Austurglugginn - 06.03.2003, Qupperneq 12
Heimasíða Hitaveitu Egilsstaða og Fella:
www.hef.is
Austur»gluggmn
Fimmtudagur 6. mars s. 477 1750
Tískuvörur - Barnavörur - Fataleiga
Tjamarbraut 19 - 700 tgiisslaftir - Sími 471 1600 - Fax 471 2178
Frá þemadögum í VA
Ljósmyndahópur glaóbeittur.
í síðustu viku voru þemadagar í
VA. Starfið var skipulagt af nem-
endum og kennurum í sameiningu.
Nemendum var skipt í hópa og
voru dæmi þess að einstakir nem-
endur störfuðu í þremur hópum.
Uppskeruhátíð verður síðan í
íþróttahúsinu eftir hádegi í dag,
fimmtudag, og hefst klukkan eitt.
Þar sýna nemendur afrakstur starfs
síns og er öllum boðið að koma.
Meðal atriða eru handboltaleikur,
leikþáttur, danssýning og kvik-
myndasýning. Þá verða veittar
viðurkenningar.
Eins og sést á þessum myndum
skemmtu nemendur sér vel og
lærðu eflaust eitthvað nytsamt í
leiðinni.
BÞ
Hestahópurinn og hundurinn Mikki.
Salsadanshópur i banastuói.
Hönnunarhópur finnur sköpunargleóina.
Útvarpshópur hélt uppi Jjörinu.
Margrét Dögg sigradi Barkann glæsilega
Margrét Dögg sigurvegari.
Barkinn - söngvarakeppni
menntaskólans á Egilsstöðum
fór fram í áttunda skipti í Vala-
skjálf á Egilsstöðum síðastliðið
föstudagskvöld fyrir troðfullu
húsi, en sigur í Barkanum veitir
keppnisrétt í söngvakeppni
framhaldsskólanna sem að þessu
sinni fer fram á Akureyri.
I þetta sinn tóku 20 keppendur
þátt í 18 söngatriðum sem voru
hvert öðru glæsilegri. Veitt voru
verðlaun fyrir efstu þrjú sætin auk
þess sem athyglisverðasta atriðinu
voru veitt verðlaun. Eftir að flytj-
endur höfðu klárað að flytja sín
á öllum sviðum!
TM-ÖRYGGI
fyrir fjölskylduna
sameinar öll tryggingamálin
á einfaldan og hagkvæman hátt
atriði í keppninni stigu á stokk
tvær hljómsveitir, Litríkir Postular
og Equanix. Hljómsveitin Equanix
flutti einmitt nýtt frumsamið lag
eftir hljómborðsleikara sveitar-
innar Sturlu Helgason, en það lag
söng Berglind Ósk Guðgeirsdóttir
sem vann Barkann einmitt fyrir
tveim árum. Einnig söng sigur-
vegarinn frá í fyrra, Tinna Ama-
dóttir, eitt lag áður en dómnefnd
kynnti niðurstöður sínar.
Úrslit urðu þau að Margrét
Dögg Guðgeirsdóttir sigraði glæsi-
lega en hún söng lag hinnar holl-
ensku Anouk, „Nobody's wife“. I
öðru sæti varð Elísabet Agla Stef-
ánsdóttir með Todmobile slagar-
ann, „Fæ aldrei nóg af þér“. I
þriðja sæti varð svo Moulin
Rogue-hópurinn, skipaður þeim
Bóel Jóhannesdóttur, Björt Sig-
finnsdóttir, Tinna Ámadóttir og
Elsa Amey Helgadóttir, en þær
stöllur sungu lagið „Lady marme-
lade“ sem Christina Aguilera og
saumaklúbbssystur hennar sungu
saman svo eftirminnilega hér um
árið. Verðlaun fyrir athyglisverð-
asta atriðið fengu svo Friðjón
Magnússon og Þorgrímur Guð-
mundsson.
Það var tónlistarklúbbur
Menntaskólans sem hafði veg og
vanda af þessari glæsilegu keppni
en framkvæmda- og hljómsveitar-
stjórar keppninnar vom þeir Örn
Ingi Ásgeirsson og Ragnar
Jónsson.
helgi@austurglugginn
Skvísurnar í Moulin Rogue hópnum lenti íþriðja sœti.
Líttu við
.. g m m * m mm
Tilboo a k|uklingum
359 kr. kg.
«etn NESBAKKI
Opið alla daga frá kl. 10-19
s.477 1609