Austurglugginn


Austurglugginn - 16.01.2003, Blaðsíða 7

Austurglugginn - 16.01.2003, Blaðsíða 7
AUSTUR • GLUGGINN - 7 nokkrar setningar sem frægar eru í tengslum við æðsta ráðamann Bandarísku þjóðarinnar og hans kollega. Setningar eins og „Island er bananalýðveldi" og „Hin raun- verulegu öxulveldi hins illa eru Bandarikin, Bretland og Israel,“ og önnur var einfaldlega „George Bush is an idiot,“ eða „George Bush er fáviti“. Hvemig tóku sveitungar forsetans þessum útúr- snúnu fullyrðingum sem þó flest alþjóðamálum, mannréttindum og fleiri slíku. Ég fer nú reyndar ekki í þetta framboð með þann draum, öðru fremur, að gerast þingmaður. Ég er fyrst og fremst myndlista- maður í framboði. Það er nóg af lögfræðingum í jakkafötum á þingi, og enn fjölgar þeim. Ung- liðamir í Sjálfsstæðisflokknum em t.d. allir eins og klipptir út úr mynd af Davíð Oddsyni fyrir 20 árum. Það þarf að auka breiddina Fimmtudagur 16. janúar En Kárahnjúkavirkjun, heldur Hlynur að hún verði kosningamál, eins og flokkssystir hans Kolbrún Halldórsdóttir hefur lýst yfir? „Ég held að umhverfismál verði eitt af kosningamálunum, tvímæla- laust. Ég er hlynntur virkjunum og nýtingu vatnsafls, endumýjanlegr- ar orku. En það á ekki að flytja fljót, eins og þarna er gert, á milli héraða. Að fara að framleiða orku fyrir álver, og selja það svo á fusson), Þuríði (Backman) og hin í þingflokki VG, þá væri hér engin stjómarandstaða. En það er okkar verkefni nú að koma okkar stefnu á framfæri,“ segir Hlynur. Jafnaðarhugsjónir grundvallar mál Það er ljóst að drengurinn er ekki beint þessi hefðbundni frambjóð- andi, og mörgum þætti hann sjálf- töluvert fyrirferðamikil þessa dag- ana, hvað sýnist Hlyn um það mál, og utanríkismál almennt? „Það eru bæði kostir og gallar tengdir því að vera í efnahags- bandalagi, en mér finnst það vera að búa til landamæri gagnvart þriðja heiminum á sama hátt og Bandaríkjamenn. Ég er alþjóða- sinni en mér finnst við ekki þurfa á Evrópusambandinu að halda hvað það varðar. Það er t.d. Græn- „Það er nóg aflögfrœðingum íjakkafótum á þingi, og enn Jjölgar þeim. “ „Hallílór Asgrímsson hefur gert meiri skaóa í utanrikismálum en allir utanrikisráöherrar SjálJ'stœðisJlokksins til samans. Hann vildi helst vera hermálaráöherra... “ allir Evrópubúar em vanir að nota þegar kallinn í Hvíta húsinu er ræddur? Urðu Texas-búar ekki bara brjálaðir? „Nei, það var mesta furða. Ég gerði þetta náttúrulega til að fá viðbrögð, og þau vom ansi mis- jöfn. A opnuninni vom menn til dæmis mjög ánægðir, það var ekki fyrr en þetta spurðist út í bænum að heimamenn urðu æfir, skyldu ekkert hvað þessi útlendingur væri að rífa kjaft um þeirra forseta. Það endaði svo með þvi að ég breytti öllum setningunum þannig að þær hljómuðu akkúrat á hinn veginn. Þá sáu menn það sem þeir vildu sjá og það sýndi kannski raunvem- lega það sem ég hafði áður haldið," Segir Hlynur og glottir. "Nóg af lögfræðingum á Alþingi" Þó Hlynur sé nýtt nafn í íslenskum stjómmálum er pólitískur áhugi hans ekki nýtilkominn. Hann skip- aði á sínum tíma sjöunda sæti á lista Alþýðubandalagsins í gamla Norðurlands eystra kjördæminu, þá einungis 18 ára gamall. Núna hinsvegar tók hann þá ákvörðun í samráði við menn innan VG að gefa kost á sér í þriðja sætið á lista VG í Norðaustur kjördæminu. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á stjómmálum, sömuleiðis þarna. Astæðan fyrir því að ég tók þetta sæti var í raun sú að þegar ljóst var að Arni Steinar tæki ekki sæti á lista flokksins kom upp sú staða að það vantaði Akureyring í þriðja sætið, og helst ungan Akur- eyriqg, þá í raun sló ég til enda búinn að starfa innan flokksins og vera formaður Akureyrarfélags- ins,“ segir Hlynur. En hvað vill Hlynur leggja áherslu á framar öðru í sinni kosningabaráttu, er eitthvað eitt öðru fremur sem hann vill sjá betur gert? „Mér finnst menntamálin vera mikilvæg í þessu sambandi. Það að geta nálgast menntun, á öllum stigum, í sinni heimabyggð er nauðsynlegt. Undanfarin ár hefur í raun verið rekin höfuðborgarstefna gagnvart öllum málum. Byggða- stefna hefur ekki verið rekin í þessu landi á þeim tíma sem ríkisstjórn Davíðs Oddsonar hefur verið við völd, þess vegna er reynt að laga allt með einu álveri á Reyðarfirði, svo á að setja álver í hvern íjörð til að stinga upp í alla landsbyggðamenn. Ég lit á nrennta-, byggða- og atvinnumál sem mjög nátengda þætti. Þegar fólk ákveður hvar það ætlar að búa setur það kröfur um ýmsa hluti sem verður að vera hægt að uppfylla," segir Hlynur. fáránlega lítinn pening er rugl. Ég meina, við erum að keppa við lönd eins og Kína og Brasilíu hvað þetta varðar,“ segir Hlynur. En nú liggur verðið á orkunni ekki beint á lausu, er því ekki hæpið að fullyrða svona um þetta verkefni? „Raforkuverðið liggur ekki á lausu einfaldlega vegna þess hversu fáránlega lágt það er,“ segir Hlynur. Veistu þá raforkuverðið? „Nei, en ég hef heyrt líklegar tölur í fjölmiðlum, alltof lágar til að tryggja arð af svona fram- kvæmd. Það er rniklu eðlilegra að styðja við vöxt lítilla og milli stórra fyrirtækja, og nýsköpun þeim tengdri. Málið er að fólk heldur jafnvel þetta (álver/virkjun) vera eina ráðið, eingöngu vegna þess að þeirri hugmynd er haldið að fólki,“ segir Hlynur Nú hefur VG hlotið gagnrýni undanfarið fyrir neikvæðni og menn jafnvel gerst svo grófir að segja ykkur enga stefnu hafa aðra en mótstöðu. Er eitthvað til í þessu? „Nei, þetta er eitthvað sem andstæðingar okkar á þingi hafa reynt að halda uppi. VG er í stjómarandstöðu og þar af leiðandi ekki alltaf sammála ríkisstjóminni, og hafa því látið í sér heyra. Ef ekki væri fyrir Steingrím (Sig- sagt frekar mikið til vinstri, í póli- tískum skilningi þess orðs. En er Hlynur þá í raun sósíalisti, eða hvað? „Já, ég er sósíalisti,“ segir hann brosandi, og heldur áfrarn, „maður verður reyndar að passa sig hvar maður segir það, ég lenti í því einu sinni á ferð um Bandaríkin með konunni minni að við komum til frænku hennar og maðurinn hennar spurði mig strax og ég kom hvort ég væri sósíalisti? Hann hafði þá heyrt það einhver staðar og leist ekkert á þennan gaur. Við ræddum svo aðeins saman og þá taldi hann sósíalista vera Stalínista og eitthvað álíka. Þetta var svolítið sniðugt. Annars lít ég fyrst og fremst á mig sem róttækan vinstri- mann,“ segir Hlynur. En sósíalismi, er það ekki bara fyrir menntaskólakrakka sem grýta sendiráð og fara svo heim og horfa á kanasjónvarpið, er þetta ekki eitthvað sem flestir vaxa upp úr? „Það er alls ekki rétt. Jafnrétti er lífsviðhorf, og það er ekkert hallærislegt við jafnaðarhugsjónir. I dag sjáum við t.d. bilið milli hinna ríku og fátæku stöðugt aukast. Þetta er grundvallannál,“ segir Hlynur. Sært stolt vegna hersins Nú er umræðan um hugsanlega Evrópusambandsaðild Islendinga ingjum í Þýskalandi að þakka að andstaða Þjóðverja skuli vera eins rnikil gagnvart stríði í Irak og raun ber vitni,“ segir Hlynur. En samþykktu þeir ekki loftá- rásir á Júgóslavíu, Græningjamir? „Jú, en það var ekki sátt um það innan þeirra raða heldur. Auðvitað eru málamiðlanir nauðsynlegar, því miður. Ég vil sjá róttækar breytingar á utanríkisstefnunni, ég vil sjálfstæða utanríkisstefnu, frið- arstefnu.“ segir Hlynur. En höfum við ekki töluverð áhrif, ég meina, nú kallaði utan- ríkisráðherra, Madeline Albright, Madeline. Þannig að eitthvað hlýtur hann að þekkja hana og við ættum þar af leiðandi að hafa einhver völd? „Halldór Asgrímsson hefur gert meiri skaða í utanríkismálum en allir utanríkisráðherrar Sjálfstæðis- flokksins til samans. Hann vildi helst vera hermálaráðherra en ekki utanríkismálaráðherra, sbr verk hans undanfarin ár. Ég gat alltaf sagt stoltur úti í Þýskalandi að á Islandi væri ekki her, og ekki herskylda. Það stolt er og verður hinsvegar sært á meðan að hér er útlendur her. Þessu verður að breyta, sem fyrst,“ segir Hlynur að lokum. HSel

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.