Austurglugginn


Austurglugginn - 16.01.2003, Blaðsíða 4

Austurglugginn - 16.01.2003, Blaðsíða 4
4 - AUSTUR • GLUGGINN Fimmtudagur 16. janúar Austurglugginn www.austurglugginn.is Utgefandi: Utgáfufélag Austurlands ehf Prentun: Héraðsprent ehf Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Brynjólfur Þorvarðarson 869 8643 ritst@austurglugginn.is Blaðamenn: Katrín Oddsdóttir 864 1417 frett@austurglugginn.is Helgi Seljan 849 7386 helgiseljan@torg.is Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir 477 1571 augl@austurglugginn.is Skrifstofa Austurgluggans er opin 8-4 alla virka daga. Auglýsingasími: 477 1571 Fax: 477 1756 477 1750J 477 1755 Grínuppspretta á besta tíma Undirrituðum hefur alltaf þótt frekar vænt um ríkissjónvarpið, sjónvarp allra landsmanna. Ríkissjón- varpið hefur ákveðnu hlutverki að gegna, það hefur ákveðinn tilgang, sem réttlætir afnotagjöldin, réttlætir ríkisafskipti á samkeppnismarkaði. Það er hlutverk ríkissjónvarpsins að sinna menningu og listum, að uppfræða landslýðinn og sýna honum sannleikann í fréttaflutningi, án tillits til fjárhagslegs ávinnings. Það er því fyllilega í takt við hlutverk ríkissjónvarpsins að taka til sýningar fræðsluefni það í átta þáttum sem sýnt er á fímmtudagskvöldum, strax að loknu Kastljósi, á besta tíma. Þeir sem misst hafa af fyrstu ijórum þáttunum geta enn náð að njóta síðustu fjögurra, njóta uppfræðslugildis þeirra en ekki síður skemmtanagildis. En tilvist þessa fræðsluefnis hefur varla farið fram hjá neinum þeim sem á annað borð fylgist með sjónvarpi, svo vel hefur það verið kynnt og auglýst, í öllum dýrustu og bestu auglýsingahléunum. Tímasetningin er eins og best verður á kosið, hér í upphafí kosningabaráttunnar. Þótt reyndar hafi gleymst í kynningu á þáttunum að taka fram, um hvað þeir eru, þá er það deginum ljósara, þetta er snilldarlega saman- sett byrjendafræðsla í framleiðslu á pólitískum áróðri. Alla vega gerir undirritaður ráð fyrir því að um byrjendafræðslu sé að ræða, að verið sé að kynna til sögunnar hin ýmsu bolabrögð, útúrsnúninga og stað- reyndamisnotkun sem nota má með góðum árangri í alvöru áróðri. Það er helst að megi gagnrýna fræðsluþættina einmitt fyrir það að gera ekki áhorfendum ljóst að um byrjendafræðslu sé að ræða. Þessi yfirsjón gæti orðið til þess að einhverjir haldi að verið sé að sýna hvemig alvöru áróður sé búinn til, með þeim augljósu afleiðingum að þeir verða að aðhlátursefni um leið og þeir reyna að beita því sem þeir hafa lært. Þættimir hafa einnig gríðarlegt skemmtanagildi, jafnast á við áramótaskaup eða spaugstofu. Það er óhætt að benda aðstandendum ríkissjónvarpsins á að útskrift að handriti þáttanna gæti orðið metsöluefni nú fyrir kosningamar, og þættimir á DVD í gjafaöskju gæti orðið sumargjöf allra stjómmálamanna. Um leið og undirritaður fer þess á leit við ríkissjónvarpið að þættimir verði endursýndir sem oftast, vill hann þakka höfundi handrits, Hannesi H. Gissurarsyni, fyrir stórkostlegt framlag. Hér hefur Hannes sannað það enn og aftur að hann er ein helsta uppspretta gríns og gleðskapar sem þjóðin á. BÞ Fjardabyggð: Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun Bæjarstjóm Fjarðabyggðar sam- þykkti á fundi sínum þann 9. janú- ar síðastliðinn Fjárhagsáætlun Bæjarins fyrir árið 2003, þegar seinni umræða um áætlunina fór fram. Flelstu niðurstöður fjárhags- áætlunar aðalsjóðs, í þúsundum króna: Tekjur: 1.113.465 Gjöld: 1.159.395 Fjármunatekjur: 25.708 Stærstu málaflokkar eru þessir, í þúsundum króna: Fræðslumál 466.327 eða 48,1% af skatttekjum; Æskulýðs- og íþróttamál 147.899 eða 15,2% af skatttekjum; Sameiginlegur kostn- aður 90.246 eða 9,3% af skatt- tekjum; Menningarmál 66.603 eða 6,8 % af skatttekjum; Félags- þjónusta 60.516 eða 6,2% af skatttekjum. Fjárhagsáætlun samstæðu- reiknings Fjarðabyggðar sýnir að rekstrartekjur eru áætlaðar 1.553 milljónir króna og rekstrargjöld 1.506 milljónir króna. Þar af eru afskriftir 137 milljónir króna og fjármunagjöld 61 milljónir króna Flelstu ljárfestingar em: • Byggingaframkvæmdir við Grunnskóla Eskifjarðar, 40 milljónir króna. • Byggingaframkvæmdir við Nesskóla, 45 milljónir króna. • Byggingaframkvæmdir við Grunnskóla Reyðarljarðar, 30 milljónir króna. • Til gatnagerðar er varið 30,6 milljónum króna og tekjur á móti nema 14,8 milljónum króna. • Til endurbyggingar á sundlaug- inni í Neskaupstað er varið 12 milljónum króna. • Bygging lausrar kennslustofu við leikskólann Sólvelli, 8 milljónir króna. • Til fráveituframkvæmda er varið 10,5 milljónum króna. • Til framkvæmda við Vatnsveitu er varið 17 milljóna króna Til hafnarframkvæmda er varið 120 milljónum króna en þátttaka ríkissjóðs í framkvæmdunum nemur 64 millj. kr. Stærstu út- gjaldaliðir hafnarframkvæmda eru vegna 80 metra stálþils við loðnu- verksmiðju á Eskifirði, byggingu skjólgarðs við höfnina í Neskaup- stað og undirbúningsframkvæmdir vegna álvershafnar í Reyðarfirði. BÞ Huldumadurinn Flalldór Blöndal, forseti Alþingis kom við á Stöðvarfirði í gær. Að vísu fór Halldór Blöndal huldu höfði og hitti enga nema báða stuðningsmennina sína, að því er næst verður komist. Halldór Blöndal hitti ekki framkvæmda- stjóra SMS ehf sem hefur reynt að fá botn í það hvort forsetinn ætlar að standa við það loforð sem hann gaf á fundi hér í bæ í fyrravetur þess efnis að SMS fengi eitt starf flutt til sín frá hinu háa Alþingi. Þá lofaði Halldór Blöndal því að í staðinn fyrir störfm sem fóru til Olafsfjarðar, en Aðalheiður Birgisdóttir framkvæmdastjóri SMS hafði sótt um, að SMS fengi í sárabætur að svara í símann fyrir Alþingi. Ekkert bólar á starfmu enn og verður að telja hverfandi líkur á að það komi nokkum tíma. í kjölfar fundarins á Stöðvar- firði síðastliðinn vetur, skrifaði Halldór Blöndal bréf til SMS og segir þar m.a. að á fundi forsætis- nefndar Alþingis 27. nóvember 2001 hafi eftirfarandi verið bókað: „Undir liðnum önnur mál greindi forseti frá því að hans vilji væri sá að næsti áfangi í stuðningi Alþingis við fjarvinnslu á lands- byggðinni verði fólginn í þvi að á Olafsfirði verði unnið að skönnun Alþingistíðinda frá endurreisn Al- þingis 1845 og á Stöðvarfirði verði komið upp símsvömn fyrir Al- þingi. Hann sagðist vænta þess að ljárveiting fáist til fyrra verkefnis- ins í fjárlögum fyrir árið 2002 en ekki lægi fyrir hversu fljótt yrði hægt að hrinda síðara verkefninu í framkvæmd. Sagðist hann hafa falið rekstrar- og fjármálastjóra að vinna að framgangi þess máls.“ Tilvitnun lýkur. Bréfinu lýkur svo með að hann segir að ekki sé ljóst hvort hægt verði að flytja símvörslu til Stöðvarfjarðar á þessu ári, það er árinu 2002. Síðan heyrðist hvorki hósti né stuna frá forseta Alþingis um þetta mál og þann 11. nóvember 2002 skrifaði framkvæmdastjóri SMS forseta Alþingis bréf þar sem hún spurðist fyrir um hvað liði flutningi á símvörslu á vegum Alþingis til Stöðvarfjarðar, eins og forseti hcfði tilkynnt á fundi hér. „í framhaldi af bréfi forseta Alþingis þann 18. mars sl., í kjöl- far fundar hans með forsvars- mönnum SMS ehf. og öðmm Stöðfirðingum, óskar undirrituð eftir upplýsingum um hvað líður flutningi símvörslu á vegum Al- þingis til Stöðvarfjarðar." Tilvitn- un lýkur og undir bréfið skrifar Aðalheiður Birgisdóttir. Þann 24. desember sl. barst SMS svo bréf frá forseta Alþingis þar sem segir m.a. þetta: „A næsta ári verður farið yfir fjarskipta- og símamál Alþingis og kemur þá í ljós, hvort rétt sé að flytja hluta af símþjónustunni út á land. Jafnframt er til athugunar, hvort hægt sé að flytja önnur störf, sem falla undir Alþingi eða stofn- anir þess, út á land. Rétt er að geta þess, að 4 milljóna króna framlag til SMS- Samskipta með síma ehf. er á fjár- lögum næsta árs.“ Tilvitnun lýkur og Halldór Blöndal skrifar undir. Þarna kýs Halldór Blöndal að vera með útúrsnúninga og blanda saman alls óskyldum málum. Þetta fjögurra milljóna króna framlag er vegna verkefnis við skráningu handrita frá 16. öld sem fram- kvæmdastjóri SMS varð sér úti um upp á eigin spýtur og alveg án Björgvin Valur Guðmundsson. hjálpar Halldórs Blöndal. Það er því honum og starfinu sem hann hét Stöðfirðingum á opnum fundi hér allsendis óviðkomandi. Og ekki hjá því komist að spyrja: Af hverju segir Halldór Blöndal bara ekki satt? Að það verði ekki um neinn flutning á starfi að ræða til Stöðvarfjarðar. Það hlýtur að vera ljóst úr því sem komið er að það er ekki nokkur vilji fyrir því hjá Halldóri Blöndal að Alþingi flytji störf út á land, önnur en þau sem hann færði vinum sínum á Ólafsfirði i fyrra- vetur. í aðdraganda sveitarstjóma- kosninganna. Það dugði sem betur fer ekki til, því Ólafsfirðingar voru nógu skynsamir til að fella íhaldið í þeim kosningum. Það er ekkert skrýtið að forseti Alþingis hafi farið huldu höfði á Stöðvarfirði því ýmsir hér eiga sitt hvað vantalað við hann eins og hann komst að raun um á fúndin- um hér forðum. Björgvin Vaiur Guðmundsson ritstjóri Bœjarslúðursins Simnet.is/svartifoiinn

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.