni.
Seinni veturinn minn í Iðnskól-
anum bauðst mér að fara í skóla-
ferðalag sem var styrkt af svo-
kölluðum Leoandrosjóð en það eru
aðeins tíu efstu nemendur sem eru
valdir til ferðarinnar þannig að
þetta var mikil viðurkenning.
Við fóram til Frakklands,
Hollands og Spánar en aðal til-
gangurinn var að skoða skóla sem
við gætum hugsað okkur að stunda
nám í seinna meir. Við heimsóttum
mörg söfn en sá staður sem heill-
aði mig lang mest var Barcelona á
Spáni. Þar era ótrúlega góð söfn
með verkum Pícassó, Míró og
Dalí, en ég hreifst nú reyndar mest
af kirkjunni frægu sem er búin að
vera rúm 100 ár í byggingu og
ekki búin enn.
Ég var varla komin heim þegar
ég ákvað að fara aftur til Spánar en
ég átti engan pening. Þá datt ég
niður á nokkuð sem heitir
vista/skipti nám þar sem maður
getur unnið fyrir sér með náminu
og varð það úr að ég fékk vinnu á
hóteli við ströndina þar sem
Ólympíuleikamir voru haldnir
fyrir nokkrum áram. Þetta var
mjög gaman og ég komst vel inn í
spænskuna.“
Fannst éq svífa um í
einhverju skýi
Hvemig lá svo leiðin inn í
Listaháskólann?
„Námið í Iðnskólanum var
tveggja ára grunnnám og er hvorki
lánshæft né gefur nein sérstök rétt-
indi. Ég ákvað að fá mér vinnu til
að borga niður skuldir og reyndi
um leið að ná mér í verklega
reynslu, vann til dæmis við
skiltagerð og í prentsmiðjum. Um
veturinn sá ég svo auglýsingu um
inntökupróf í grunndeild Mynd-
listaskólans. Þetta eru mjög ströng
inntökupróf en ég ákvað að prófa
því það næði þá bara ekki lengra
ef ég kæmist ekki inn. En ég
komst í gegnum bæði prófin og
það lá við að ég hoppaði hæð mína
í loft upp þegar ég sá að ég var
komin inn. Ég hringdi í alla til að
segja þeim ffá þessum mikla
árangri sem mér fannst, en þá
sögðu bara allir að þeir hefðu vitað
að ég kæmist inn en samglöddust
mér að sjálfsögðu.
Þetta var eins árs nám, ekki
ósvipað því sem ég var að gera í
Iðnskólanum, við voram látin
fikra okkur áfram með form og
efni til að finna hvað hentaði
hverjum best. Verst var að þetta er
ekki heldur lánshæft nám svo ég
varð að vinna með náminu. Ég
vann aðallega um helgar og á
nætumar en þetta var mjög erfitt.
Síðan ákvað ég á síðasta ári að
sækja um i Listaháskóla Islands, á
myndlistadeild. Til að komast inn í
Listaháskólann þarf að þreyja inn-
tökupróf og koma með sýnishom
af því sem maður hefúr verið að
gera. Það voru um tvö hundrað
manns sem tóku fyrra inntöku-
prófið en ég komst í gegnum það
og í seinna prófið.
Dagamir sem liðu á meðan ég
beið eftir úrslitunum voru nánast
óbærilegir og hrikalega lengi að
líða. En svo fannst mér ég svífa
um í einhverju skýi þegar ég
uppgötvaði að ég hefði komist í
gegn. Við vorum um tuttugu
manns sem komumst í gegn eða
einn tíundi af þeim sem þreyttu
fyrsta prófíð.“
Ótrúlegustu hlutir gott
myndefni
„Á haustönn vann ég að verkefni
sem ég kallaði ‘Gluggar’ og sýnir
margs konar glugga vítt og breitt
um bæinn. Myndirnar vora svo
sýndar á sýningu hjá Listaháskól-
anum. Þetta var mjög áhugavert
verkefni, útlitið og hvemig gard-
ínur era og hvað er í gluggunum á
húsunum segja svo margt um
fólkið sem býr þar.
Annars era það ótrúlegustu
hlutir sem geta verið gott mynd-
efni, til dæmis gömul hús, þvotta-
klemmur á snúra og margt fleira
sem kannski öðram myndi ekki
detta í hug að eyða mynd á. Húsin
á Vestdalseyri við Seyðisfjörð til
dæmis eru mjög spennandi mynd-
efni. Eitt húsið hafði verið bama-
skóli þegar fjölmenn byggð og
útgerð var þama á eyranum og
skemmtilegast fannst mér að húsið
var gluggalaust á þeirri hlið sem
snýr út að sjónum til að athafnir á
vinnusvæðinu trufluðu ekki böm-
in. Ég sat þama alein í haustblíð-
unni með fuglasönginn í bakg-
runni og hugsaði um þegar þessi
staður var fullur af mannlífi en nú
var aðeins kyrrðin.“
Kann best við mig í
framandi löndum
„Listaháskólinn leggur mikla
áherslu á erlent samstarf. Við fáum
fjölda erlendra gestakennara og
þetta veitir okkur innsýn inn í
alþjóðlega strauma í listum. Svo
gefst okkur tækifæri til nemenda-
skipta við samskiptaháskóla um
alla Evrópu.
Ég held ég hafi útþrá í blóðinu
frá foreldrum mínum en þeir
flökkuðu mikið á sínum yngri
áram og ég kann best við mig í
framandi löndum en foreldrar
mínir era Jón Þórarinsson og
Ólafía Herborg Jóhannsdóttir í
Fellabæ.
Seint á síðasta ári fékk ég enn
eitt tækifæri til að komast út en þá
sá ég auglýst að hægt var að
komast sem skiptinemi í tíu daga
vinnubúðir í Helsinki í Finnlandi.
Ég var fljót að sækja um og varð
ekki smáglöð þegar ég fékk svar
við því að ég kæmist inn og hefði
fengið styrkinn sem því fylgdi.
Ferðin var mjög skemmtileg og
gagnleg en ég var reyndar svo
óheppin að detta í hálku á götu í
Helsinki fyrsta daginn og meiða
mig í hnénu. Ég var því á sjúkra-
húsi allan fyrsta daginn í alls kyns
skoðun en ég var óbrotin og jafn-
aði mig fljótt. En fall er fararheill
eins og sagt er.
En nú er ég á leið út aftur í
byrjun mars, ég sótti um svipað
námskeið í Svíþjóð og fékk já-
kvætt svar. Námskeiðið stendur
yfir í tvær vikur og kennari verður
Sarah Hughes sem er mjög
þekktur ljósmyndari og nýtur
mikillar virðingar sem slíkur.
Svo vona ég að ég komist sem
gestanemandi á næsta vetri í skóla
á einhverju Norðurlandanna,"
sagði Sandra að lokum og ljómaði
öll af tilhlökkun.
BÞ
Kirkja heilagrar fjölskyldu i Barcelona, eða Sagrada Familia, sem heillaói
Söndru. Kirkjan er hönnuð af spœnska arkítektinum Gaudi og hófst
bygging hennar árið 1882. Myndin hér fyrir ofan er tekin í byrjun tuttugust
aldar en bygging kirkjunnar er enn ekki lokið.